VG fórnar sjávarútvegi og landbúnaði fyrir ESB aðild


   Vinstri grænir eru trúir sinni Evrópustefnu, sem virðist  í  raun
Í ENGU  frábrugnari  stefnu  Samfylkingarinnar. Samþykktu að
Ísland sótti  um  aðild  að  ESB. Og  samþykktu  að vera í ríkis-
stjórn sem ekki bara hæfi samningarferlið við ESB, heldur líka
AÐLÖGUNARFERLIÐ að stjórnkerfi ESB, og blekktu þannig bæði
þjóð og þing.

   Í dag ræður ríkisstjórnin  um að leggja niður sjávarútvegs- og
landbúnaðaráðuneyti, en þessar höfuðgreinar íslenzks efna-
hags og  náttúruauðlinda  muni reynast helsti  þrándur  í  götu
ESB-aðildar. Og til að UNDIRSTRIKA stuðning VG við þetta ráða-
brugg ESB-sinna, lætur sjálfur sjávarútvegs-og landbúnaðarráð-
herra sig vanta  á  þennan  mikilvæga  ríkisstjórnarfund.  Enda
honum ALVEG sama um þessa hluti eins og formaður Heimssýnar
í raun.  Því ella styddu þeir ekki þennan ESB-sinnaða VG flokk og
hina ESB- sinnuðu ríkisstjórn væru þeir SANNIR ESB-ANDSTÆÐING-
AR.  Því ENGINN styður það sem viðkomandi ER Á MÓTI!

   En í ljósi kommúnísks bakgrunns VG er öll  þeirra andþjóðlega
afstaða í Evrópumálum skiljanleg. Því kommúnistum hefur ALDREI
verið treystandi í þjóðfrelsis- og sjálfstæðismálum. Vinstri grænir
eru besta dæmið um það í dag!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  

 


mbl.is Aukafundur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkeppnigrunnur EU byggir á að halda verðum á hráefnum, fyrstvinnslustigi þeirra og orku og dreifingu milli stórborga í lámarki.

Þetta voru óþrifaleg og erfið störf og löngu búið að samþykkja fækkun í þessum greinum, þetta er ekki spurninging um samkeppni heldur verkskiptingu og samvinnu.

EU hefur síðan 1957 tekist vel að fækka þeim sem starfa í þessum greinum í samræmi við sín lög.

Þetta tekur líka til sjávarhráefna sem flokkast undir landbúnað í EU lögunum.

Með 1.stigs vinnslu er átt við risverskmiður eins og kjötvinnslur, olíu hreinsunarstöðva, mjólkurduftsframleiðslu og kjúklingabita, lagerbjór t.d.

Þessa vegna hefur störfum í  gróf iðnaði líkað fækkað.

Íslandi hentar ekki þessi hagræðing því eitthvað verðum við að gera.

Grunnurinn er boðin út að hluta dreifingin og bundin verðlagsákvörðunum. Svo allar tækni og fullvinnslur á samkeppni mörkuðum Meðlima-Ríkjanna byggi á sama grunni.

 ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!  

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Svona til að byrja með þá er ekki verið að leggja niður Sjávar- og landbúnaðarráðuneytið heldur er hugmyndin sú að sameina það Iðnaðarráðuneytinu. Eftir, sem áður verður unnið að hagsmunum Sjávar- og landbúnaðar í nýju sameinuðu ráðyneyti. Eina breytingin er sú að í þeim tilfellum, sem hagsmunir sjávarútvegs og/eða landbúnaðar gagna gegn hagsmunum iðnaðar þá verða ákvarðanir í nýju sameinuðu ráðuneyti teknar með heildarhagsmuni íslenskra atvinnuvega að leiðarljósi en ekki sérhagsmuna sjávarútvegs og/eða landbúnaðar. Slíkt er að sjálfsögðu framför, sem kemur þjóðinni í heild til góða auk sparnaðarins við að fækka ráðuneytum. Slíkt hefur ekkert með aðlögun að ESB að gera enda skiptir ESB sér ekki að því hvernig verkefnum er skipt milli ráðuneyta í aðildarríkjum sínum. Núverandi fyrirkomulag er því ekki nein fyristaða fyrir inngöngu Íslands í ESB.

Svo skulum við ekki gleyma þeirri staðreynd að innganga Íslands í ESB mun að öllum líkindum EFLA íslenskan sjávarútveg þvert á lygaáróður kvótagreifa í LÍÚ. Það mun aðallega stafa af lækkun á tollum af fullunnum afurðum frá Íslandi inn á markaði ESB, sem mun auðvelda mjög það markmið að auka fullvinnslu á sjávarafurðum okkar inn á þann markað. Fullyrðingar um að skip ESB ríkja geti fengið að flæða hér inn til að veiða úr okkar kvóta eru líka lygaáróður.

Það er fátt, sem bendir til þess að landbúnaður hér á landi muni í heild tapa á inngöngu í ESB þó vissulega komi hinar ýmsu greinar hans misvel út úr inngöngu. Sumar muni bera skarðan hlut frá borði en aðrar eflast. Neytendur munu finna fyrir lækkuðu verði landbúnaðarafurða og verður það stærsti ávinningur íslensku þjóðarinnar í heild af inngöngu hvað landbúnað og landbúnaðarvörur varðar.

Höfum í huga að ALLAR þjóðir, sem gengið hafa í ESB hafa náð að auka lífskjör sín með því. Það er EKKERT, sem bendir til að annað verði upp á teningnum með okkur Íslendinga. Einnig hefur innganga í ESB aukið frelsi íbúa þeirra ríkja, sem hafa gengið í það bæði vegna þeirra mannréttindapakka, sem eru í lögum Evrópusambandsins og eins hefur frelsi fólks til ferðalaga og búsetu innan Evrópu aukis við aðils ríkja þeirra að ESB.

Ekkert ríki, sem gengið hefur í ESB hefur tapað við það þjóðfrelsi eða sjálfstæði. Það er því ekki stefna gegn þjóðfrelsi eða sjálfstæði að vilja ganga í ESB. Fullyrðingar um slikt eru bara orð án nokkurs innihalds.

Það er því ekki andþjóðleg afstaða að vilja ganga í ESB. Þeir, sem vilja ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar í heild til að þjóna sérhagsmunum kvótagreifa og annarra, sem hafa sértæka hagsmuni af því að Ísland sé utan ESB eiga miklu fremur skilið þau ummæli að vera með andþjóðlega afstöðu.

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2010 kl. 20:38

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður.  Það er AFAR mikilvægt að ráðuneyti sjávar-og landbúnaðar sé til staðar meðan allt RUGL-ferlið varðandi umsóknina að hinu deyjandi ESB er
í gangi. Lífskjörðin í Grikklandi, Spáni, Portugal og Írlandi hafa stórversnað
eftir ESB-aðild og evru. Grikkland gjaldþrota og hin á leið sömu braut.
Aðild Íslands að ESB myndi rústa íslenzkum sjávarútvegi og landbúnaði
á örfáum árum, eins og þúsund sinnum er búið að sýna fram á. Bara það
að kvóti Íslandsmiða fari á allsherjar uppboð innan ESB segir allt sem segja
þarf.  Jú það er VIRKILEGA ANDÞJÓÐLEG AFSTAÐA að vilja afhenda fullveldi
og sjálfstæði að mestum hluta til yfirþjóðlegra stofnanna í Brussel.
Og bara skil þig ekki Sigurður að vera að reyna að verja þetta brauðfóta
skrímsli suður í Brussel í dauðateygjunum, og að vilja að land þitt og hin
fámenna þjóð þín gangi þarna inn.  Bara SKIL ÞIG ALLS EKKI Sigurður minn
jafn skynsamur maður og ég veit að þú ert.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2010 kl. 21:03

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í stað tolla koma Meðlima-Skattar.  Lækkum á hráefnisverði og orku er orðin veruleiki í ljósi nýju gengisskráingarinnar.

Verð til fullvinnsluframleiðslu í EU á hráefnum er ekki frjáls markaður. Heldur saminingsatriði um að halda uppi hagnaði fullvinnslunnar. 

Þjóðir undir meðal tekjum hafa talið sig hagnast í EU, þjóðir sem voru yfir meðaltekjum í EU og komu síðast inn hafa allar tapað til langframa.

Mælikvarðin eru meðaltekjur EU.

Færeyingar eru með 25-30% þjóðartekjur á haus en Íslendingar næstu 30 árin.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Það er EKKI búið að sýna fam á það að ESB aðild rústi íslenskan lanbúnað og sjávarútveg enda er sú fullyrðing rakið kjaftæði. Fullyrðingin um að kvóti okkar Íslendinga fari á "alsherjar uppboð" ESB við inngöngu er líka kjaftæði.

Lífskjör í Portígal, Spáni, Grikklandi og Írlandi bötnuðu verulega við inngöngu í ESB en hafa nú upp á síðkastið versnað mikið vegan aðlþjóðlegrar efnahagskreppu og heimatilbúins vanda vegna vegna lélegrar efnahagsstjórnar þeirra sjálfra. Það getur í besta falli talist mjög ólíklegt að lífskjör þar væru betri en þau eru i dag ef þessi ríki væru utan ESB.

Það er ekkert annað en aumur áróður manna, sem skortir rök fyrir sínu máli að bera það bull á borð að aðild að ESB skerði fullveldi okkar eða sjálstæði.

Það er einnig bull að ESB sé í dauðateygjunum þó vissulega gefi þar á bátinn eins og annars staðar nú um stundir í miðri alþjóðlegri fjármálakreppu.

Ástæða þess að ég við að við Íslendingar göngum í ESB er einmitt sú að ég er skynsamur maður, sem metur kosti og galla ESB aðildar en hlusta ekki á lygaráróður sérhagsmunaaðila, sem eru að berjast fyrir sínum sérhagsmunum gegn þjóðarhagsmunum. Það er ekkert andþjóðlegt við það.

Guðmundur. Hvenær ætlar þú að opna augun og hætta að hlusta á lygaáróður þeirra sérhagsmuaaðila, sem eru að berjast gegn þjóðarhag til að verja sína sérhagsmuni?

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2010 kl. 21:19

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Færeyingar eru með 25-30% hærri þjóðartekjur á haus en Íslendingar næstu 30 árin.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 21:40

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú jú ALLAR STAÐREYNDIR óvilhollar ykkur ESB-sinnum eru kjaftaði. Bara
ein bláköld staðreynd sem þið vogið ykkur að segja kjaftæði en er
BLÁKÖLD STAÐREYND er  þessi: Við inngöngu í ESB fá erlendar úrgerðir að kaupa meirihlutaeign í íslenzkum útgerðum. Við það eitt komast þær yfir kvóta þeirra. Þannig getur kvóti Íslandsmiða Í REYND komist í hendur erlendra aðila innan fárra ára. Og nú er verið að ræða innan ESB að það þurfi ekki eignarhlutdeild til. Heldur gangi ALLUR kvóti ESB kaupum og sölum innan sambandsins. Þetta eru 100% STAÐREYND sem þýðir ekki fyrir þig að  andmæla Sigurður. Staðreynd sem kemur í veg fyrir að Íslendingar geta ALDREI farið þarna inn, því engin þjóð er svo geggjuð að afsala sér sínu fjöreggi.  Nema þá algjörir landráðahundar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2010 kl. 21:54

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þess utan er með andskotans sama hver erigi kvóta Íslandsmiða svo framanlega sem hann er í ÍSLENZKRI EIGU og hver uggi skili sér inn í
íslenzkt hagkerfi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2010 kl. 21:56

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að fullvinnslur núverandi Meðlima-Ríkja hafa nú þegar áunnið sér hefðbundin kvóta hráefna og 1.stig verksmiðsframleiðslu í skilningi EU.

Engin áhugi er að vinna í óarðbærum grunni EU af hálfu EU fjárfesta. Íslendingar fá örrugglega að halda öllu sínu á lágmarksverðum.

Það gildir almennt hjá siðuðum þjóðum grunnurinn skilar ekki hagnaði heldur fyrirtækin sem á honum byggja.

Húsnæði launþega eignast ekki afkvæmi eða eykur tekjur launþega. Grunnur er af eðli YTM stöðugur.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband