Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
Er innra öryggi Íslands í molum?
27.7.2014 | 00:24
Hryðjuverkaógnin sem nú hvílir yfir Noregi er þörf ábending
til okkar Íslendinga! Því það sem gerist hjá frændum vorum
Norðmönnum, getur haglega gerst á Íslandi!
Já hvað með innra öryggi Íslands? Ekkert heimavarnarlið,
enginn sérþjálfuð fjölmenn vel vopnum búin öryggissveit,
og því síður öflug leyniþjónusta á við það sem gerist t.d á
hinum Norðurlöndunum.
Eftir að USA-herinn hvarf frá Íslandi virðast öryggis- og
varnarmál Íslands í molum! Ekki einu sinni lágmarkskrafan
um öfluga leyniþjónustu og eflingu Landhelgisgæslu kom í
kjölfarið! Hvað þá stofnun vara-lögregluliðs og stóreflingu
Víkingasveitar vel vopnum búin.
Ísland er NATO--þjóð! Hvers vegna hefur ekki verið sótt
um fé úr mannvirkjasjóði NATO til eflingu þeirra grunnþátta
í öryggis- og varnarmálum sem hér hefur verið nefnt? Ekki
síst þar sem lega Íslands á miðju Atlantshafi hefur aftur
öðlast hernaðarlega þýðingu fyrir okkar helstu vinaþjóðir!
Fyrir utan sívaxandi spennu í heimsmálunum í dag!
Það er HÖFUÐSKYLDA hvers ríkis að verja öryggi þegna
sinna. Bæði innanfrá og frá utanaðkomandi ógn, m.a hryðju-
verkum. Eiga Íslendingar ekki sömu kröfu og aðrar þjóðir
í þeim efnum? Eða á hinn ofur-óábyrgi séríslenski vinstri-
sinnaði heigulsháttur í öryggis-og varnarmálum enn að
ráða för? Og það þrátt fyrir nýja borgaralega ríkisstjórn?
Bönnuðu flug yfir miðborg Björgvinjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athyglisverð yfirlýsing formanns Hægri grænna !
26.7.2014 | 00:31
Vert er að vekja athygli á yfirlýsingu formanns og leiðtoga
Hægri grænna Helga Helgasonar á facebook sinni í gær.
Tilefnið er ótti Norðmanna við hugsanlegri hryðjuverkaárás
,,norskra" ríkisborgara á Noreg. Helgi skrifar:
,, Er þetta ,,fjölmenningar" þjóðfélagið sem við viljum?
,,Norskir" ríkisborgarar að koma ,,heim" til að fremja hryðju-
verk í nafni Allah. Ég segi NEI! Enga mosku í Reykjavík takk!
Er þetta sem villta vinstrið vill, navistanir í samfylkingu og VG".
Fagna ber þessari afgerandi yfirlýsingu, sem á sér djúpar
pólitískar rætur, sem allir þjóðhollir hægrisinnar hljóta að taka
undir og skoða! Því með þessu virðist leiðtogi Hægri grænna
vilja marka flokknum skýra stöðu og valkost til hægri í íslenskum
stjórnmálum sem ekki er vanþörf á í dag. Svara kalli tímans!
Ekki síst með hliðsjón þess það sem er að gerast í stjórnmálum
Evrópu í dag og heimsmálunum !
HÆGRI GRÆNIR virðast flokkur SEM ÞORIR undir stjórn hins
nýja leiðtoga Helga Helgasonar!
Stríðsglæpir síonista og íslamista !
24.7.2014 | 21:35
Fyrir botni Miðjarðarhafs og raunar í Mið-Austurlöndum
geysir grimmilegt stríð. Í Palestínu berjast öfgasinnaðir
síonistar við öfgasinnaða íslamista. Og annars staðar í
Mið-austurlöndun s.s Írak, Sýrlandi og víðar berjast
öfgafullir íslamistar innbyrðis. Hatrið og drápsfýsnin
virðist óendanleg hjá þessum stríðsglæpamönnum og
ekkert virðist duga til að koma vitinu fyrir þessar
skepnur! Því annað er ekki hægt að kalla þessi pólitísku
villudýr Mið-Austurlanda, slíkir eru stríðsglæpir þeirra,
en meðan líða óbreyttir borgarar miklar þjáningar sem
orð fá ekki lýst!
Meðan þessi öfgaöfl síonista og íslamista ráða ríkjum,
er alveg fráleitt að Ísland blandi sér inn í þennan hrylling.
Gætu frekar reynt að koma vitinu fyrir þær vestrænu
þjóðir, s.s USA sem selja þessum villidýrum vopn, þótt
það sé afar ólíklegt að það takist.
Mikil hætta er á að þessi átök breiðist út, m.a til Evrópu.
Sbr. hryðjuverkaáform norskra múslima í Noregi, sem
ætti að vera þörf áminning til okkar á Vesturlöndum að
stöðva múslimavæðingu Evrópu! Því miður virðast
róttækir og öfgafullir íslamistar vera í mikilli sókn enda
markmið þeirra heimsyfirráð! Hér heima eigum við að
bregðast við og banna moskubyggingu íslamista á Íslandi,
og setja þeim strangar skorður neita þeir að aðlagast okkar
venjum og grundvallarreglu! Svo einfalt er það í ljósi
ástands heimsmála í dag!
Hér er sem sagt ENGINN munur gerður á framferði
öfga síonistanna í Ísrael, né öfga-Hamas-íslamistanna í
Palestínu og víðar! Allt eru þetta öfga/stríðsglæpamenn
sem ber að meðhöndla sem slíka. - Og alveg með öllu
óskiljanlegt hvernig sumir sem kalla sig kristna geta
tekið afgerandi afstöðu með sitt hvorri stríðsglæpahópnum!
Eina friðarvonin er sú að það takist að útrýma þessum öfgum,
þótt því miður sé ekkert útlit fyrir það í bráð!
Funda vegna ástandsins á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |