Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
Frelsisflokkurinn nýr vettvangur þjóðlegra afla.
22.11.2017 | 21:30
Frelsisflokkurinn er stofnaður var í júní s.l,
en tókst ekki að bjóða fram í þingkosningum 28 okt
s.l sökum tímaskorts, mun verða þátttakandi í öllum
kosningum héðan í frá. Bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar í vor verða fyrsta krefjandi verkefni
flokksins, og er stuðningsfólk flokksins víða um
land hvatt til bjóða fram í nafni hans og hafa
samband við formann flokksins Gunnlaug Ingvason í
síma 8280088 -
Frelsisflokkurinn hefur mótað sér skýra grunn-
stefnu til helstu þjóðmála sjá heimasíðu flokksis
www.frelsisflokkur.is ásamt fleiri upplýsingum um
flokkinn. Á mikilum pólitískum óvissutímum eins og
nú á Íslandi, þegar vinstriöfl og fjölmenningar-
marxismi grassera sem aldrei fyrr, hefur þörfin á
þjóðlegu borgaralegu afli aldrei verið eins sterk og
nú. Ekki síst þegar helsti málsvari slíkra viðhorfa
gegnum áratugina, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur valið
uppgjafarleiðina gegn vinstriöflunum, og stefnir nú
að leiða róttæka sósíalista til öndvegis og forystu
í íslenskum stjórnmálum.
Í Evrópu fer nú um álfuna öflug pólitísk þjóð-
hyggja og þjóðfrelsisást á grundvelli þjóðríkjahug-
sjónarinnar sem er ein af grunnstefnu Frelsisflokk-
sins. Slíkir flokkar vinna nú hvern sigurinn af öðrum
í Evrópu og víðar, enda íslam einn mesti ógnvaldur
vestrænnar menningar í dag, auk hins rétttrúnaðar-
sinnaða flölmenningarmarxisma.
Allt þjóðhyggjufólk sem er annt um land sitt og
þjóð er því hvatt til að koma til liðs við Frelsis-
flokkinn, nú þegar baráttan um Ísland stendur sem
hæst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)