Er Sjáfstæðisflokkurinn að yfirgefa hin þjóðlegu viðhorf og gildi ?


   Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina var samin
stjórnmálaályktun. Athygli vekur, að í henni þar sem vikið er
að  sjálfu ,,grunnstefi" Sjálfstæðisflokksins,  er  orðin  grund-
vallarbreyting.  Í landsfundarsamþykkt  flokksins  segir um
grundvallarmál. ,, Að  vinna  í  innanlandsmálum að viðsýnni
og ÞJÓÐLEGRI umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis
og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". Nú
í stjórnmálaályktun flokksráðsins segir. ,, Grunnstef Sjálfstæð-
isflokksins byggist á viðsýnni umbótastefnu á grundvelli jafn-
réttis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðar-
ljósi".  Þarna hefur ,,ÞJÓÐLEGRI UMBÓTARSTEFNU" verið hent
út, sem vekur mikla athygli.

  Er flokksráðsfundur orðinn æðri en landsfundur hjá Sjálfstæð-
isflokknum þegar sjálft grunnstef flokksins er breytt með jafn
afgerandi hætti og hér er gert? Ber þetta vott um vaxandi
ítök ESB-sinna innan flokksins? Sem hafa einsett sér að
halda vara-formannsembættinu, og ná yfirtökum á flokknum
á komandi landsfundi. - Að Sjálfstæðisflokkurinn sé alfarið að
yfirgefa öll þjóðleg gildi og viðhorf? - Eða hvers vegna þá í
ósköpunum var þetta þjóðlega grunnstef hent út?  

   Þetta sýnir enn og aftur þörfina á ÞJÓÐLEGUM borgaraflokki
í íslenzk stjórnmál, sem ALLIR kjósendur með þjóðleg gildi og
viðhorf geta treyst. Flokk heiðarleika með óbilandi trú á full-
veldi og sjálfstæði þjóðarinnar, menningu, tungu og kristinna
siðgæðisviðhorfa!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  

   Gleðilegt sumar kæru bloggvinir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur !

Gleðilegt sumar !

Ekki það að ég hafi nokkrar áhyggjur af sjálfstæðisflokknum, vegna þess að hann samanstendur af glæpamönnum !  Þar er fólk sem á bara heima í fangelsum !  Þess vegna liggur svo á að búa til fangelsi .

Þar er fólk sem telur sig vera yfir allt hafið í þessu þjóðfélagi, vegna þess að það tilheyrir glæpamannahóp, sem kallar sig  sjálfstæðisflokkinn !

Sjáðu bara formanninn og vara formaninn, þetta fólk er á sakamannabekk !

Þú , sem guðhræddur maður hlýtur að sjá þetta !

JR (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur minn Jónas, ég tala við þig einan, lít fram hjá þessum stóryrta JR.

Þú segir nokkuð hér, og ætli þú eigir kannski kollgátuna?

Maður hefði þó haldið, að nú væri lag fyrir EU-innlimunarandstæðinga að taka yfir flokkinn; Sigurður Kári kominn á þing og Óli Björn líka, og Ragnheiður Elín er enginn veifiskati og sá í gegnum Samfylkingar- billega landsölubjástrið.

Að þeir óþjóðhollu hafi einsett sér að halda varaformannsembættinu, er ofdirfska – er þeim ekki nóg að hafa Bjarna þar sem hann er?

Dramb er falli næst.

Vertu kært kvaddur – og GLEÐILEGT SUMAR!

Jón Valur Jensson, 22.4.2010 kl. 03:11

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jón Valur. Aldrei að vita nema við og tugþúsunda Íslendinga eigum
eftir að sameinast í þjóðlegum borgaralegum flokki á grundvelli kristinna
siðgæðisviðhorfa. Fylgist vel með þínum pólitískum samtökum. Já
gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir samskiptin hér í vetur Jón minn kæri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband