Formaður Heimssýnar getur EKKI stutt Icesave !


   Frétt Skjás eins í kvöld um að formaður Heimssýnar, Ásmundur
Einar Daðason, ætli að styðja Icesave, hlýtur að vera á miklum
misskilningi byggð. - Ásmundur hefur sjálfur RÉTTILEGA sagt  að 
Icesave klárlega tengjast aðildinni að ESB.  ALLIR sjá af þeim
sökum að Ásmundur sem formaður Heimssýnar GETUR ALLS
EKKI stutt Icesave. Það myndi kosta allsherjar uppgjör innan
Heimssýnar, og fjöldaúrsagnir. Því allir sjá að and-þjóðlegur
kommúnisti sem í raun er ESB-sinni að auki gæti ALDREI leitt
sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Frétt Skjás eins í kvöld hlýtur
því að vera byggð á miklum misskilningi.

   Þá hlýtur fjarvera Atla Gíslasonar á Alþingi einnig að vera
byggð á misskilningi. Atli situr í stjórn Heimssýnar. Þar sem
Icesave er sjálfur LYKILINN, inngöngumiðinn í ESB, hlýtur
Atli sem stjórnarmaður í Heimssýn, mæta til þings á morgun,
og greiða atkvæð gegn LYKLINUM, inngöngumiðanum að sjálfu
ESB.  Annað væri yfirlýsing um stuðning við aðild Íslands að
ESB. Sem allir sjá að samrýmist ENGAN VEGINN stjórnarþátt-
töku í Heimssýn. 

  Sem fyrr segir. Þeir Ásmundur og Atli hljóta því að mæta
til þings á morgun og greiða glaðir atkvæði GEGN sjálfum
aðgöngumiðanum að  ESB. Sem Ásmundur sjálfur hefur
lýst svo vel á Alþingi Íslendinga sem inngöngumiða að
ESB, með öllum sínum skuldadrápsklyfjum fyrir þjóðina.
 - Annað yrði gjörsamlega út í hött!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is
 
mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Guðmundur er hræddur um að Ásmundur og aðrir efasemdarmenn munu nú styðja frumvarpið, landi og þjóð til tjóns.

Ps. umræðuni er frestað til 21:20

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 29.12.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Elle_

Honum verður alls ekki stætt á að vera í Heimssýn eftir það.  Og fyrir utan það er það grafalvarlegt ef hann hafnar ekki Icesave: Hann mun vera að styðja kúgun bara til að halda stjórn, nákvæmlega eins og Steingrímur J. 

Elle_, 29.12.2009 kl. 21:19

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég legg til að Heimsýn boði til fundar eins fljótt og auðið er og lýsi yfir vantrausti á Ásmund og Atla og krefjist þess að þeir segi af sér!!!! Annars sé ég engan tilgang í því að vera áfram í Heimsýn....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.12.2009 kl. 21:24

4 identicon

Auðvitað getur Ásmundur stutt ICESAVE. Þetta er ekki spurning um sannfæringu heldur eigin hagsmuni eins og alltaf hefur verið rauði þráðurinn í Íslenskri pólitík.

Ef hann styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar á hann sér litla framtíð sem einherji á þingi.

Svo er komið að ef þingmenn okkar fara eftir eigin sannfæringu eins og stjórnarskrá okkar leggur upp með eiga þingmenn enga framtíð.

Enda hefur sagan sýnt okkur að þingmenn gera ekki slíkt (með undantekningu þó nú nýlega). Það er póltíst sjálfsmorð og þingmenn rísa ekki upp gegn eigin flokki nema eiga bakland sem getur stutt þá til áfarmhaldandi valda.

Þetta er sorgleg staðreynd sem er okkur sjálfum að kenna sem kjósendum.

Styttingur (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 21:45

5 Smámynd: Birnuson

Guðmundur, þú hlýtur að skilja að Ásmundur var settur þarna inn til að splundra samtökunum.

Birnuson, 29.12.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir innlitin hér. Jú er MIKILL efasemdarmaður um Ásmund, kominn úr
ugliðahreyfingu róttækra vinstrisinna og kommúnísta. En, gef honum
enn tækifæri sem formanns Heimssýnar, að greiða atkvæði gegn inngöngumiðanum í ESB. Ef EKKI, tek ég þátt í ALLSHERJAR uppreisnar
gegn honum sem formanns Heimssýnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.12.2009 kl. 00:36

7 identicon

Og formaður Heimsýnar greiddi atkvæði með IceSave-frumvarpinu. Ætlar þú að vera meðlimur í Heimsýn áfram með þennan mann sem formann?

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband