Ásmundur undir miklum þrýstingi
13.12.2009 | 00:44
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG og NÝKJÖRINN FORMAÐUR
HEIMSSÝNAR, samtaka er berjast gegn aðild Íslands að ESB, er nú
undir miklum og vaxandi þrýstingi, vegna afgreiðslu á IceSave á
Alþingi Íslendinga. En sem kunnugt er greiða a.m.k tveir þingmenn
VG á móti Icesave, þau Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir.
Vitað er um hörð átök innan VG um málið. Og mun Ásmundur kominn
upp að vegg. Svavars-armur flokksins, IceSave-hópurinn innan VG,
mun ganga ótrúlega hart fram með vitund og vilja formannsins,
sem leggur allt undir til að þjóðsvikin nái fram að ganga. Og það
svo, að sjálft stjórnarráðið hefur verið uppvíst af gróflegri tilraun
til að eyðileggja undirskriftasöfnun InDefence gegn IceSave. Sem
hlýtur að kalla á opinbera rannsókn og kæru eftir helgi, því slík
aðför að lýðræðinu á Íslandi er einsdæmi. En sýnir á hvað hátt stig
kommúnískt stjórnarfar er komið á innan sjálfs stjórnarráðsins.
Ásmundur Einar stendur því frammi fyrir tveim kostum. Að standa
með frjálsu Íslandi, og hafna inngöngumiðanum að ESB sem hann
SJÁLFUR hefur viðurkennt að sé lykilinn að aðild Íslands að ESB,
eða að segja af sér formennsku í Heimssýn. Vonandi verður hann
í hópi Ögmundar og Lilju, og verji FRJÁLST ÍSLAND og lífsafkomu
þjóðarinnar, en icesave mun rústa íslenzku velferðarkerfi, og skapa
á Íslandi bláfátækt og eymd um ókomna tíð, nái þjóðsvikasamning-
urinn um IceSave fram að ganga.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEB! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Bullundirskriftum fækkar stórlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Lengi; skal manninn reyna. Trúa vil ég; að þeir Dalamenn, frændur mínir, munu ekki taka á Ásmundi Einari, með neinum silkihönskum, bregðist hann, í land- og þjóðvörn allri.
Hinkrum; til úrslita stundar - hvort Þingeyski loftbelgurinn, hafi náð að yfirskyggja alla samþingmanna sinna, í þeirra arma flokki.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 01:48
Takk Óskar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.