Ríkisstjórn myrkraverka !
20.4.2010 | 00:28
Ef ríkisstjórnin heldur að hún geti í skjóli mikilla náttúruhamfara,
gert enn einn þjóðsvikasamninginn í Icesave, ÞVERT á niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar, er hún að fremja mestu myrkraverk í
sögu lýðveldisins. - En margt bendir til að ríkisstjórnin í tengslum
við AGS lán hafi skuldbundið sig enn til að greiða Icesave án laga-
stoða þar um, auk vaxta og þá væntanlega ríkisábyrgðar. Ætli að
endurtaka sömu þjóðsvikin gagnvart þjóðinni og á s.l ári, jafnvel
þótt þjóðin sé nú í miklum erfiðleikum sökum hrikalegra náttúru-
hamfara, sem mun enn þyngja á tómum ríkissjóði.
Þjóðin er í dag bæði REIÐ og SÁR út í hvernig misvitrir stjórnmála-
menn hafa hagað sér. Enn einn Icesave-þjóðsvikasamningur mun
þjóðin einfaldlega ekki líða. Stjórnarandstaðan hlýtur nú að rísa
upp á Alþingi Íslendinga og krefja ríkisstjórnina skýringa. Því þarna
hefur ríkisstjórnin augljóslega þverbrotið samráðsvettvanginn um
Icesave gagnvart stjórnarandstöðunni, og ekki síst gagnvart þjóð-
inni, sem HAFNAÐI ÖLLUM ICESAVE-samningum í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 6 mars s.l. Þá er ríkisstjórnin með AFGERANDI hætti að
tengja ICESAVE og AGS, þvert á það sem hún sjálf hefur talað fyrir.
Þess utan hefur ríkisstjórnin EKKERT UMBOÐ lengur til samninga um
Icesave umfram það sem þrotabú Landsbankans stendur fyrir og
íslenzki innistæðutryggingasjóðurinn, eftir AFDRÁTTARLAUSU höfnun
þjóðarinnar 6 mars s.l.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Lítið gert úr þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í skjóli nætur og feluleiks hafa þau Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már skuldbundið okkur þjóðina til þess að borga IceSlave í topp og með vöxtum líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2010 kl. 01:02
Laukrétt hjá þér, Guðmundur Kristján, þetta er sannkallað myrkraverk, enda lugu bæði Steingrímur og Gylfi Magn. um þetta mál í fjölmiðlum og hafa áður gert opinberlega.
En þessir flysjungar geta ekki skuldbundið þjóðina til Icesave-greiðslna með þessum hætti, þar sem það stríðir gegn sjálfri stjórnarskránni. Þeir gátu hins vegar unnið skemmdarverk gegn lánsmöguleikum okkar í Evrópu, og það hafa þeir gert – og Jóhanna og seðlabankastjórinn tóku þátt í svikræðinu.
Burt með þetta lið úr stofnunum ríkisins – krefjumst afsagnar þeirra allra og nýrra kosninga!
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 04:17
Guðmundur JÓNAS, fyrirgefðu mismælið, ég var orðinn harla syfjaður.
Jón Valur Jensson, 20.4.2010 kl. 04:20
Takk fyrir ykkar góðu innlegg hér Jóna og Jón Valur!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.4.2010 kl. 20:22
Þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars snerist um Icesave-samninga sem samþykktir voru á Alþingi um áramót, ekki um aðra Icesave-samninga. Það er því ekki rétt að þjóðin hafi hafnað öllum samningum í þessari atkvæðagreiðslu.
Vala Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 21:17
Tæplega 60% (59,4%) þjóðarinnar hafna ÖLLUM Icesave-samningum, Vala. Það kom fram í könnun MMR 2 dögum eftir að þjóðin KOL-FELLDI Icesave-nauðungina. Og hvern ert þú að verja? MYRKRA-STJÓRNINA sem Guðmundur Jónas lýsti vel að ofan eða Evrópuveldin??
Elle_, 21.4.2010 kl. 22:39
Hér eru greinar um þessa skoðanakönnun MMR:
Hartnær 60% aðspurðra segja: Við viðurkennum alls enga ábyrgð Íslendinga á Icesave-greiðslum til Bretlands og Hollands!
Rétt tæplega 60% þjóðarinnar vill EKKERT ICESAVE
Nær 60% þjóðarinnar segir: EKKERT ICESAVE! – Samtökin Þjóðarheiður hafa rétt fyrir sér!
Jón Valur Jensson, 21.4.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.