Enn eitt rothöggið á ESB-sinna á Íslandi


   Enn eitt rothöggið á málstað  ESB-sinna  á  Íslandi. Standard
Bank og Bloomberg-féttaveitan segja frá því í dag, að svo slæmt
sé ástandið orðið á Grikklandi og  Írlandi, að  bæðu  löndin  gætu
neyðst til þess að  hætta  við evruna á næsta ári. Hætta í mynt-
bandalagi Evrópu.  Og  ástæðan? Jú.  Grísku og  írsku hagkerfin
munu ekki komast út  úr hinni  miklu  efnahagslægð sem  lönd
þessu eru komin í  án þess að geta haft stjórn á VÖXTUM, GENGI,
og meiriháttar efnahagsinnsýtingu að hálfu stjórnvalda miðað við
efnahagsástand landanna.  Þannig að nú er EIGIN MYNT orðin
helsta haldreipi þjóða í miklum efnahagsörðugleikum. 

   Með þessu eru rök ESB-sinna á Íslandi um nauðsyn upptöku
evru gjörsamlega fokin út í veður og vind. Enda rökin byggð á
sandi frá upphafi. - Og þar með eru helstu rök ESB-sinna um
nauðsyn þess að Ísland gangi í ESB sömuleiðis fokin út um
gluggann.  Rothöggið á málstað evru-sinna er ALGJÖRT  og
þar með helstu rök þeirra fyrir aðild Íslands að ESB.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is

mbl.is Írar og Grikkir gætu misst evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þessu (sjá pistil).

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju er það rothögg á okkur ESB sinna? Við erum ekki með evru! Og við erum ekki í ESB! Svo af hverju ættum við að líta á þetta sem rothögg.

En svona í alvöru þá held ég að það sé í raun illmögulegt að neyða þjóðir sem tekið hafa upp evru að hætta með hana.

En svona í alvöru þá er þetta sennilega banki í USA amk. finn ég bara 1 banka í USA með þessu nafni og svo annan i Suður Afríku. Sé ekki alveg hvaða forsendur hann hefur í svona greiningu. En Mogginn er vís með að leita uppi allar svona fréttir þessa síðustu og verstu tíma í baráttu sinni gegn ESB aðildarviðræðum

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir hvert orð með þér Guðmundur Jónas.

Læt líka fylgja með, Magnúsi Helga er ekki við bjargandi.

Þórólfur Ingvarsson, 11.12.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk nafni og Þórólfur.

Magnús. Halda mætti að þú værir orðin launaður áróðursmeistari fyrir ESB
á Íslandi. Dregur jafnvel í efa fréttaflutning ekki ómerkari en Bloomberg.
En þú VERÐUR samt að viðurkenna staðreyndir, hvort sem Mogginn er með
fréttina eða ekki. Og vissulega eru þessar fréttir rothögg á málflutning
ykkar ESB-sinna. Spilaborg ykkar er hrunin. Það er ekkert flóknara en
það! En þið megið samt rembast eins og rjúpan við steininn. Sama er mér.
En eftirleiðis tekur ENGINN mark á ykkur. ENGINN með fullu viti!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.12.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús Helgi: í greininni á Bloomberg sem er verið að vísa í kemur fram að Stadnard Bank er í London. Þetta hefðirðu vitað ef þú hefðir kynnt þér málið (t.d. með því að lesa pistilinn minn sem ég vísaði á) í stað þessa að hrauna bara yfir með þinni fyrirframákveðnu afstöðu.

Þórólfur: ég veit vel að honum er varla við bjargandi, en aldrei skyldi þó gefast upp á góðum dreng.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband