Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
HÆGRI GRÆNIR eini sanni ESB-andstöðuflokkurinn!
5.7.2012 | 00:20
Vert er að vekja athygli á því að af öllum þeim stjórnmálflokkum
sem boðað hafa framboð sín við næstu þingkosnigar, er aðeins einn
flokkur sem hefur skýra og klára stefnu í Evrópumálum. HÆGRI
GRÆNIR. Sem af pólitískum ástæðum hafnar alfarið aðild Íslands
að ESB. Og er einn flokka sem vill draga umsókn Íslands að ESB
til baka tafarlaust! - HÆGRI GRÆNIR eru einn flokka sem vill
segja upp Schengen-ruglinu. Og einn flokka sem vill endurskoða
EES frá grunni, með það markmið að gera tvíhliða viðskipta-
samning við ESB sbr. Sviss. Ekki þarf að taka fram að HÆGRI
GRÆNIR voru alfarið á móti IPA-mútustyrkjum ESB.
Þá má geta þess að HÆGRI GRÆNIR voru og eru á móti ÖLLUM
samningum um Icesave. Og telja að draga eigi þá fyrir dómstóla
sem fremstir stóðu fyrir þeim þjóðarsvikum.
Já HÆGRI GRÆNIR eru sannkallaður þjóðfrelsis-og fullveldis-
flokkur. Enda stofnaður á þeim helga stað Þingvöllum 17 júní
árið 2010. Sem segir í raun allt um þjóðhollustu þessa flokks,
flokks fólksins á Íslandi.
Formaður flokksins, Guðmundur Franklín Jónsson, segir u.þ.b
200 manns tilbúna á lista flokksins, og hvatt er til þess að sem
flestir á hægri kanti íslenzkra stjórnmála komi til liðs við þennan
eina sanna þjóðholla hægriflokk á Íslandi í dag. Þá boðar for-
maðurinn stórar fréttir af forystumálum og flokksstarfi þegar
sumri fer að halla. Enda verður boðið fram í öllum kjördæmum.
Gagnstætt Sjálfstæðisflokknum fá sósíaldemókrataísk öfl ekki
aðgang að HÆGRI GRÆNUM. Enda er stefna flokksins afar skýr
og hugsjónargrundvöllurinn einnig. Flokkurinn er líka skilgreindur
hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn af formanni og stofnanda
flokksins í útvarpsviðtali fyrr í sumar.
www.afram-island.is www.xg.is einnig á facebook....
![]() |
Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HÆGRI GRÆNIR komnir á blað hjá Gallup
3.7.2012 | 21:05
Vert er að fagna því að hinn raunverulegi stjórnmálaflokkur
til hægri skuli nú mælast í fyrsta skiptið hjá Þjóðarpúlsi Gallups.
En þar mælast HÆGRI GRÆNIR með tæp 4% og vanta því aðeins
rúm 1% að fá 3 menn kjörna. Á sama tími minnkar fylgið hjá
Sjálfstæðisflokknum, sem bendir til að óánægðir sjálfstæðismenn
séu nú farnir loks að horfa raunverulega til hægri, og þá til HÆGRI
GRÆNNA.
Af þessu tilefni skrifar Guðmundur Franklín Jónsson formaður
HÆGRI GRÆNNA á heimasíðu flokksins á facebook í kvöld.
,,Jæja, þá mælast HÆGRI GRÆNIR í fyrsta skipti í þjóðarpúlsi
Gallups með tæp 4%. Þetta er mjög gott og nú þarf að fara að
spýta í lofana, bretta upp ermarnar og kynna fleiri til leiks. U.þ.b
200 manns eru nú á lista hjá okkur sem eru búnir að skrá sig og
vilja bjóða sig fram. Við stillum upp listum í febrúar 2013. Einnig
hefur bæst í forystu flokksins og koma stórar fréttir með það í
lok sumars".
Í þjóðarpúlsi Gallups bæta stjórnarflokkarnir lítillega við sig en
stjórnarandstaðan tapar að sama skapi. Sem sýnir hversu aum og
máttlaus þessi stjórnarandstaða er undir forystu hins sósíaldemó-
krataíska Sjálfstæðisflokks. Sem sýnir einnig hversu brýnt það
er orðið að fram komi ALVÖRU þjóðhollur hægriflokkur fólksins í
landinu til að úthýsa hinum þjóðfjandsömu vinstriöflunum úr lands-
stjórninni, og það til frambúðar!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! www.afram-island,is www.xg.is
![]() |
Stjórnarflokkarnir bæta örlítið við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hluti sjálfstæðismanna útskýri stuðninginn við Þóru!
2.7.2012 | 00:10
Þótt mikill meirihluti grasrótar Sjálfstæðisflokksins hafi
réttilega stutt Hr. Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, var þó
töluverður hluti og það merkra sjálfstæðismanna er studdu
og kusu Þóru Arnórsdóttir. Yfirlýstan sósíaldemókrata frá
blautu barnsbeini, og þar með yfirlýstan ESB-sinna. Og sem
klárlega var auk þess framboðsfulltrúi Jóhönnu Sig.og hennar
vinstristjórnar. Ógnvald fullveldisins á Bessastöðum!
Já hvernig í ósköpunum getur þetta gerst meðal flokksfélaga
þess flokks sem upphaflega markaðssetti sig til hægri sem
þjóðholt borgarasinnað stjórnmálaafl? Því þarna voru menn
úr forystu og innsta kjarna flokksins sem mest voru áberandi.
Auk þess sem fleiri en hin sósíaldemókrataíska Þóra var í fram-
boði gegn sitjandi forseta sem hægt var hjá þessu liði að styðja
og kjósa.
Sem kunnugt er hefur löngum loðað við Sjálfstæðisflokkinn
sósíaldemókrataísk öfl sem fengið hafa um áratugi að grassera
í flokknum. Með hinum undarlegustu birtingarmyndum í gerðum
flokksins og þá einmitt í stjórnarsamvinnu við sósíaldemókrata,
hvort sem það hafi verið undir formerkjum Alþýðuflokks eða
Samfylkingar. Barnskrógar slíkrar samvinnu má t.d nefna EES,
aðal orsakavalds hrunsins, og samstarfsverkefni forystu þessara
flokka að koma Icesave-3 skuldadrápsklyfjunum yfir á þjóðina.
Svo nokkur merk dæmi séu nefnd!
Komi ekki fram haldbær skýring á hinum undarlega stuðningi
hluta merkra sjálfstæðismanna við ESB-Þóru, verður ekki annað
útskýrt en að þarna hafi verið á ferð enn ein birtingarmyndin af
gerðum og athöfnum hins sósíaldemókrataíska kjarna og arms
Sjálfstæðisflokksins! Svo einfalt er það!
Sem aftur leiðir svo hugann að valkostum á hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála í dag. Þar sem t. d flokkur HÆGRI GRÆNNA
virðist einn flokka laus við hina sósíaldemókrataísku óværu,
sem blessunarlega tókst að frelsa Bessastaði undan með glæsi-
legu kjöri Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar.
Þökk sér árvöku þjóðhyggjufólki Íslands!
www.afram-island.is www.xg.is
![]() |
Segir sigur Ólafs ósigur stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullveldið tryggt á Bessastöðum! Farsæll forseti áfram!
1.7.2012 | 14:07
Úrslit forsetakosninganna eru sigur fyrir íslenzkt fullveldi og
sjálfstæði. Á sama hátt og þau eru ósigur ESB-trúboðsins á
Íslandi og fylgifiska þess. Þess vegna er afar rík ástæða til að
óska íslenzkri þjóð til hamingju og Hr.Ólafi Ragnari Grímssyni
forseta sömuleiðis. - Fullveldið er nú tryggt á Bessastöðum!
Áhlaup sósíaldemókratanna og ESB-landssöluliðs þeirra á
Bessastaði undir forystu Þóru Arnaósdóttir var hrundið. Og það
með afgerandi hætti Brussel-valdinu til mikillar ógleði og von-
brigða! Furðulegast var hins vegar að fylgjast með því hversu
tiltölulegar margir merkir sjálfstæðismenn tóku þátt í kosninga-
baráttu hjá hinni ESB-sinnuðu og sósíaldemókrataísku Þóru.
Ríkisstjórninni til mikillar gleði! Sem enn og aftur sannar hversu
mikil sósíaldemókrataísk viðhorf og gildi grassera innan þessa
Sjálfstæðisflokks nú sem fyrr. Sem útilokar hann algjörlega sem
eitthvert þjóðholt borgaralegt afl á hægri kanti íslenzkra stjórn-
mála. Enda pólitísk tækifærismennska þar á bæ alveg með ólík-
indum! Þveröfugt við t.d HÆGRI GRÆNA!
Heill forseta vorum og fósturjörð!
FRJÁLST FULLVALA ÍSLAND LIFI! HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA!
![]() |
Vantraust á stjórnmálaforystuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |