Hvar í fjandanum er Heimssýn?
17.1.2010 | 14:42
Norsku and-Evrópusamtökin NEI til EU í Noregi, sem ættu að
vera systursamtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum á Íslandi,
Heimssýnar, hvetja norsk stjórnvöld til að Noregur tryggi að
Ísland fái lán frá alþjóðasamfélaginu, óháð Icesave-málinu.
Gagnrýna þau harðlega ESB-ríkin Breta og Hollendinga fyrir
framgöngu sína gegn Íslandi með aðstoð AGS og ESB.
Takk ESB-andstæðingar í Noregi. Þeim blöskrar kúgun ESB-
ríkjanna gegn Íslandi og setja réttilega Icesave í beint sam-
hengi við ESB. En hvar í fjanadanum er Heimssýn í þessu máli?
Hvorki stuna eða hósti heyrist frá þeim samtökunum varðandi
Icesave. Sem er sjálfur INNGÖNGUMIÐINN að ESB! Er ástæðan
sú að Heimssýn er í pólitískri gíslingu kommúnistanna í Vinstri
grænum? Já að sjálfsögðu er ástæðan sú!
Vinstri grænir hafa haft forystu í Heimssýn frá upphafi. Nú
er sjálfur þingmaður þeirra Ásmundur Einar Daðason, sem
samþykkti Icesave-þjóðsvikasamninginn á Alþingi, sjálfan
inngöngumiðann að ESB, FORMAÐUR HEIMSSÝNAR. Maður
sem þar að auki styður bæði flokk og ríkisstjórn til að sækja
um aðild að ESB. Heimssýn stendur því alls ekki undir nafni
lengur sem NEI VIÐ ESB. Er augljóslega í pólitískri gíslingu
Icesave-sinna og ESB-sinna úr Vinstri grænum.
Sem betur fer sagði sá er þetta ritar sig úr Heimssýn nú um
áramótin. Kemur ekki til greina að vera í samtökum þar sem
and-þjóðlegir kommúnistar ráða ríkjum!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Noregur tryggi lánin til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér við verðum að verja ísland ekki virðast stjórnvöld ætla að gera það nú ferkar en endranær.
Sigurður Haraldsson, 18.1.2010 kl. 00:04
Jónas. Ert þú búinn að gleyma að heimsýnar-fólk var í Noregi ekki alls fyrir löngu í þeim tilgangi að styrkja sam-stöðuna sem greinilega hefur ekki skemmt fyrir? Sagðir þú þig kanski úr heimsýn eftir það?
Er heimsýn bara fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Hvað með þverpólitísk samtök? Hef ég eitthvað misskilið þessi samtök? Þú ert þó ekki einn af þeim sem segir með miklu þjóðarstolti: Við borgum ekki, né ábyrgjumst gjörðir okkar? Semsagt, hetjulega sagt af óábyrgu fólki á hliðarlínunni eða andstöðunni sem ber mestu ábyrgðina en er í afneitun sem fyrr!
Að standi við lands síns skuldbindingar af ábyrgð greiðir heldur fyrir framgangi í rétta átt. En það er ekki vel þekkt aðferð á Íslandi en vel tímabært að taka upp normal viðskiptahætti hérlendis. Annað er fullreynt þótt sumir vilji ekki viðurkenna það.
ESB er svo annað mál þótt sumir vilji ekki heldur viðurkenna það og þvæla skulda-málin í marga hringi án skiljanlegs tilgangs eða ábyrðar á einu né neinu og þjóðinni til enn meiri skaða en orðið er Hvar er hugsjónin og þjóðarstoltið þá hjá þeim gömlu flokks-tryggðar-tröllum S og F ásamt kanski sumum Sf ? M.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.1.2010 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.