Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
HÆGRI GRÆNIR í stórsókn á Útvarpi Sögu!
5.4.2012 | 00:28
HÆGRI GRÆNIR eru í stórsókn í skoðanakönnun á Útvarpi
Sögu í gær, í mikilli þátttöku hlustenda. Fékk yfir helming
atkvæða. Þótt slík könnun sé ekki há-vísindaleg, hlýtur hún
að gefa einhverjar vísbendingar. En þetta gerist ÁÐUR en
flokkurinn hefur haldið sinn boðaða kynningarfund 26 apríl
n.k. En þar verður flokkur, stefna og forysta opiinberlega
kynnt, og m.a það að stefnt verði að framboði í öllum kjör-
dæmum.
HÆGRI GRÆNIR eru frábrugðnir öðrum nýjum framboðum að
því leyti að byrja á að vinna sína heimavinnu strax frá upphafi.
Fullmótað hugsjónaplagg í ÖLLUM helstu málum þjóðarinnar
liggur nú fyrir. Þar sem SKÝRIR og AFDRÁTTARLAUSIR valkostir
eru í boði. Sbr. Nei við ESB-aðild, en flokkurinn vill draga ESB-
umsóknina tafarlaust til baka! Nei við Schengen! Ætíð NEI við
Icesave. Endurskoðun EES með tvíhliða viðskiptasamning við
ESB í huga sbr. Sviss. Skýr stefna í efnahagsmálum og ekki
síst í peningamálum með upptöku Ríkisdals svo eitthvað
sé nefnt.
Breiður samhentur vinnuhópur hefur unnið að grunnstefnu
flokksins frá stofnun hans á Þingvöllum 17 júní, 2010 undir
sterkri og yfirvegaðri forystu formanns hans, Guðmundar
Franklíns Jónssonar. Sem m.a hefur vakið mikla athygli fyrir
hugmyndir sínar um afmá hafta og verðtryggingar með
nýjum íslenzkum gjaldmiðli.
Ef marka má skoðanakönnun Útvarp Sögu virðist vera mikil
eftirspurn eftir STERKUM og ÁKVEÐNUM borgarasinnuðum
flokki, sem setur hagsmuni FÓLKSINS og ÞJÓÐARINNAR í fyrir-
rúm.
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND!
Framboð ESB-og Icesave-sinna ! NEI TAKK!
4.4.2012 | 20:53
Framboð sósíaldemókratans Þóru Arnórsdóttir RÚV-konu,
er örvæntingar-framboð ESB-og Icesave-sinna til að hertaka
Bessastaði og forsetaembætti Íslands. Því með forseta and-
vígan aðild Íslands á Bessastöðum, tilbúinn að verja fullveldi
Íslands af hörku, eins og að koma í veg fyrir Icesave-þjóðar-
svikin, er vonlaust dæmi fyrir ESB-trúboðið á Íslandi. Því skal
nú öllu til tjaldað og öllu til kostað til að koma í veg fyrir
glæstan sigur Hr.Ólafs Ragnar Grímssonar forseta Íslands.
Því á að segja NEI TAKK við framboði Þóru!
Það er hámark fáviskunnar að halda því fram að forseti
Íslands sé og eigi ekki að vera pólitískur. Bara það að vera
þjóðkjörinn er hápólitísk athöfn og í eðli sínu hápólitískt.
Á Bessastaði þarf íslenzka þjóðin hvorki strengjabrúður
eða puntudúkkur á þeim óvissutímum sem nú ríkja. Heldur
STERKAN ÞJÓÐHYGGJUMANN sem tilbúinn er að verja
íslenzkt fullveldi og sjálfstæði, og tala fyrir íslenzkum þjóð-
arhagsmunum.
Sá maður er í dag Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands! ALLIR sannir þjóðfrelsissinnar munum því gera
sigur hans sem glæsilegastan þann 30. júní n.k.
![]() |
Á ekki að vera pólitískt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |