ASÍ í sósíaldemókratískum fjötrum eins og landsstjórnin !
13.3.2010 | 00:35
Er ASÍ sjálfskipuð sjálfskjaraskerðingarfyrirbæri fyrir íslenzkt
launafólk? Því einn helsti talsmaður ofurskattpíningar á Íslandi
og ofurframtíðarfátæktar Íslendinga er enginn annar en Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Einn helsti Icesave-istinn og ESB-
sinninn á Íslandi. Sem leggur ofurkapp á að íslenzkir launa-
menn taki á sig skuldadrápsklyfjar útrásarmafíuósanna með
ofursakttlagningu til næstu áratuga, með tilheyrandi rústun
á íslenzku velferðarkerfi. Án neinna lagastoða. Sem einnig
leggur ofuráherslu á ESB-aðild Íslands, með tilheyrandi stór-
framsali á fullveldi, sjálfstæði, og afsali yfir helstu nátturuauð-
lindum, eins og í sjávarútvegi og eyðingu íslenzks landbún-
aðar. Og sem auk þess berst fyrir upptöku evru, sem er
að skapa allsherjar upplausn og kreppu í ríkjum evrusvæði-
sins, sbr. Grikkland, Spánn, Portugal, Írland, Ítalía. Ríki þar
sem atvinnuleysi er langtum meiri en á Íslandi, þrátt fyrir
allt bankahrunið þar. ASÍ-forseti sem vill henda íslenzkum
gjaldmiðli, sem augljóslega er þó að afrugla efnahagsleg-
stórmistök undanfarinna ára, með stóreflingu útflutnings-
greina atvinnulífsins og þar með björgunar þúsunda starfa
á Íslandi.
ASÍ er gegnsýrt í dag af sósíaldemókrataískum dragbítum.
Þar fremstur fer forseti þess. Þegar saman fer við það álíka
ástand í landstjórninni, þar sem and-þjóðlegur sósíaldemó-
kratismi er allsráðandi ásamt afdönkuðum sósíalískum um-
hverfisöfgasinnum er ekki von á góðu. - Enda hefur þjóðin
lýst afgerandi vantrausti á þessa and-þjóðlegu dragbíta
í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Því VERÐUR að kjósa
sem fyrst, og koma þessum skaðsömu dragbítum frá, svo
að endurreisn Íslands getur hafist af krafti, íslenzkum
almenningi til góðs og heilla.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein Guðmundur.
Það er nefnilega þannig að ASÍ hefur skipað sér í pólítik fyrir löngu síðan og hefur dansað þar með pólítískum pípum að hentugleikum á kostnað tilgangs og markmiða verkalýðshreyfingarinnar þess efnis að standa vörð um hagsmuni launþega.
Góðærið hið meinta var ein hörmungarganga fyrir tilstili verkalýðshreyfingar sem samdi af sér launahækkanir ár eftir áratugi til handa verkamönnum hér á landi og frysting skattleysismarka á sínum tíma var og er enn sami skandallinn í þessu efni.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.3.2010 kl. 01:11
Takk Guðrún.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.3.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.