Sósíaldemókratar grassera enn í Framsókn


   Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknar
um flokksforystu framsóknarmanna sýnir að enn grassera hin
andþjóðlegu sósíaldemókrataísku viðhorf í Framsókn. En eins og
kunnugt er þá er Guðmundur fyrrverandi Samfylkingarmaður  og
mikill ESB-sinni.  Þá er oddviti framsóknarmanna í nýafstöðnum
borgarstjórnarkosningum sósíaldemókrati í hjarta sínu, mikill
ESB-sinni og talsmaður vinstrisinnaðra skoðana. Sem þýddi að
enginn heilvita  ESB-andstæðingur kaus flokkinn, en mikil and-
staða innan grasrótar Framsóknar er við  ESB-aðild.

   Þetta sýnir að enn er Framsókn helsjúk af ESB-veirunni. Og
meðan menn eins og Guðmundur Steingrímsson fyrrv.aðstoðar-
maður Dags B Eggertssonar vara-formanns Samfylkingarinnar,
fær að flagga þingmannsstöðu á vegum Framsóknar, mun Fram-
sókn aldrei ná að endurreisa sig, eða áskapa sér þjóðlegan trú-
verðugleika.

   Fjórflokkurinn var rassskelltur í nýafstöðum kosningum. Flokka-
kerfið er í uppnámi, sem kallar á uppstokkun þess frá grunni.

   Hér er enn og aftur kallað á ÞJÓÐLEGAN BORGARALEGAN
flokk almennings á Íslandi. Flokk sem þjóðin geti 100% treyst
í því að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, almanna-
hagsmuni, þjóðmenningu og þjóðleg gildi og viðhorf.

  ÁFRAN ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Gagnrýna þingmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband