Forstakosningarnar í Austurríki


   Þann 25 apríl n.k fara fram forsetakosningar í Austurríki.
Tveir frambjóðendur takast á um forsetastólinn, sem er
frekar valdalítill. - Það  eru  þau Heinz Fischer, núverandi
forseti  frá  árinu 2004, og Barbara Rosenkranz.  Fischer
er sósíaldemókrati, en flokkur hans og Þjóðarflokkurinn,
sem  er  til  hægri  líkt  og Sjálfstæðisflokkurinn hérlendis,
mynda ríkisstjórn Austurríkis  í dag. Stjórnadstaðan  er
mynduð  af  tveim  hægriflokkum. -    Frelsisflokknum, og
klofningsframboði úr  honum á s.l ári, en þá fengu þessir
tveir hægriflokkar um 28% atkvæða. Barbara Rosenkranz,
51 ára 10 barna móðir kemur úr Frelsisflokknum. Hún er
m.a mikill andstæðingur ESB, og hefur ákveðnar skoðanir
varðandi ákveðin borgaraleg gildismöt, og talar mikið
fyrir frjálsu tjáningarfrelsi. Sem virðist fara í tauganar á
sumum, sérstaklega vinstrisinnuðum öfgahópum.

  Fróðlegt verður því að fylgjast með þessum forsetakosn-
ingum. Ekki síst í ljósi þess að óvægin áróðursherferð er
nú hafin gegn Rosenkranz af öfgafullum vinstriöflum  og
ESB-elítunni í Austurríki, - sem einnig kemur frá hægri er
styður taumlausa alþjóðavæðingu. - En sem kunnugt er
setti ESB Austurríki fyrir nokkrum árum í pólitíska einang-
run þegar Frelsisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Þjóð-
arflokknum. Sem var gróf íhlutun ESB í innanríkismál að-
ildarríkis, en jafnframt opinber yfirdrottnunareðli þess í
verstu mynd.............. 

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN. EKKERT ICESAVE né AGS!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þessar upplýsingar Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband