Þýzki flugherinn velkominn !


   Vert er að fagna komu þýzka  flughersins  til  loftrýmisgæslu
yfir Íslandi í júní n.k. Þetta er í fyrsta  skiptið  sem þýzki herinn
kemur beint að varnarmálum Íslands. og því sögulegur atburð-
ur.  Hef ætíð talað  fyrir stóruaknum  samskiptum  Íslands og  
Þýzkalands, en Þjóðverjar hafa ætíð verið ein besta vinaþjóð
Íslendinga eins langt og sögur greina. Þjóðverjar eru auk þess
ein af valdamestu þjóðum heims, ekki síst innan ESB. Því eru
sterk pólitísk sambönd við þessa góðu vinaþjóð okkur mjög
mikilvæg,  EKKI SÍST ÞAR SEM  VIÐ  ÆTLUM  okkur að  STANDA
UTAN ESB. Efnahagsleg, menningarleg, pólitísk og hernaðarleg
SAMSKIPTI eigum   við því að stórauka við Þýzkaland í náinni
framtíð. Hefðum betur gert það löngu fyrr áður en til hrunsins
kom.

  Þýzki flugherinn er jafn velkominn til Íslands og breski flug-
herinn var óvelkominn á síðasta ári til loftrýmisgæslu. Enda
hafa Bretar ætíð sýnt Íslendingum óvináttu og yfirgang, eins
og ótal dæmi sanna gegnum söguna.  Þveröfugt við það sem
þýzka þjóðin hefur sýnt okkur.........

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS.
mbl.is Þýski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála... :)

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 30.5.2010 kl. 16:21

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér

Óskar Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Einar B  Bragason

Hjartanlega sammála, Þjóðverjar eru velkomnir hér en Bretar eru óheillakrákur og lítil menni.

Einar B Bragason , 30.5.2010 kl. 17:04

4 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - æfinlega, sem og, þið aðrir, hér á síðu !

Guðmundur - Ólafur Björn - Nafni og Einar !

Þarna; er ég ósammála, ykkur öllum, ágætu drengir.

Þýzkaland; ásamt Frakklandi og Bretlandi, er burðarás, í ESB; sem aftur, er ein meginstoða NATÓ, og þeirra Pentagon manna, hverjir; eru núna, þessa dagana, að espa til ófriðar, austur á Kóreu skaga, fyrir utan annað brölt þeirra, gegnum tíðina.

Og; núna kynda þeir undir óvild, í garð Persa (Írana), þessi misserin einnig, sökum meintrar kjarnorkovopna væðingar þeirra.

Því; teljast komur flugsveita Þjóðverja hingað - óvina fagnaður einn.

Það er; svo mikill óravegur, frá Þýzkalandi lista og menningar, til þess stríðsjálkaháttar, sem plagar það ágæta land, með öðrum vestrænum heimsvaldasinnum samtíma okkar, því miður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:56

5 identicon

Bíddu, er sannað að NATO sé að "espa til ófriðar, austur á Kóreu skaga"...? Ertu fyrr tilbúinn að trúa Kim Jong-il og samsæriskenningum heldur en rannsóknum og ásökunum Suður-Kóreumanna?

Auðvitað vill heldur enginn að Íranar hugsanlega þrói sér kjarnorkuvopn, og ekki halda að Ahmadinejad sé ekki nógu valdagráðugur til að reyna slíkt. Annars er held ég enginn að hrópa eftir innrásum, hvorki inní Norður-Kóreu né Íran; sá fyrrnefndi ræður yfir kjarnorkuvopnum og upplausn í Íran myndi held ég endanlega sprengja púðurtunnuna sem eru Miðausturlöndin. Þetta held ég, ég get ekki verið viss, ekki fremur en þú með þínar ályktanir, Óskar.

Með bestu kveðjum.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:02

6 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Brynjar !

Jú; reyndar, eru fyrirætlanir NATÓ/ESB/AGS samsteypunnar, mun víðtækari, en flesta órar fyrir, ágæti drengur.

Hergagna framleiðendur; þurfa jú, að koma afurðum sínum í lóg - og má þeim, í léttu rúmi liggja, aðferðafræðin; hvað þá, staður eða stund, hverju sinni, sem við þekkjum dæmin um, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband