Ríkisstjórnin hefur valið sér að falla með Icesave!


   Allt bendir nú til að Icesave-þjóðsvikasamningurinn verði
kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ekki síst í ljósi þess
sem kom fram í Þætti Silfri Egils í gær. En þar sagði hvorki
meir né minna en sá maður sem kom að  gerð sjálfrar til-
skipunar ESB  sem  Icesave-deilan snýst um,  að  ábyrgð
Breta og Hollendinga sé skýr. Ísland beri ekkert að greiða!

   Þrátt fyrir að  ríkisstjórnin  sé  nú  berskjölduð  gagnvart
þjóðinni fyrir að  hafa  engan veginn  varið  íslenzkan mál-
stað, ætlar hún samt að þverskallast og verja Icesave í kom-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu. Styðja kúgunaraðgerðir  Breta
og Hollendinga  gagnvart íslenzkri þjóð og hennar gríðar-
legu þjóðarhagsmunum til margra áratuga. Slík leppstjórn
erlendrar kúgunar er einstök nú á tímum, og sýnir hversu
forkastanleg og forhert ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er
í sviksemi sinni gagnvart íslenzkum hagsmunum og þjóðar-
hag Íslendinga og framtíðartilveru íslenzkrar þjóðar.

  Enginn millileikur er því stöðinni í dag. Þjóðaratkvæðagreið-
slan VERÐUR að fara fram. Í henni verður þjóðin að kolfella
þjóðsvikasamninginn um Icesave. Í kjölfar þess þarf ríkis-
stjórn Jóhönnu og Steingríms að fara frá, því hún hefur sjálf
valið sér að falla með Icesave-samningnum með stuðningi
sínum við hann.  Því þau hafa setið á svikráðum við þjóðina
allan tímann, og sem Bretar og Hollendingar hafa algjörlega
haft í vasa. - Í framhaldinu verði síðan efnt til þingkosninga,
þar sem ábyrg þjóðleg borgaraleg ríkisstjórn leiði Icesave
endanlega til lykta, Á ÍSLENZKUM FORSENDUM MEÐ FRAMTÍÐ-
ARHAGSMUNI ÍSLENDINGA AÐ LEIÐARLJÓSI!!!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   www.fullvalda.is
   www.frjalstisland.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég benti líka á að túlkun franska textans hefði verið bandvitlaus.

Enda vita allir að þjóðverjar og Frakkar gefa ekki út leiðbeiningar [kallast tilskipanir á lagamáli] til að þær séu misskildar af meðalgreindu fólki eða því sem á að vera hæft til að skilja þær. 

Kaupa má mat lögfræðinga til að tryggja að ekki verði farið í mál, þá er bara að tryggja að ekki verði farið í mál. Enda eiga ríkistjórnir sér leyndarmál.

Hinsvegar er engin möguleiki á að Frakkar og Þjóðverjar geti ekki gert skýrar leiðbeiningar.

Enska er ekki gefin þeim sem hafa ekki heldri manna undirbúning. Merkingarsvið flestra orða ensku æði mikið.

Beat around the bush: er kúnst sem ég veit að þorri Íslendinga er ekki þjálfaður í. Þess vegna skilja þeir ekki þegar þeir þekkja ekki grunninn.

Það sem liggur að baki þess sem sagt er. Insularity er þetta kallað eða hrekkleysi á góðri Íslensku.

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband