ESB í upplausn. Þjóðverjar dauðþreyttir á ástandinu.
19.3.2010 | 00:23
Það yrði hjákátlegt að loks þegar samninganefnd Íslands sest að
samningaborðinu um aðild Íslands að ESB ríki allsherjar upplausn
innan sambandsins. Og nú er svo komið að jafnvel Frakkar og Þjóð-
verjar eru farnir að kallast á sbr. Spegill RÚV í kvöld. Frakkar saka
Þjóðverja um of mikinn útflutning til annarra ESB ríkja sem dregur
úr framleiðslu þar, og Þjóðverjar svara fullum hálsi á móti. Ekki eigi
að kenna agaðri hagsstjórn í Þýzkalandi og dugmikilli markaðssetn-
ingu fyrir ástandinu í öðrum ESB ríkjum. - Þá ríkir algjör upplausn á
evru-svæðinu. Angela Merkel Kanslari vill henda þeim ríkjum út úr
myntbandalagi Evrópu sem standast þar ekki kröfurnar. Þar á hún
við Grikkland sem er á barmi gjaldþrots, ÞRÁTT FYRIR EVRU OG ESB-
aðild til fjölda ára. Þýzkir skattgreiðendur taka ekki í mál að greiða
himinháar fjárhæðir vegna gjörspilltrar hagsstjórnar í Grikklandi,
og vilja vísa þeim á AGS. Sem sannast enn og aftur að allt tal um
bakhjallanna við ESB- aðild sem m.a ESB-sinnar á Ísland tala svo
mikið um er innantóm þvæla. Grikkland í dag er helsta sönnun fyrir
rökleysu ESB-sinna á Íslandi. Grikkland er gjaldþrota ÞRÁTT FYRIR
EVRU og ESB. - ÖGUÐ HAGSTJÓRN er það sem MÁLI SKIPTIR, bæði
hér á landi sem annars staðar. Skiptir þá engu máli króna eða
ekki króna, svo framanlega sem við sníðum okkur stakk eftir vexti.
Krónan yrði í slíkri agaðri hagstjórn dýrmætt hagstjórnartæki sem
tæki fullt tillit til ÍSLENZKRA aðstæðna, sem erlend mynt gerði alls
ekki, sbr. upplausnin á evrusvæðinu í dag.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
OG A L L S E K K I EVRA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þjóðverjar opnir fyrir AGS-lausn fyrir Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur.
Skilaboð Þjóðverja eru skýr í þessu efni og þau hin sömu skilaboð endurspegla þá afstöðu sem hvert ríki fyrir sig mun taka á komandi tímum sem aftur segir mikið um þann mikla misskilning núverandi stjórnvalda að sækja um aðild að þessum tímum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2010 kl. 01:07
Þjóðverjar eru skynsöm þjóð. Takk fyrir Guðrún.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2010 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.