Útvarp Saga yfirtaki RÚV !


   Allur hinn  mikli  vandræðagangur við  rekstur  RÚV  er með
eindæmum. Stjórnleysið og sóunin virðist þar á bæ  botnlaus.
Hátt á þriðja milljarðs króna árlegt rekstrarfé sem af stærstum
hluta er greitt af íslenzkum skattborgurum virðist hvergi nærri
duga. Til samanburðar höfum við svo litla útvarpsstöð sem er 
nánast orðin að ÞJÓÐARÚTVARPI. Slíkar eru vinsældir Útvarps
Sögu orðnar. Þrátt fyrir rekstrarkostnað sem er einungis brota
brot af því ríkisframlagi  sem ausið er í RÚV.

   Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu og hennar
fámenna starfslið hefur sýnt það og sannað að hægt er að
reka stórgóða útvarpsstöð sem þjóðin vill hlusta á, með skyn-
semi og ráðdeildarsemi á  hörðum markaði án styrka og því
síður opinbers  stuðnings  á  neinn  hátt. Já  með ótrúlegum
liltlum tilkostnaði. Í ljósi þessa  er  þeirri hugmynd  komið  á  
framfæri að Útvarp Saga verði hreinlega látin yfirtaka  a.m.k
stóran hluta útvarpsrekstrar RÚV . -  Með  því  vinnst tvennt. 
Ríkissjóður sparaði stórfé, og þjóðin fengi örugglega stórgott
ÞJÓÐARÚTVARP!  - Því stjórnleysið kringum RÚV gengur ein-
faldlega ekki lengur!


mbl.is Gagnrýna alræðisvald útvarpsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, sem ætíð !

Seinlega; taka spjallvinir okkar við sér, hér á síðu þinni. 

Þakka þér fyrir; afbragðs yfirlit - sem ályktanir, um þessi þörfu málefni.

Bruðl RÚV; sem óstjórn, er óásættanleg, með öllu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgasaon 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð hugmynd Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2010 kl. 02:27

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

takk fyrir undirtektir ykkar Óskar og Guðrún.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.1.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Elle_

Ja, sammála ykkur.  Útvarpsaga taki yfir RUV.

Elle_, 30.1.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband