Hef sagt mig úr Heimssýn


   Hef ákveðið að segja mig úr Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna
í Evrópumálum, meðan þar er í forystu dulbúinn ESB-sinni. En í gær
sveik Ásmundur Einar Daðason land og þjóð og hugsjónir Heimssýnar,
með því að samþykkja sjálfan INNGÖNGUMIÐANN að ESB, Icesave,
sem hann sjálfur kallaði svo réttilega á Alþingi fyrir skömmu. Þá er
ég AFAR óhress með að Atli Gíslason, þingmaður og stjórnarmaður
Heimssýnar, skuli hafa verið fjarstaddur Icesave-atkvæðagreiðsluna.
Ljóst er að báðir þessir menn í stjórn Heimssýnar hafa svikið mál-
staðinn. Í samtökum með slíkum kommúnistum í forystu get ég
ekki tekið þátt í.

   ÁFRAM ÍSLAND. EKKERT ESB NÉ ICESAVE! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Heill og sæll Guðmundur Jónas.

Það er ekki nokkur vafi að mörgum Heimssýnar mönnum finnast þeir illa sviknir af undirlægju svikahröppum.

En er ekki eðlilegra að þeir víki fyrir varamönnum en að hópúrsögn verði úr Heimsýn.Áhlaup morgundagsins hjá Jóhönnu og Steingrími verður inngangan í ESB - sannaðu til það verður ekki látið bíða.

Heimsýn veitir ekki af sínum félaga styrk - án svikahrappa.

Er ekki eðlilegt að boðað verði til fundar í Heimsýn og málin tekin fyrir þar - í stað þess að rjúka í hópúrsagnir.

Varamenn eru til þess ætlaðir - að taka við ef aðalmenn bregðast.

Kveðja.

ps. það er ríkisráðsfundur á Bessastöðum kl. 10

Benedikta E, 31.12.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Umrenningur

Velkominn í hóp fyrrum félagsmanna í Heimssýn. Þessi ákvörðun þín er sú eina rétta í kjölfar þess sem á undan er gengið, við skulum vona að úr rústunum rísi  félag sem berst af alvöru fyrir fullveldi Íslands.

Íslandi allt

Umrenningur, 31.12.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hjá mér er að þessu nokkur aðdragandi Benedikta. Sendi strax í upphafi
bréf til Ásmundar strax eftir töku hans sem formanns Heimssýnar, og áréttaði það í Morgunblaðgrein stuttu síðar, að Ef hann styddi Icesave, sem hann sjálfur hefur viðurkennt að klárlega tengist ESB-umsókninni, myndi ég
mótmæla því kröfuglega með úrsögn úr Heimssýn. Eða hvernig í ÓSKÖPUNUM er hægt að samræða það að vera formaður Heimssýnar, styðja ríkisstjórn sem STYÐUR umsókn að ESB, vera í flokki sem STYÐUR umsókn að ESB, og vera þingmaður sem STYÐUR sjálfan aðgöngumiðan að sjálfu ESB, Icesave?  Nei. Í félagsskap undir forystu slíks ESB-sinna og
kommúnista mun ég ALDREI vera!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tek ákvörðun um hvað ég geri eftir áramót.

Axel Þór Kolbeinsson, 31.12.2009 kl. 10:41

5 Smámynd: Benedikta E

Heimsýn verður að taka á þessu máli - það er augljóst - þetta er grafalfarlegt mál.

Stuðningur núverandi formanns Heimssýnar við Æsseif-ánauðina = inngöngu-skilríki að ESB - setur óhjákvæmilega þann blett á Heimssýn sem ekki verður við unað.

Benedikta E, 31.12.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heimssýn þarf að hreinsa út þetta and-þjóðlega kommúnistapakk alla vega
úr forystunni Benedikta. Þertta kommalið sem þýkist vera á móti ESB, en
styður ESB-aðildina með ráðum og dáð. Skora á Heimssýnarfólk að rísa upp
gegn Ásmundi og krefjast afsagnar hans sem formanns og úr stjórn samtakanna ásamt kommúnistanum Atla Gíslasyni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Ásmundur valdi sitt lið í gær og það var lið landráða og svika.

Frjálst Ísland

Viðar Helgi Guðjohnsen, 31.12.2009 kl. 13:23

8 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Setti inn færslu um þessi svik.

Sjá hér

Viðar Helgi Guðjohnsen, 31.12.2009 kl. 13:25

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Viðar, og Gleðilegt ár!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 13:38

10 Smámynd: Elle_

Og Ásmundur bliknaði ekki þegar hann sagði Icesave-já-ið, ekki frekar en hinir Í ICESAVE-STJÓRNARFLOKKUNUM.  Hann var glaðlegur á svip: Var sýndur í beinni upptöku.  Þetta fólk kann ekki að skammast sín.   Þau eru á háum RÍKISTEKJUM við að svíkja okkur og vilja heldur Icesave yfir okkur en missa vinnuna.

Elle_, 31.12.2009 kl. 15:28

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk ElleE. Skil Ásmund nú í því eina ljósi að hann er kommúnísti, og
því andvígur öllu er varðar þjóðleg viðhorf og gildi. Að hafa slíkan kommúnista sem formann Heimssýnar gengur alls ekki. Alla vega verð
ég ekki þar innandýra meðan hann er formaður  og Atli í stjórn sem kaus
að vera fjarstaddur Icesave-afgreiðsluna.

Gleðilegt ár ElleE og takk fyrir þína þjóðfrelsisbaráttu á árinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 15:36

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Peningar og völd fella alla venjulega menn [siðferðilega m.a.] það er löngu sannað. VG þingmenn eru venjulegir eins og aðrir. En féllu þeir fljótt þegar inn var gengið.

Guðmundur gleðilegt ár, þú reyndist hafa rétt fyrir þér á sínum tíma um formamannskjörið.

Júlíus Björnsson, 31.12.2009 kl. 15:37

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Júlíus og óska þér og þínum gleðilegs farsæls árs með þökk fyrir
samskiptin á árinu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 16:13

14 Smámynd: Elle_

Og vil bæta við, Guðmundur, að VG fær ALDREI AFTUR minn stuðning í kosningum eins og síðast.   Það er ekki nóg að hafa Lilju Mósesdóttur og Ögmund Jónasson heiðarleg í flokknum með alla hina hættulegu herforingjana innanflokks.  Sorglegt.   

Elle_, 31.12.2009 kl. 16:17

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil ElleE. Í mínum huga kemur VG úr kommúniskri rót, og sem slíkri er því
aldrei hægt að' treysta þegar þjóðarhagsmunir eru í veði, eins og komið
er á dainn með Icesave og Esb-umsóknina, sem VG styður af heilum hug.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.12.2009 kl. 16:21

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú verður að líta á fund með okkur ElleE (ef þú ert ekki búin að því nú þegar).

Axel Þór Kolbeinsson, 31.12.2009 kl. 16:47

17 Smámynd: Elle_

Nei, ég hef ekki gert það enn Axel Þór og kannski geri ég það.  Hátt í 50.100 manns hafa nú skrifað undir Indefence áskorunina til forsetans:   http://indefence.is/  

Elle_, 31.12.2009 kl. 17:27

18 Smámynd: Benedikta E

Hafið þið lesið færsluna hans Viðars sem hann vísar til - ef ekki þá er það þess virði að lesa hana.

Æsseif atkvæðagreiðslan hjá Vg. var útpæld flétta.

Sumt þarf maður að láta segja sér áður en maður áttar sig ! Lesið bara !

Benedikta E, 31.12.2009 kl. 18:01

19 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Guðmundur,

stundum borgar leti sig, ég hef nefnilega ekki komið því í verk að skrá mig í Heimssýn. Núna þarf ég því ekki að afskrá mig. Hefði að sjálfsögðu haft það mitt fyrsta verk í morgun að afskrá mig og hvet alla til þess að gera það. 

Var á þingpöllum í gærkvöldi og upplifði einnig að formaður Heimsýnar bliknaði ekki þegar hann sagði sitt já. Aftur á móti var Guðfríður Lilja gráti nær allan þingfundinn, heigull samt og ætti að finna sér aðra vinnu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.12.2009 kl. 21:19

20 identicon

Þetta er nú rangnefni að kalla þetta fyrirbæri ykkar heimsýn því orðið Þröngsýn lýsir ykkar ömurlega félagsskap mun betur!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 23:28

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Gunnar, og gleðilegt ár til þín og þinna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2010 kl. 02:17

22 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

,,Viðsýni" þín Gunnar minn virðist meiriháttar þröngsýn! Engu að síður
gleðilegt ár.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2010 kl. 02:21

23 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta átti að vera til Ragnars. ,,Viðsýni" þín Ragnar minn virðist meiriháttar
þröngsýn. Engu að síður gleðilegt ár!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2010 kl. 02:27

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held ég hafi skráð mig í Heimssýn gegnum facebook - smá kjánalegt að vita svona lagað ekki fyrir víst en á facebook fékk ég tilboð um aðild og svaraði játandi.

Ég ætla ekki að segja mig úr þessum félagsskap. Ásmundur olli mér vonbrigðum en þrátt fyrir töluverð tengsl eru þetta samt sem áður tvö mál en ekki eitt. Skolum ekki barninu burt með baðvatninu.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 03:33

25 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Þetta eru TVÖ SAMOFIN MÁL. ESB-umsóknin og ICESAVE, eins og
Ásmundur hefur sjálfur sagt. Þess vegna er það svo GJÖRSAMLEGA út í
hött að hafa þennan kommanista og Í RAUN ESB-sinna formann þessara
ágætu samtaka. Meðan svo er, verð ég utan þeirra. Enda ALLUR trúverðugleiki þeirra í rúst meðan þessi Ásmundur er þar  í hásæti!
Svo einfalt er það i minum huga.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.1.2010 kl. 13:40

26 Smámynd: Elle_

Enda ALLUR trúverðugleiki þeirra í rúst meðan þessi Ásmundur er þar  í hásæti! 

Styð þig með þetta, Guðmundur, 100%.  Trúverðugleiki ALLRA sem sögðu já við kúgun er farinn út í veður og vind.  Og ÞÓ málin væruð aðskilin sem þau eru EKKI.  

Elle_, 1.1.2010 kl. 21:07

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvað með hinn félagsskapinn - Samtök fullveldissinna?

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:11

28 Smámynd: Elle_

Mér vitanlega, Baldur, styðja þau ekki Icesave.

Elle_, 1.1.2010 kl. 21:29

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott mál, þá hafa menn tvo valkosti.

Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:31

30 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Fyrr; hefðuð þið, Heimssýnar liðar, átt að kasta Dala bónda öfugum, út um ykkar dur, fremur en að lúta í lægra haldi, fyrir þeim uppskafning, aldeilis.

Skömmin er hans; ekki ykkar þjóðfrelsissinna, Guðmundur minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:39

31 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er GJÖRSAMLEGA ÓVIÐUNANDI að formaður Heimssýnar sé nú BER AÐ
ÞVÍ að samþykkja sjálfan INNGÖNGUMIÐANN að ESB, ICESAVE. Sem hann
sjálfur hefur viðurkennt á Alþingi að sé klárlega lykilinn að ESB. Hvernig í
ÓSKÖPUNUM getur þessi maður farið í forystu Heimssýnar eftir þetta?
Stjórn Heimssýnar skuldar nú okkur ESB-andstæðingum skýringa á því!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.1.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband