Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Er anarkistafár á Íslandi? Hvaða hálfvitafár er það?

Anarkistar, stjórnleysingjar, sjóræningjar, en
svo nefna og skilgreina Píratar sig, mælast enn
lang stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi skv.
síðustu skoðanakönnun Gallups.

Hvað er hér eiginlega í gangi?

Anarkistar eru eldgamalt pólitískt fyrirbæri, er
nær til fyrri alda. Er boða upplausn, stjórnleysi,
já kaosbyltingu gegn ríkjandi þjóðskipulagi. Í raun
viltasta vinstrið sem hægt er að hugsa sér.

Enda hafa anarkistar hvergi á byggðu bóli í verald-
arsögunni náð fótfestu! Nema á Íslandi. 

Já hvað er hér eiginlega í gangi?

Uppgangur anarkisma á Íslandi er því í senn áhyggju-
efni og óskiljanlegur. Ekki síst í ljósi þess að
,,upplýstir" kjósendur hafa svo sannarlega reynslu
af þeirra stjórnleysi. Anarkismi þeirra í stjórn-
leysi Reykjavíkurborgar er þar albesta dæmið, en
þar eru þeir í meirihluta borgarstjórnar.Ógagnsæi
og leyndarhyggja þar algjör! Og ólýðræðislegir til-
burðir sbr flugvallarmálið.

Annað dæmi um anarkisma Pírata á landsvísu að þeir
vilja yfirfylla Ísland af svokölluðum flóttamönnum
og ólöglegum hælisleitendum, helst íslamistum. Því
þeir hatast út í allt þjóðlegt og vilja þjóðríkið
feigt! Jafnvel kristin trú er ekki undanskilin!

Meðan óskiljanlegur uppgangur anarkista er á Íslandi,
sem gerir landið að pólitísku alþjóðlegu viðundri,
eru hægrisinnaðir þjóðhyggjuflokkar í stórsókn um
víða Evrópu. Nema á Íslandi. Enn sem komið er,

Já enn og aftur. Hvað er hér eigilega í gangi?

Anarkistafár eða hálfvitafár? Eða hvort tveggna!




Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband