Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

ESB-leiðtogar náðu þrautalendingu um stjórnarsáttmála


   Undir morgun náðu leiðtogar Evrópusambandsins
loks þarutarlendingu um stjórnarsáttmála fyrir 27
aðildarlönd ESB. Málamiðlunin fólst í því að fresta
breytingu á kosningavægi landanna miðað við
höfðatölu til ársins 2014. Þá er neitunarvald
hvers ríkis afnumið. Þá gerir nýji sáttmálinn ráð
fyrir að kosinn verði FORSETI ESB til lengri tíma
og að ráðinn  verði sérstakur UTANRÍKSSTJÓRI ESB.

   Samkomulag leiðtoganna á þó eftir að fá samþykki
þjóðþinga ESB-ríkja og í sumum tilfellum þarf að bera
samkomulagið undir þjóðaratkvæðagreiðslur í ein-
stökum ríkjum, þannig að langt er frá að sáttmálinn
sé í höfn.

   Ljóst er að sterk öfl innan ESB vinna markvisst að
stofnun stórs Sambandsríkis ekki ósvipað USA. 
Þróunin er öll í þá átt. Þegar kominn er FORSETI og
UTANRÍKISSTJÓRI yfir apparatinu er vissulega kominn
vísir að Samevróskri ríkisstjórn. Ríkisstjórn sem mun
einning í fyllingu tímans ráða yfir herjum ESB-ríkja.

   Samrunaferlið virðist því halda áfram þótt vitað er
af mikilli andstðu innan sambandsins  við það. Hvað
Ísland varðar þá hafa kostir þess að ganga inn í
slíkt Ríkjasamband minnkað mjög, sérstaklega
varðandi kosningavægi ríkjanna miðað við höfðatölu.
Það gefur augaleið að smáþjóð eins og Íslendingar
hefðu ENGIN áhrif innan slíks ríkjasambandsins.

    Það liggur nú endanlega fyrir!

   

Ósæmileg ummæli Póllandsforseta auðveldar ekki samkomulag


    Enn virðist ekki hafa náðst sátt á leiðtogafundi
ESB um sáttmála sem ætlað er að koma í stað
fyrirhugaðrar stjórnarská Evrópusambandsins.
Pólverjar eru m.a andvígir nýjum tillögum um
atkvæðavægi innan ESB, og óttast að stærri
ríki sambandsins hagnist á þeim  breytingum
á kostnað hinna minni. Fyrst jafn fjölmenn
þjóð og Pólverjar óttast minni árhrif, hvað
þá með smáríki eins og Ísland, væri það aðili
að ESB ?

   Hins vegar ollu ummæli Póllandsforseta í
gær titringi, er hann vísaði til þess, að íbúar
Póllands væru mun fleiri í dag ef Þjóðverjar
hefðu ekki drepið þann  fjölda Pólverja sem
þeir gerðu í seinni heimstyrjöld, og vildi að
tekið yrði tillit til þeirrar staðreyndar þegar
vægi atkvæða yrði metin miðað við  íbúafjölda
hvers aðildarríkis. - Að sjálfsögðu fellu þessi
ósæmilegu ummæli í mjög grýttan jarðveg 
flestallra leiðtoga, en sýnir hversu ólík og 
rætin viðhorfin innan ESB eru.

  Sem betur fer er Ísland ekki aðili að ESB og
verður vonandi aldrei. Með stækkun samband-
sins eykst sundrungin og ósættið sem leiða
mun til Stóra hvells í fyllingu tímans.

   Þá yrði gott af  vera utan hans !  


Hryðjuverkaárásarógn í Þýzkalandi



     ZDF sjónvarpsstöðin í Þýzkalandi greindi frá
því í dag að þýzk stjórnvöld hefðu sannanir fyrir
því að menn búsettir í Þýzkalandi væri að undir-
búa sjálfsmorðsárásir í landinu og að hætta væri
á sams konar árásum og í Bandaríkjunum 2001.
Kom fram að hér væri um að ræða íslamska öfga-
menn þjálfaða í Pakistan. Stjórnvöld hafa því stór-
aukið viðbúnað vegna tíðindanna.

    Þetta er enn eitt dæmi þess að hvergi má slaka
á gagnvart hrðjuverkamönnum  því enginn virðist
óhultur gagnvart slíkum glæpalýð. Því voru það von-
brigði hvernig sumir fyrrverandi stjórnarandstæðingar
brugðust neikvætt  við ákvörðun fyrrverandi ríkis-
stjórnar að stofna greiningardeild innan lögreglu svo 
hún gæti m.a verið í nánu sambandi við lögregluyfirvöld
í nágrannalöndum okkar, ekki síst varðandi hryðjuverka-
starfsemi og öðru sem gæti ógnað íslenzka ríkinu  og
þegnum þess.

    Í raun er það furðulegt í ljósi gjörbreyttra aðstæðna
í öryggis- og varnarmálum að Íslendingar hafi ekki enn
komið sér upp leynilögreglu eins og allar aðrar  þjóðir
telja sjálfsagt að hafa. - Tepruskapurinn ræður enn 
allt of miklu í þessum málum í dag.............
l
 

    

Spenna innan ESB um nýjan sáttmála


     Leiðtogafundur ESB stendur nú yfir og ríkir mikil
spenna um nýjan sáttmála sem ætlað er að komi
í stað fyrirhugaðrar stjórnarskrá Evrópussamband-
sins. Bretar og Pólverjar hafa lýst andstöðu við
tillögunar um sáttmálann.

    Bretar segjast ekki vilja afsala sér frekara valdi til
ESB svo sem í ýmsum sviðum  pólitiskra, efnahagslegra
og félagslegra þátta. En til stendur að réttindasátt-
máli ESB verði gerður lagalega bindandi í aðildar-
ríkjunum.

   Pólverjar eru hins vegar mótfallnir hugmyndum um
atkvæðavægi einstakra ríkja innan ESB eftir breyting-
garnar, sem þeir seigja að komi stórum löndum eins
og Þýzkalandi fyrst og fremst  til góða. Fyrst þjóð jafn
fjölmenn og Pólverjar hafa áhyggjur af slíku áhrifaleysi
geta menn rétt ímyndað sér hversu mikil  áhrif Ísland
væru innan slíks ríkjabandalags, kæmi til þess að Ísland
gerðist aðili að Evrópusambandinu.

   Innan ESB virðist fara vaxandi spenna eftir því sem
aðildarríkjum fjölgar, enda hagsmunir ólíkir og viðhorf
mismunandi. Nýjasta birtingin um slík viðhorf sem 
komu fram á fundinum í gær,  voru orð Kaczynski,
forseta Póllands þess efnis, að íbúar Póllands væru
mun fleiri í dag ef ekki hefði komið til seinni heims-
styrjaldar, (sem þeir kenna Þjóðverjum um)  og vill
að tekið sé tillit til þeirrar staðreyndar. -  Þegar
svo  langt er seilst í vafasömum rökum er ekki von
á góðu............

     Það verður æ augljósara hversu rétt það er að
Ísland standi utan hiðs  miðstýrða og ólýðræðislega
Evrópusambands, sem á eftir að sundrast í fyllingu
tímans......


Vinstri-grænir básúnast um varnarmál



   Það er ótrúlegt hvað Vinstri-grænir eru ætíð við
sama heygarðshornið þegar kemur að öryggis- og
varnarmálum Íslands. í dag geysa fram á ritvöllinn
þeir  Hlynur Hallsson sem nýkominn er frá Berlin eftir
að  hafa þar verið viðstaddur stofnun Die Linke,
flokks fyrrum austur-þýzkra kommúnista, og Stefán
Pálsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hlynur básúnast hér á Mbl.is vegna yfirlýsingar utan-
ríkisráðherra um verulega aukningu útgjalda okkar
Íslendinga til öryggis-og varnarmála. Stefán básún-
ast í grein í Fréttablaðinu  út í heimssóknir þriggja
Nato-herskipa til Íslands um síðustu helgi.

   Það er með hreinum ólíkindum hvernig málflutningur
Vinstri-grænna er þegar kemur að öryggis-og varnar-
málum Íslands. Á sama tíma og t.d ,,systurflokkur" VG
í norsku ríkisstjórninni stendur fyrir einni mestu her-
naðaruppbyggingu norska hersins á friðartímum,
vilja Vinstri-Grænir Ísland eitt ríkja heims berskjaldað
og varnarlaust. Grein Stefáns Pálssonar í Fréttablað-
inu í dag um heimsókn NATO-skipana, er með eindæmum.
,, Hersýning á þjóðhátíð. - Menning og morðvopn" voru
upphrópanirnar. Vildi svo til að píslahöfundur hér  heim-
sótti eitt skipana, þýzka herskipið Sachsen, og upplífði
með því meiriháttar samkenndarmátt vestrænna lýðræðis-
ríkja við að standa vörð um sjálfstæði sitt og vestræn gildi.  

   Við Íslendingar stöndum á tímamótum í dag í öryggis-
og varnarmálum eftir að bandariskur her fór af landi
brott. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð berum við fulla
ábyrgð á okkar öryggis-og varnarmálum í samvinnu
við okkar helstu vina- og nágrannaþjóðir. Afstaða 
Vinstri-grænna til þessara mála er í einu orði sagt
vítaverð, enda mjög and-þjóðlega sinnuð öfl sem að
þeim stjórnmálaflokki standa..........

Ríkisstjórn stöðnunar


    Fjármálaráðuneytið spáir um 4% atvinnuleysi á
næsta ári en áætlað er að það hafi verið 1.3% í
fyrra. Hér væri um stóraukningu  á atvinnuleysi
að ræða ef spár fjármálaráðuneytisins gengu
eftir. Ef atvinnuleysi yrði 4.5% árið 2009 eins og
spáin gerir ráð fyrir, yrði hér  um að ræða mesta
atvinnuleysi í 12 ár. Þetta kemur fram í endur-
skoðaðri þjóðhagsspá fyrir árin 2007 og 2009.

   Hvergi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er
vikið að því að tryggja verði öflugt atvinnustig í
landinu svo komist verði hjá atvinnuleysi, einu
versta böli sem hægt er að hugsa sér. Þess
vegna er ástæða til að hafa áhyggjur eftir að
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tóku við völdum.
Sporin hræða!

   Það er eins og það sé orðin regla fremur en
undantekning að þegar vinstrisinnuð öfl ná völdum
í ríkisstjórn verði það ávísun á kreppu og stöðnun.
Hvers vegna hvetur ekki ríkisstjórnin td til byggingar
olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum þegar við blasir
mikill samdráttur þorskveiða á komandi árum? Hvers
vegna lýsir ekki ríkisstjórnin yfir jákvæðum viðhorfum
til byggingar  álverksmiðju í  Helguvík, Húsavík og
stækkunar álversins í Straumsvík á næstu árum þegar
við blasir verulegur samdráttur eins og spár sjálfrar
ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir ?  Ef fram heldur sem
horfir verður hér stöðnun og kreppa framundan, en
einmitt þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks hætti fyrir 12 árum vantaði  hvorki meir né minna
en 12.000 ný störf í landinu. Störf, sem Framsóknarflokk-
urinn lofaði að skapa, og skapaði á mettíma, og raunar
langt umfram það.

   - Það vantar alla framsækni í ríkisstjórnina. Það er
eins og helmingur hennar hugsi bara um að eyða en
ekki afla. - Til langframa gengur slíkt alls ekki, jafnvel
þótt að fyrrverandi ríkisstjórn hafi skilað sterku  og
öflugu búi.............


Kratar brjóta lög á sjálfum sér


   Það er alltaf athyglisvert þegar stjórnmálaflokkar
sem eiga að setja landinu lög brjóta lög gagnvart
eigin flokksmönnum.  Skv. frétt í DV í dag virðist
Samfylkingin vera uppvís af slíku lögbroti. Í lögum
þess flokks segir mjög skýrt að fundir flokksstjórnar
séu opnir ÖLLU félagsfólki Samfylkingarinnar.

   Í áðurnefndri frétt kemur fram að  Bjarna Pálssyni
og  fleiri samfylkingarfólki hafi verið vísað út af flokks-
stjórnarfundi á Hótel Sögu þegar átt hafi að samþykkja
stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni segir
í viðtali við DV að ekki hafi verið farið að lögum flokksins 
og að fleiri en hann hafi verið ósáttir. Hann segist afar
sár ,, yfir frávísuninni enda hann og aðrir sem ekki
fengu inngöngu búnir að vinna fyrir flokkinn og forvera
hans í áratugi".

   Svo má líka spyrja hvernig hægt sé að treysta flokki
fyrir að setja landinu lög þegar sá hinn sami flokkur
brýtur  lög og reglur á sínum eigin  flokksmönnum
með jafn gróflegum hætti eins og þarna er lýst?


Eflum þýzkukennslu í kjölfar aukinna Evrópusamskipta.


        
  Íslendingar eru Evrópuþjóð. Frá seinni heims-
styrjöld hafa engilsaxnesk áhrif verið mikil  á
íslenzkt samfélag, ekki síst eftir að bandariskur
her kom hingað til  lands. Nú eftir brotthvarf
bandariska hersíns eru allar líkur á því að hin
engilsaxnesku áhrif minnki til muna, og að
Ísland halli sér mun meira að Evrópu, og þá
einkum að þeim þjóðum sem okkur eru skyld-
astar. - Þetta er mjög  jákvæð þróun.

   Ein af þeim Evrópuþjóðum utan Norðurlanda-
þjóða sem Íslendingar eiga að horfa til eru
Þjóðverjar. Ekki bara vegna einstakrar vináttu
Íslendinga og Þjóðverja, heldur vegna þess
forystuhlutverks sem Þjóðverjar munu skipa í
Evrópu í framtíðinni, einkum innan Evrópusam-
bandsins. Innan Evrópska efnahagssvæðisins
er þýzkan útbreiddasta málið, en rúmlega 100
milljónir manna hafa þýzku að móðurmáli.  Í 
þessu sambandi er vert að minna á athyglisverða
grein Jóns Axels Harðarsonar prófessors í Mbl. 15
júni s.l  þar sem hann segir ,,þýzkukunnátta eykur
mjög skilning manna á Norðurlandamálunum dönsku,
norsku og sænsku vegna þeirra miklu áhrifa sem
þýzka hefur haft á þau." Jón segir það alvarleg
mistök að dregið hafi úr þýzkukennslu í fram-
haldsskólum og segir ,,Það ætti að vera partur af
skynsamlegri menntastefnu að auka aftur hlut
þýzkunnar í námsframboði framhaldsskólanna.
Um leið ættu yfirvöld menntamála að stuðla að
bættri menntun þýzkukennara."

    Sem fyrr segir eru breyttir tímar framundan í
samskiptum Íslands við umheiminn. Ísland mun
stórauka samskipti sín við Evrópu samhliða því
sem samskiptin vestur um haf munu stöðugt
fara minnkandi. Eða eins og sagði í leiðara
Mbl. 15 júni s.l varðandi samskipti Íslands og
Bandaríkjanna. ,,Það er lítið eftir um að tala
í samskiptum þessara tveggja þjóða. "

   Í kjölfar fyrirsjáanlegra stóraukinna samskipta
okkar við Evrópa er góð þýzkukunnátta lykilinn
að slíkum samskiptum.  Hún er í raun dyrnar að
Evrópu framtíðarinnar..........

Die Linke. Vinstri-grænir komnir í vörn


    Það er óskiljanlegt hvað rak Vinstri-græna til
að heiðra gömlu kommana í A-Þýzkalandi með
því að senda sérstakan fulltrúa á stofnfund Die
Linke í  Berlín um helgina. Die Linke (vinstriflokk-
urinn) er bara einn eitt heitið af mörgum flokks-
klíkum sem áttu bein tengsl við Austur-þýzka
kommúnistaflokkinn sáluga, einn sá illræmdasta
í Austur-Evrópu. Þótt þeir félagar Lafontane og
Bysky séu eitthvað skárri en þeir Ulbricht  og
Honnecker þá eru tengslin ljós og skýr. Það er því
ekki að furða  þótt mörgum kjósendum Vinstri-
grænna hafi verið brugðið, og leiti nú réttlætingar
á frumhlaupinu. Ekki síst þar sem flokkur þýzkra
Græningja hefur löngum staðið Vinstri-grænum opnir
sem systurflokkur.

   Sú staðreynd að Vinstri-grænir völdu gömlu komma-
klíkurnar í Austur-Þýzkalandi fram yfir Græningja segir
allt sem segja þarf um Vinstri-græna.  - Þetta er flokkur
sem enn nýtur stjórnar afdánkaðra sósíalista sem líta
á umhverfisvernd sem algjöra aukabúgrein........ meira
til að sýnast, eins og verkin sanna.
 

Þjóðfáninn svívirtur á þjóðhátíðardaginn


   Það er með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir
til að ganga langt í að vanvirða það sem hverri
þjóð er heilagast, sjálfan þjóðfánann. Í gær
á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga  var
íslenzki þjóðfáninn svívirtur á mjög gróflegan
hátt. Fimm mótmælendur voru handteknir eftir
að hafa hengt utan á Þjóðleikúsið fána sem
líktist þeim íslenzka. Framan á hann hafði
verið gert  íslenzkt skjaldarmerki með nöfnum
Alcoa, Alcan og Norðuráls.

   Það er krafa þjóðarinnar að á svona málum
verði tekið mjög hart og þeir sem voru þarna
staðnir að verki verði refsað eins þungt og lög
framast leyfa.

   Skilaboðin verða að vera alveg skýr gagnvart
svona svívirðingu !!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband