Ögmundur ber fulla ábyrgð á Icesave- samningaklúðrinu !


   Þótt Ögmundur Jónasson þingmaður VG viðurkenni að það hafi
verið til góðs að forseti  Íslands  hafi  vísað Icesave-svikunum  í
þjóðaratkvæðagreiðslu, eru orð Ögmundar vægast sagt hjáróma.
Svo lengi sem Ögmundur styður í blindni ríkisstjórn sem stóð og
stendur að þjóðsvikunum í Icesave, er málflutningur hans afar
ótrúverðugur. Því hefðu kjósendur farið að dæmi flokksformanns
Ögmundar, og sem Ögmundur styður, og ekki tekið þátt í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni, sæti þjóðin uppi með alræmdan Icesave-sam-
ning frá 30 des s.l. Ögmundur virðist  algjörlega  horfa  fram hjá
þeirri stórkostlegu staðreynd.  - Einnig horfir Ögmundur fram hjá
því að kjósendur voru að lýsa algjöru vantrausti á ríkisstjórnina,
og hafnaði ALFARIÐ að veitt yrði ríkisábyrgð á Icesave. Núverandi
ríkisstjórn er því algjörlega umboðslaus í málinu. 

   Ögmundur Jónassson fer fyrir hópi þeirra í þingflokki VG sem
engan veginn er hægt að átta sig á.  Segjast vera á móti   ESB-
aðild og Icesave, en styðja samt flokk og ríkisstjórn sem berst
fyrir hvoru tveggja. Enda Ögmundur sósíalisti af gamla skólanum.
Samræmi í orðum og athöfnum slíkra manna er þar algjört auka-
atriði!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur.

Ekki það breytinu neinu fyrir þig, en reyndu einhvern tíman að fara rétt með þegar þú ert að skrifa á vefinn !

Hvar er upphafið af ICESAVE ?

Það er engum öðrum að kenna, en þeim sem upphafinu ollu !

JR (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband