Steingrímur með vonda samvisku meðan forseti talar máli þjóðar sinnar


   Það var litill karl sem sat fyrir í Kastljósinu í kvöld. Lítill
karl með slæma samvisku. Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra. Málaliði breskra og hollenskra stjórnvalda
gegn þjóðarhagsmunum Íslendinga. Sem er á förum til
nýlenduherra sinna til að gefa þeim skýrslu, og róa þá
niður. Segja  þeim að ríkisstjórnin muni hér eftir sem
hingað til gæta hagsmuna þeirra. Séð verði til þess að
íslenzka þjóðin verði þeim þæg og undirgefin næstu ára-
tugina í helsi skuldadrápsklyfja þeirra sem hún ber enga
ábyrgð á eða nein lagaskylda til að greiða.

   Já það var ÖMURLEGT að horfa upp á Steingrím J Sig-
fússon í Kastljósinu í kvöl. Manninn með vondu sam-
viskuna.

  Ólikt var að hlusta á forseta vor, Ólaf Ragnar Grímsson
á BBC í kvöld. Þar fór fram Íslendingur sem talaði fyrir
málstað þjóðar sinnar og hagsmuna. Fyrir umheiminum
milliliðalaust. Sem mun hafa verið í fyrsta skiptið sem ís-
lenzkur ráðamaður gerir slíkt frá upphafi Icvesavs-klúður-
sins.  Sem segir ALLT um hina ræfilslegu og óþjóðhollu
vinstristjórn, sem senn verður rekin frá völdum.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS

  www.fullvalda.is
  www.frjalstisland.is
mbl.is Ákvörðun forsetans vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála áfram ísland! Niður með flokksræðið endurskipuleggjum stjórnkerfið það er ónýtt.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 01:15

2 Smámynd: Sigurður Helgason

þetta er eins og hróp úr eyðimörkinni þú stendur einn hinir eru horfnir

Hvað varð um þá þessa sem töluðu um að sjötíju prósent þjóðarinnar væru á móti, annað hefur komið í ljós,

Sigurður Helgason, 7.1.2010 kl. 10:44

3 identicon

Burt með þessa stjórn áður en hún veldur meiri skaða fyrir Íslendinga.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:27

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Sigurður Haraldsson og Árni.

Sigurður Helgason á eitthvað erfitt af skiljanlegum ástæðum. Tæp 70%
landsmanna vill nýan samning skv könnuninni í gær.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.1.2010 kl. 15:10

5 Smámynd: Sigurður Helgason

53 prósent myndu kjósa með lögunum, 41 prósent á móti samkvæmt ríkisjónvarpinu í gær,,,,,

Og eina ástæðan að ég á erfitt er að flokkurinn minn er að hverfa í heimsku,

Sigurður Helgason, 7.1.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband