Sigur hinna þjóðlegu afla! Ríkisstjórnin fallin!


   Ákvörðun forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, að hafna
Icesave-þjóðsvikasamningnum, er sigur Íslands og þar með hinna
þjóðlegu afla. Það að forsetinn hafi tekið sér stöðu með íslenzkum
þjóðarhagsmunum og íslenzku þjóðinni ásamt hinum þjóðlegu
pólitísku öflum, á eftir að marka djúp og heillavæn spor í stjórn-
málin á Ísland um ókoma framtíð. Heill forseta vorum fyrir hans
mikla pólitíska hugrekki! Þótt slagurinn við erlend kúgunaröfl og
innlenda þjóðsvikara verði harður næstu misseri, er það hvergi í
líkingu við þá ánauð og helsi sem hin nýju icvesave-lög hefðu
haft fyrir land vort og þjóð væstu áratugi a.m.k.

   Ríkisstjórn ÞJÓÐSVIKA er fallinn. Ríkisstjórn sem enn VOGAR sér
að tala máli erlendra kúgunarafla. Ríkisstjórn rúin ÖLLU trausti á
Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Þjóðin mun sýna umheiminum
styrk sinn og kolfella Icesave-kúgunina. Í kjölfar alls þessa á að
efna  til þingkosninga, allsherjar uppstokkunar í íslenzkum stjórn-
málum. Þar sem hinir vinstrisinnuðu þjóðsvikarar verða hent út TIL
FRAMBÚÐAR. Sérstakur Icesave-rannsóknardómsstóll verði stofn-
aður, til að fjalla  um  glæpi  ALLRA  þeirra  sem  stóðu að Icesave-
klúðrinu. Ekki síður þá stjórnmálamenn sem sviku þjóðina með að
samþykkja Icesave-þjóðsvikin.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  www.fullvalda.is
  www.frjalsrisland.is*
mbl.is Stöðugleikasáttmálinn ekki í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Rétt hjá þér Guðmundur, að minnsta kosti hvað varðar Jóhönnu.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 6.1.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk félagi Ísleifur !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.1.2010 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband