Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Sósíaldemókratar hafa rústað Íslandi !


   Sósíaldemókratar hafa rústað efnahag Íslands. Bera því HÖFUÐ
ábyrgðina á ástandi efnahagsmála í dag. Og endanlega munu þeir
ganga frá íslenzkri þjóðartilveru, ná þeir fram þeim and-þjóðlegum
markmiðum sínum að innlima Ísland í Evrópusambandið. Með tilheyr-
andi fullveldisafsali og framsali nátturuauðlinda til yfirþjóðlegs valds.

  Upphaf efnahagshrunsins var hinn stórgallaði EES-samningur, sem
sósíaldemókratanir í Alþýðuflokknum sáluga tókst  að  berja  í  gegn.
Sem engann veginn passaði fyrir örsmátt og  fábrotið hagkerfi Íslands.
Í stað EES-samningsins alræmda hefði átt að gera tvíhliða viðskipta-
samning við ESB á OKKAR forsendum líkt og Sviss gerði við ESB.

  Síðan brugðust sósíaldemókratar Samfylkingarinnar GJÖRSAMLEGA
þegar stórgallar regluverks EES-samningsins kom í ljós. Sváfu Þyrni-
rósarsvefni í aðdraganda bankahrunsins með viðskipta- og bankamál
í höndum sér auk fjármálaeftirlits. Brugðust svo ALGJÖRLEGA við að
gæta þjóðarhagsmuna og málsvarna Íslands gegn óbilgjörnum er-
lendum kröfuhöfum og hryðjuverkaárásum þeirra, hafandi utanríkis-
málin einnig í höndum sér. Uppskáru og samþykktu svo einn VERSTA
milliríkjakúgunarsamning, icesave, sem sögur fara af. Og sem á eftir
að gera þjóðina nánast að öreigalýð svo langt sem séð verður. ALLT
til að þóknast fyrrum nýlenduherrunum í Brussel til að fá aðgöngu-
miða inn í meiriháttar misskilið sæluríki sósíaldemókrata,  ESB.

   Til að fullkomna svo aðförina að efnahag Íslands og íslenzkri þjóðar-
tilveru, tókst sósíaldemókrötum í fyrsta skiptið í sögu Íslands að mynda
HREINRÆKTAÐA VINSTRISTJÓRN.  Njóta nú stuðnings kommúnista og
vinstrisinnaðra róttæklinga úr hinum alþjóðasinaða  vinstriflokki VG, til
að innsigla Versalasamning í 10 veldi, Icesave, og sækja svo um aðild
að ESB. En ef slíkt nær fram að ganga mun íslenzk framtíð úr sögunni!!!!

   Aðal persónugervingur þessarar ÖMURLEGU sósíaldemakratisku
aðfarar að efnahag og fullveldi Íslands er Jóhanna Sigurðardóttir.
Sem ALLAN þennan tíma tók FULLAN ÞÁTT í aðförunni og stýrir nú
henni í dag í forystu fyrir vinstristjórn sinni. ÁBYRGÐ HENNAR ER
því 100% !!!

  Ef einhver stjórnmálamaður ætti í dag að sitja á SAKABEKK vegna
allra þeirra hörmunga sem yfir íslenzka þjóð hefur nú dunið að undan-
förnu þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Hún ber pólitíska ábyrgð á
því  öllu saman, og á því að segja af sér HIÐ SNARASTA!

  
mbl.is Verður þjóðinni ekki ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin hyggst kúga íslenzku þjóðina í icesavemálinu !


   Yfirgæfandi meirihluti  þjóðarinnar er á móti  icesave-nauða-
samningi  vintristjórnarinnar  skv.  þjóðarpúsli  Gallups. Samt
ætla vinstristjórn krata og  kommúnista að ÞRÖNGVA þessum
kúgunarsamningi, sem er ígildi hinum alræmda Versalasamningi
í fimmta veldi, upp á þjóðina. Skuldaklafa,  sem íslenzk þjóð
hefur HVERGI KOMIÐ NÆRRI við að mynda. Á sama tíma lifa
glæpa-mafíuósanir sem ALLA ábyrgð bera á svínaríinu, í vell-
lystingum praktuglega. En hafa af því er virðist  eignast meiri-
háttar VINI í vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, sem ætlar að
láta íslenzkan almenning, þar á meðal öryrkja og gamalmenni,
sópa upp skíinn eftir þá, -  og borga allan brúsann.

   Alveg DÆMIGERÐ VINSTRIMENNSKA. Eins AND-ÞJÓÐLEGT
hugarfar og viðhorf sem hugsast getur. Íslenzkum málstað
hent út í veður og vind, og lægst á fjórar lappir skríðandi
fyrir hunda og mannafótum nýlenduherranna í Brussel,
til að komast inn í hið ímyndaða sæluríki ESB. Þjóðin sett á
skuldaklafa langt fram eftir öldinni að m.k. Allt vega yfirgengi-
legs AUMINGJASKAPAR og UNDIRLÆGJUHÁTTAR vinstristjórnar
Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J Sigfússonar.

   Vinstrimenskan á Íslandi hefur ÆTÍÐ lægst látt, en nú keyrir
gjörsamlega um þverbak. Á sama tíma og loks HREINRÆKTUÐ
vinstristjórn komma og krata er mynduð, dúnkast upp icesave-
skuldaklafi og ESB-helsisáform, sem tvort tveggja skal kúgað
upp á þjóðina í senn.  Annað sem mun dæma þjóðina í ævarandi
skuldafen og fátækt, og hitt sem mun afsala þjóðinni stórhluta
fullveldis- og sjálfstæðis, og yfirráðum yfir hennar helstu auð-
lindum.  Allt til að fullnægja öfgakenndri alþjóðahyggju sósíal-
demókratisma Samfylkingarinnar með DYGGUM stuðningi hinna
alþjóðasinnuðu sósíalista og kommúnista í Vinstri-grænum. 

   Hreinlega viðurkenni. Oft vitað um óþjóðhollustu komma  og
krata. En að þau gætu birst í slíkum blygðunarlausum aðförum
að þjóðarhagsmunum og þjóðartilveru íslenzkrar þjóðar, var
ekki hægt að  óra fyrir.  - Svona and-þjóðleg öfl VERÐA að koma
frá völdum HIÐ SNARASTA!!!

  ÍSLANDI ALLT!!!!!!!
mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur þessi jóhanna farið fyrir þóðinni lengur ?


   Jóhanna Sigurðardóttir sem á að kallast forsætisráðherra
íslenzka lýðveldisins, getur og má ekki fara fyrir þjóðinni
lengur. Sat í ríkisstjórn með bundið fyrir bæði augun er
bankahrunið skall yfir með tilheyrandi efnahagskreppu.
Hreyfði þar hvorki legg né lið til að reyna afstýra því, og
ALLRA SÍST  að  þáverandi stjórnvöld, einkum  á  vegum
Samfylkingar Jóhönnu, banka-- viðskipta- og utanríkismála
heldi uppu vörnum og málstað Íslands gegn erlendum
óbilgjörnum kröfuhöfum og efnahagslegum hryðjuverkum
þeirra gagnvart íslenzkri þjóð.

  Nú situr þessi sama Jóhanna í forystu vinstristjórnar sem
gjörsamlega flatmagar fyrir einni mestri fárkúgun sem ein
þjóð hefur sætt. Hinn illræmdi Versalasamningur kemst
ekki í hálfkvíst við þann icesave-nauðungarsamning  sem
Jóhanna og hennar vinstralið ætlar nú að þröngva upp á
þjóðina.  Skuldaklafa sem þjóðin BER ENGA ÁBYRGÐ Á en
sem gerir hana að  þrælum  fyrrum  nýlenduherra  um
ókomna framtíð. Bara til að fullnægja þörf og ósk Jóhönnu
og hennar landssöluliði til að fá aðgöngumiða inn í hið stór-
misskilda sæluríki Evrópusambandsins. Þar sem fullveldi og
sjálfstæði Íslands yrði selt og yfirfært yfir alþjóðlegt vald með
tilheyrandi afsali á helstu auðlindum þjóðarinnar. Já, hvernig
í fjandanum fær svona manneskja að gegna forystuhlutverki
fyrir hina íslenzka þjóð lengur ? Er ekki tími til kominn að
þjóðin rísi upp og komi þessari óþjóðhollu Jóhönnu og hennar
landssöluliði frá völdum, áður en gengið verði endanlega frá
íslenzkri þjóðartilveru?  Því með icesave og ESB-innlimun yrði
gerð ógnvekjandi atlaga að þjóðartilveru Íslendinga og lífs-
afkomu almennings á Íslandi um ókomna tíð.

   SVÍK Jóhönnu og hennar and-þjóðlegu vinstristjórnar við land
og þjóð MÁ ALLS EKKI líða lengur.  Slíka óþjóðhollustu á að kné-
setja HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR, Íslandi og þjóðinni TIL BJARGAR!!! 
 
  
mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband