Eru vinstrimenn verstir óvinir okkar alþýðumanna ?
10.12.2009 | 00:16
Sú spurning hlýtur að vakna í ljósi IceSaves-þjóðsvikanna,
hvort það sé virkilega tilfellið, að vinstrimenn, komist þeir til
valda, reynist þeir þjóðum sínum og alveg sérstaklega al-
þýðu þeirra og almúga, hinir verstu óvinar? Fyrir liggur öll
heimssagan hvað kommúnismann varðar. Í öllum alþýðu-
lýðveldunum og Sovétunum, var alþýðan kúguð, haldið
niðri og svelt. Vinstrimennskan í Norður-Kóreu er gleggsta
dæmið úr samtímanum í dag.
Þessari spurningu hljóta Íslendingar nú alveg sérstaklega
að velta fyrir sér. Nú þegar í fyrsta skiptið í sögu þjóðarinnar
hefur komist til valda HREINRÆKTUÐ VINSTRISTJÓRN. Sem
vílar ekki fyrir sér að samþykkja skuldadrápsklyfjar á þjóðina
til áratuga, án neinna lagastoða, en vegna undirgefni fyrir
erlendri valdníðslu vegna drauma um alheimssæluríkið ESB.
Skuldadrápsklyfjar, sem klárlega munu stórskaða lífskjör alls
almennings á Íslandi um ókomna tíð. Skapa hér fátækt og
eymd meðal alþýðu manna eins langt og séð verður. Jafnvel
rústað íslenzku velferðarkerfi í eitt skiptið fyrir öll, með tilheyr-
andi fólksflótta úr landi.
Er vinstrimennskan virkilega svona ómanneskjuleg og
and-þjóðleg? Skeytir ENGU um velferð okkar almennings?
Alþýðu Íslands? - Og því síður að hún standi í lappirnar við
að verja íslenzka þjóðarhagsmuni! Jafnvel ekki einu sinni
um okkar lágmarks fullveldisréttindi, svb. IceSave-þjóðsvikin.
Þar sem allt slíkt virðist ganga í berhögg við hina öfga-
kenndu alþjóðahyggju vinstrimennskunnar. Þá sé Íslandi
og íslenzkri þjóðartilveru til fórnandi!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Athugasemdir
Þessi spurning á fullan rétt á sér, þar sem Vg og Samfylkingin virðast ætla sér að kveikja í því sem eftir er af því sem að B og D náðu ekki að láta ræna.
Fjórflokkurinn hefur reynst þjóðinni dýrkeyptur.
Sigurjón Þórðarson, 10.12.2009 kl. 01:04
Svarið við þessari spurningu Guðmundur er NEI!. Þeir eru örugglega ekki flulkomnir frekar en aðrir. EN þú getur ekki nefnt mér neinn skrárri kost eins og er!
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2009 kl. 03:39
Takk fyrir Sigurjón.
Jú Magnús. Það segir sig sjálft að það er ALLT betra en þessi vinstristjórn. Meir að segja öll stjórnaranstaðan í dag, og tiltek þar
meðtalda Frjálslynda, Fullveldissinna, og Kristileg stjórnmálasamtök, þótt
ekki hafa þau fulltrúa á þingi enn. Já ÖLL þjóðleg borgaraleg öfl yrðu MUN
BETRI kostur fyrir íslenzka þjóð og okkur almúgan, en þesssi and-þjóðlega
og óvinveitta almúgastjórn kommúnista og krata. Icesave og ESB-helsið
yrði þá t.d strax úr sögunni.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.12.2009 kl. 09:38
Verstu óvinir almúgans er góð lýsing á núverandi stjórn. Þegar villimenn æptu í Alþingi: "Það er Icesave eða Ísöld" gátu þeir eins vel sagt: "Það er Ísland eða Evrópubandalagð". Almúginn er ekki fífl þó það sé níðst á honum núna. Stjórnin verður ekki voða löng.
Elle_, 10.12.2009 kl. 11:49
Ætli fjórflokkurinn sé ekki mesti óvinur okkar alþýðumanna eins og Sigurjón segir. Við skulum ekki gleyma því hverjir komu landinu í þessa stöðu. Víðsýn, réttlátt og manneskjuleg samtök og einstaklingar er það sem okkur vantar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 10.12.2009 kl. 12:48
Fólk steingleymir alltof oft að einn flokkurinn sem er ENN VIÐ VÖLD kom okkur líka í þessa stöðu. Og þeir eru svo ósvífnir sjálfir að halda öðru fram bæði í Alþingi okkar og fjölmiðlum. Þeir hafa stofnað netmiðil sem heitir RAUÐI ÞRÁÐURINN þar sem þeir ljúga öllum sínum illgjörðum upp á einn flokk, Sjálfstæðisflokkinn.
Elle_, 10.12.2009 kl. 16:17
Heill og sæll Guðmundur Jónas, æfinlega - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Merkin sýna verkin; Guðmundur. Tek undir; með Sigurjóni Þórðarsyni, en vil bæta við, að þeir eiga margt sammerkt - Kommúnisminn og Kapítal isminn, í niðurbroti samfélaga, í þágu þeirra fáu - á kostnað fjöldans.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:35
Sæll Guðmundur Jónas.
Ég geri ekki mikið af því að setja eitthvað hér inná síðuna þína en ég skoða alla þína pistla og get sagt þér að þitt hér er alltaf í takt við mitt.
Auðvitað er það alveg ljóst öllum þeim sem skoða hlutina vel að þessi vinstri stjórn er fólkinu í landinu hin versti óvinur.
Vinstri menn vilja koma alþíðu í þá stöðu að þeir verði ósjálfbjarga öreygar og þá ætla þeir að birtast sem hinir góðu og skamma úr hnefa til að halda lífinu í lýðnum.
En fyrst þú minnist á vinstri mennskuna í Norður - Kóreu þá gleyma þeir því að þegar allur máttur hefur verið tekinn úr hinni vinnandi stéttum þá verður ekki af neinu að taka til að forða því að fólk fari að tína tölunni vegna skorts eins og í ofangreindu ríki.
Þórólfur Ingvarsson, 10.12.2009 kl. 17:20
ElleE! Hvernig væri hægt að mynda hér stjórn án þess að einn flokkurinn sem var við völd við hrunið væri í henni? Bendi þér á að það er ekki hægt að mynda stjórn án annars af þeim.
Það er óvart þannig að aðrir flokkar en þessir 2 eru aðeins með 27 þingmenn.
Gaman að því að vita hvernig ætti að fara að því að loka fjárlagagati upp á 200 milljarða á annan hátt en verið er að gera. Minni menn á að Icesave kemur t.d. ekkert inn í fjárlagafrumvarpið á þessu eða næsta ári. Þannig að ekki er það að breyta neinu. Og ef menn segja að efla eigi atvinnulífið þá spyr maður hvaðan á fjármagn að koma í það? Nú gegnur ekki að finna fjármagn til að HS orka geti hafið öflun orku til Helguvíkur og það dæmi skilar ekki miklum tekjum til ríkisins fyrr en á þar næsta ári þó að framkvæmdir mundu byrja strax fyrir alvöru. Nú skilst mér að þessi fyrirtæki borgi lítinn tekjuskatt vegna þess að þau færa skuldir við móðurfélög á móti hagnaði. Tekjuskattur einstaklinga sem vinna við þessar framkvæmdir eru kannski ekki eins tryggar og menn halda þar sem að þessi fyrirtæki gætu leitað í starfsmannaleigur erlendis.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2009 kl. 19:16
Magnús, ég skil ekki spurninguna þina og held þú hljótir að hafa misskilið mig. Aftur, ég var þarna síðast að segja að einn spilltur flokkur, Samfylkingin, sem var við völd í síðustu stjórn og olli landinu miklum skaða, er enn við völd og enn að valda okkur miklum skaða og kennir samt hinum flokknum í síðustu stjórn, Sjálfstæðisflokknum, um allar skemmdirnar.
Elle_, 10.12.2009 kl. 19:57
Já og því spyr ég ElleE hverjir eiga þá að stjórna hér. Það voru kosningar fyrir 6 mánuðum. Og Samfylkingin fékk um 30% atkvæða. Og Vg jók fylgi sitt líka. Held að fólk verði að átta sig á því að hér er nokkurn vegin sama hvaða stjórn er við völd þær þurfa að grípa til sömu úrræða. Minni þig á að stjálfstæðisflokkurinn stóð að þvi 1991 að hækka tekjuskatt þannig að staðgreiðsla fór minnir mig í 42%
Málið er að hér er ríkið rekið með halla. Ríkið fær ekki lán til að brúa hallann. Sér í lagi þar sem fjármálastofnanir hér hafa ekki möguleika á að lána slíkar upphæðir í dag. Nema þá á háum vöxtum. Erlend lán eru ekki möguleiki. Svo hvernig á ríkið að bregaðast við?
Samfylkingin hefur marg oft viðurkennt að vera hluti af hruninu. En málið er að Sjálfstæðismenn vildu ekki grípa til aðgerða síðasta vetur. Man fólk ekki eftir látunum við að koma á breytingum í Seðlabankanum. Og fleiri mál. Og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór með stjórn ríkisstjórnarinnar. Og fjármálaráðuneyti og Seðalbankann. Samfylking taldi að þyrfti að skipta um Forustu í ríkisstjórn þar sem fólk hafði ekki trú á þeim. Framsókn bauð að styðja minnihluta stjórn Vg og Samfylkingar. Sjálfstæðismenn vildu ekki breyta um forsætisráðherra og þvi var það að minnihlutastjórnin var mynduð. En hún fékk ekki að gera neitt því að framsókn var alltaf með athugasemdir.
Minni þig á að þegar hrunið varð var Samfylkingin búin að vera 1 ár og 4 mánuði í stjórn. Fyrra árið voru allir á því að hér væri allt í lagi. Samfylkingn varla búin að setja sig inn í ráðuneyti sín og svo bara allt í einu í byrjun 2008 fer að syrta í álinn. Seðlabankastjóri talaði ekki við Björgvin Viðskiptaráðherra og hann þvi ekki upplýstur. Fékk ekki einu sinni að vera með í að undirbúa neyðarlög og fleira. Þetta voru mistök og samfylking átti ekki að láta bjóða sér svona vinnubrögð
Nú hefur þessi stjórn verið í 6 mánuði og þurft að glíma við alveg ótrúlegan málflutning manna sem segjast getað reddað hér öllu með því að smella puttum. Og ráðast á allt sem stjórnin gerir þó það sé mjög sambærilegt og aðrir hafa gert í sömu aðstæðum. En kannski hægar þar sem að þingmenn meirihlutans ganga ekki alveg í takt. Bendi þér á að þó núna séu menn almennt á því að Svíar hafi brugðist rétt við bankakrísunni hjá sér 1993 þá er Göran Person sem leiddi þá endurreisn enn hataðsti stjórnmálamaður Svía fyrr og síðar.
Það er alveg öruggt að ef að stjórnvöld kæmust hjá því sem þau eru að gera varðandi skattahækkanir og samdrátt þá yrði það ekki gert. Held að stjórnvöld mundu kjósa vinsælli aðgerðir ef þær væru mögulegar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2009 kl. 21:04
Ég get ekki svarað núna hverjir eiga að stjórna. Heldur get ég sagt að við erum með hrikalega stjórn. Óvini almúgans.
Og þú talar um skatta, þú segir: "Það er alveg öruggt að ef að stjórnvöld kæmust hjá því sem þau eru að gera varðandi skattahækkanir og samdrátt þá yrði það ekki gert."
Núna skulum við draga Evrópubandalags-vitleysuna upp á minnst 1 milljarð = minnst 1000 milljónir burt frá sköttunum. Og við skulum líka draga Icesave-kúgunina sem við skuldum ekki upp á kannski langt yfir 1000 milljarða = kannski langt yfir 1000 x 1000 milljónir (1000 000 000 000) frá sköttunum.
Icesave vextirnir einir eru 100 milljónir á dag. Icesave vextirnir einir taka skatttekjur yfir 79 þúsund landsmanna árlega af 150 þúsund vinnandi mönnum = yfir 50% af öllum tekjuskatti landsmanna beint í ríkissjóð Breta og Hollendinga.
Og af hverju erum við þá að hafa fyrir að búa og vinna í þessu landi??? Icesave-skattarnir er óþolandi níðingsskapur mannhatandi stjórnar og óvina almúgans.
Elle_, 10.12.2009 kl. 21:44
Icesave-skattarnir eru óþolandi níðingsskapur mannhatandi stjórnar og óvina almúgans.
Elle_, 10.12.2009 kl. 21:47
Takk ELLE, ÁSBJÖRN, ÓSKAR og ÞÓRÓLFUR!
Magnús. Yfirklór þitt hér er alveg yfirþyrmandi. Því ALLIR hugsandi og
þjóðhollir Íslendingar vita hversu mikla sök sósíaldemókratisminn hefur
komið okkar lítlu þjóð í. Enda voru sósísldemókratar ALLTAF hálfvolgir og
beinlínis andvígir sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á síðustu öld, og börðust
meir að segja gegn útfærslu landhelginnar á sínum tíma. Enda EES-skilgetið afkvæi þeirra sem í raun kom okkur í þær hrikalegu ógöngur sem við erum
stödd í dag. Enda passaði regluverk ESB engan veginn við hagkerfi
ÖRÞJÓÐAR eins og okkar. En þið látið aldrei segjast. Nú skal fara inn í
ESB-helsið hvað sem það kostar, sbr skuldadrápsklyfjarnar með IveSave,
inngöngumiðann að ESB. Sem mun ENDANLEGA binda enda á íslenzka
þjóðartilveru. Svo einfallt er það!
En er hægt að hugsa sér jafn mannfjandssama og óþjóðhollari stjórnmálaafl? Sem hikar ekki við að gera þjóðina að öreigum bara til að
ná inn í hið ímyndaða alsæluríki ESB. Þvílíkir ÞJÓÐSVIKARAR!
Veit Magnús minn að þú ert drengur góður. Þess vegna skil ég þig alls
ekki að aðhyllast jafn fjandsamlegum öflum gagnvart landi voru og þjóð
og þessum sósóialdemókrötum. Bara skil það alls ekki!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.12.2009 kl. 22:06
Ég er ekki minna þjóðhollur en aðrir Guðmundur. Þetta hefur bara ekkert með það að gera. Ég hef bara þessa skoðun sem ég tel að þjóðinni sé fyrir bestu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2009 kl. 23:46
Kommúnismi er sjúkdómur...í höfðinu á einhverju sem lítur út eins og manneskja, enn er það ekki...
Óskar Arnórsson, 11.12.2009 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.