Norðurlönd eiga að skammast sín !
21.1.2010 | 20:40
Það er helber hræsni hjá hinum danska Bertel Haarde
samstarfsráðherra Norðurlandanna í Danmörku, að það
sé forgangsverkefni hjá ráðherranefndinni á árinu að gera
allt sem í hennar valdi standi til að rétta Íslandi hjálpar-
hönd í efnahagsmálum. Þvert á móti hafa stjórnir Norður-
landanna brugðið fæti fyrir eðlilega lánafyrirgreiðslu frá
AGS vegna Icesave. Stjórnir Norðurlandanna hafa þannig
gerst handrukkarar fyrir Breta og Hollendinga í Icesave,
og vísað til einhverra skuldbindinga Íslendinga, sem
hvergi eiga sér stað í raunveruleikanum. Fyrir það eiga
Norðurlöndin að skammast sín, og Ísland að endurskoða
afstöðu sína til norræns samstarfs tafarlaust frá grunni.
Íslenzka þjóðin er að rísa upp, og mun kolfella Icesave-
þjóðsvikasamninginn. Í kjölfarið mun hin handónýta vinstri-
stjórn fara frá, og þjóðleg ábyrg öfl taka við að afloknum
þingkosningum. Samstarfið við AGS yrði síðan sagt upp,
Icesave yrði úr sögunni, ESB-umsóknin dregin til baka,
og Ísland endurskoðaði sína utanríkisstefnu frá grunni.
Sem betur fer eiga Íslendingar voldugar vinarþjóðir víða
um heim, sem ný utanríkisstefna myndi grundvallast á.
Íslendingar munu aldrei láta Brusselvald eða nýlendu-
veldi þess kúga sig til undirgefni og framtíðareymdar.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullveldi.is
www.frjalstisland.is
Ísland forgangsverkefni hjá Norðurlöndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Því meiri rækt; skyldum við efla, við Grænlendinga og Færeyinga, fornvinur kær.
Og; láta okkur hlakka til þeirra daga, þá þeir losnuðu, undan helzi Dana.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:55
Ég tek undir þetta Guðmundur og get ekki fundið neitt hjálparsamstarf þarna af hálfu stjórnvalda Norðurlandanna. Kannski allt Jóhönnu Sig. og co. að kenna. Jóhanna hefur útvarpað um ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ þeirra að við munum sko standa við OKKAR skuldbindingar. Núna birtist hvert bréfið af öðru frá Jóhönnu um loforð um það í erlendum fjölmiðlum, fyrir OKKAR hönd, þó ekki hafi þeim enn dottið í hug að verja okkar málssstað þó lögin séu okkar megin. Og hvaða OKKAR skuldbindingar ætli Jóhanna nú meini? Það skyldi þó ekki vera nauðungin???
Elle_, 21.1.2010 kl. 21:02
Takk Óskar og ELLE. Að sjálfsögðu stöndum við OKKAR skuldbindingar við
aðrar þjóðir. En ENGAR skuldbindingar segja eitt einasta orð um ríkisábyrgð
á Icesave. Í því hefur vinstristjórnin GJÖRSAMLEGA brugðist að gera umheimi grein fyrir. Eigum fjölmargar stórvinaþjóðir sem myndu fúslega lána okkur færum við fram á það. Ein þeirra eru t.d Indverjar sem forseti
vor var að heimsækja. Þeir þekkja þjóða best nýlendukúgun Breta og
myndu styðja okkur færum við fram á það. Auk þessa nefni ég Japan,
Kína og Rússa, en þeir vildu lána okkur, en vinstristjórnin móðgaði þá og
klúðraði málinu vegna ESB-trúboðs Samfylkingarinnar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 21:35
Þakka þér Guðmundur: Ég vona að þú sért spámaður góður, varðandi stjórninna og erlenda hyskið sem hún vill að við fóðrum ævirestinna.
En Dönum, Svíum og Finnum er vorkun, því þeir hafa sellt frá sér réttinn til sjálfstæðra ákvarðanna.
Norsk stjórnvöld hafa aldrei verið vinir okkar nema í eigin hagsmuna skinni.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.1.2010 kl. 21:52
Íslendingar voru Íslendingum verstir, en það er ekki haft hátt um það hér. Þykir kanski í lagi að tæma seðlabanka landsins og vel það? Kvarta svo um að allt sé öðrum að kenna? Hvar er ábyrgðin? Á hvaða þroskastigi siðferðislega er svona eintal? m.kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2010 kl. 23:32
Þetta er sagnfræðilegar staðreyndir.
Hins er aldrei hægt að búast við því að einhver sé vinur manns telji hann sig ekki hafa hag af því.
Ég myndi aldrei lána sitjandi stjórnvöldum eyri meðan þau eru á fullu að skuld festa almenning samfara kennitölum skiptum á hlutfallslegasta stærst fjármálageir í heimi. Veita sömu aðilum sem stóðu ekki vaktina, hafa ekki vald á yfirstétta orðaforða stórþjóðanna og létu stóru hákarlanna spila á sig, vera höfunda og ráðgjafa endurreisnarinnar hvers kostnað er búið að millifæra á almenning í formi eignasviptinga, höfuðstólshækkana, skatta, verðbólgu.
Norðmenn hafa einna mest fjármálvitið á Norðurlöndum og sluppu þegar EU lokað lánalínum á þá eftir undanfarandi gæðalánafyrirgreiðslur.
Íslendingar fjármögnuðu ekki uppbygginguna í Bretlandi það var EU í gegnum Íslenska aðila, sem stálu af þjóðartekjum hér.
Almenningur staðgreiddi með því sem fékk lánað gegn veði oft til lengri tíma. Það er ekki græðgi að mínu mati.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 03:37
Kvarta svo um að allt sé öðrum að kenna.
Það er ekki allt öðrum að kenna, Anna Sigríður, og það hefur enginn sagt að ofan, enda íslensk stjórnvöld oft verið gagnrýnd. Þú ferð þó síðna milli og misskilur fólk eins og í síðu Jóns í gærkvöld. Vil minna þig á að það er nú verið að tala um stjórnvöld Norðurlanda en ekki þjóðirnar.
Elle_, 22.1.2010 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.