Klofningurinn í VG ofmetinn


  Fréttaskýring Agnesar Bragadóttir í Mbl. í dag um djúpstæðan
ágreining innan Vinstri grænna er ofmetinn. Í besta falli er meira
um persónuleg átök að ræða fremur en hugmyndarfræðileg, eins
og oftar en ekki gerðist í Alþýðubandalaginu, Sósíalistaflokknum,
og Kommanistaflokknum forðum.  Hin sósísliska  alþjóðlega hug-
myndafræði VG er skýr og sátt er um hana. Líka um umhverfis-
öfgahyggjuna, sem gengur út á það að drepa allar nauðsynlegar
stórframkvæmdir á Íslandi í dróma. Algjör sátt virðist um hana
líka, sem gerir VG algjörlega óstjórntæka í íslenskum stjórnmálum.
Hvað er þá eftir? ESB eða Icesave? Nei ALDEILIS EKKI!

   Vinstri grænir mynduðu ríkisstjórn með umsókn Íslands  að ESB.
Algjör samstaða var um það í þingflokknum. Meir að segja gekk
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG og formaður Heimssýnar
svo  langt að styðja bæði flokk og ríkisstjórn um berst fyrir aðild
að ESB. Dæmigerður Vinstri grænn um meiriháttar tvöfeldni  í
Evrópumálum, enda Vinstri græn í raun með SÖMU vinstrisinnuðu
alþjóðahyggjuna og vinir þeirra, sósíaldemókratanir í Samfylkingu-
ni. Enginn munur þar á. Meir að segja Ögmundur Jónasson hefur
allt til þessa dags stutt bæði flokk og ríkisstjórn með aðildarumsókn
að ESB að leiðaljósi. En enginn sækist eftir því eða styður sem við-
komandi er á móti. Eða hvað?

   Sama á við um Icesave-þjóðsvikin. Þar fremst fer sjálfur foringi 
Vinstri grænna. Hefur manna mest barist fyrir að Íslendingar tæku
við skuldadrápsklyfjum útrásarmafíuósa að kröfu helstu nýlendu-
velda ESB, án nenna lagastoða eða skuldbindinga þar um. ENGINN
Vinstri grænn á Alþingi Íslendinga hefur lýst vantrausti á formann
sinn vegna þessara and-þjóðlegra svikaverka hans. ENGINN !!!!!!  
Þögn þar er sama og samþykki. AÐ SJÁLFSÖGÐU!

  Vinstri grænir eru því í besta falli sokknir í persónulegt þras sín
á milli. Ekki hugmyndarfræðilegt. Þeir hafa ALLIR sömu afdönkuðu
sósíalísku hugmyndarfræðina að leiðarljósi, byggðri á vinstri-öfga-
alþjóðahyggju í bland við umhverfisróttækni  niðurrifsafla. Þar  sem
ESB og ICESAVE  rúmast fyllilega. Klofningur VG er því ofmetinn.
Allt sömu gömlu kommúnistarnir inn við beinið eins og fyrrum!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þétta er rétt Guðmundur. Átökin innan VG eru sem vindur í vatnsglasi. Það sem knýr þetta fólk áfram er valdagræðgi og löngun til að koma á kommúnisma. Ekki er eitt andartak takandi mark á yfirlýsingum um annað.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er að ég held nokkuð rétt hjá þér  Guðmundur en samt grunar mig að ekki séu allir ánægðir með formanninn og lauslætis daður hans og undanlát við Jóhönnu.  Hugmyndafræðin er klár og bilar ekki frekar en hjá múslímum, enda um öfga trú að ræða í báðum tilfellum.  

 Þetta er verulega undarlegur flokkur og fólkið skrítið.  Þannig verður reyndar alltaf með kommúnista sem reyna að villa á sér heimildir með nafnabreitingum.  Sem dæmi, Ögmundur lét sem hann hrektist úr Heilbrigðisráðuneytinu vegna nauðungar sem hann sæti af hálfu einhverra  félaga sinna. 

En á sama tíma lýsti hann yfir fullum stuðningi  við flokkinn og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir,  Það vantar eitthvað stórt þarna inn á milli.  Það vantar allan trúverðugleika í þetta.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Loftur og Hrólfur. Gott að vita að við erum nokkuð sammála um þetta
VG-furðufyrirbæri

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.2.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband