SUF andsetið sósíaldemókratiskum viðhorfum !

 
   Samband ungra framsóknarmanna er andsetið sósíaldemó-
kratiskum viðhorfum. Alveg sérstaklega í Evrópumálum. Þótt
yfirgnæfandi flokksmanna sé andvígur aðild að ESB auk stórs
hluta kjósenda flokksins, eins og bænda og sjómanna. Alveg
með ólíkindum að framsóknamönnum skuli ekki hafa tekist að
kveða þessa ESB-sinnaða krataóværu úr sjálfri ungliðahreyf-
ingu flokksins niður. Sem  að  öllu  eðlilegu  ætti  að  taka  við
flokknum í framtíðinni. Þetta er að valda flokknum enn pólitísk-
um skaða, og hrekur fjölda  þjóðlega sinnaða kjósendur frá
flokknum í dag.

   Þá gerðist  stórpólitískt  slys hjá framsóknarmönnum í Reykja-
vík þegar þeir höfnuðu einum besta  oddvita flokksins til margra
ára, og kusu í hans stað laumu-krata og mikinn R-listamann í
hans stað. Enda hefur fylgið dalað mjög eftir það, og var ekki
ábætandi.
mbl.is SUF fagnar því að ESB viðræður séu í eðlilegum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Alveg með ólíkindum að framsóknamönnum skuli ekki hafa tekist að
kveða þessa ESB-sinnaða krataóværu úr sjálfri ungliðahreyfingu flokksins niður."

Hvernig fara menn að því að kveða niður skoðanir fólks?

Björn Birgisson, 14.3.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

ESB-þráhyggjan er and-þjóðleg óværa sem þarf að kveða niður Björn.
Hefur ekkert með skoðanir eðlilegs Íslendings að gera!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.3.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband