Afstaða utanríkismálanefndar nú ólík við árás Breta á Ísland 2008
2.6.2010 | 12:53
Það er stórmerkilegt að nú skuli meirihluti utanríkismálanefndar
hrökkva við og jafnvel álykta um möguleika á slit stjórnmálasam-
bands við Ísrael, vegna árása Ísraelshers á tyrknesk skip með
hjálpargögn til Gaza. Stórmerkilegt í ljósi ALGJÖRS VIÐBRAGÐS-
LEYSIS þessarar sömu utanríkismálanefndar, utanríkisráðherra
og ríkisstjórnar þáverandi og núverandi við einstakri glæpaárás
breskra stjórnvalda á Ísland í formi hryðjuverkalaga gegn íslenzkri
þjóð árið 2008. Þá var ekki einu sinni sendiherra Íslands kallaður
heim, hvað þá að stjórnmálasambandi við Bretland væri slitið.
En nú froðufella þessir sömu menn vegna atburða langt út í heimi,
já ÞEIR SÖMU og hreyfðu hvorki legg né lið þegar sjálft föðurland
þeirra varð fyrir ótrúlegri ósvifni árás breska stjórnvalda á
íslenzka þjóðarhagsmuni árið 2008.
Þessi hræsni er alveg með ólíkindum. Að sjálfsögðu ber að
mótmæla harðlega framferði síonistanna í Ísrael. Enda mistök
að Ísland skyldi hafa viðurkennt þetta hryðjuverkaríki síonista
á sínum tíma. Það breytir þó ekki þessari yfirgengilegri hræsni
utanríkismálanefndar, sem ályktar nú um árás út í heimi hót-
andi stjórnmálaslitum, en horfði gjörsamlega fram hjá stórfeldi
hryðjuverkaárás breskra stjórnvalda á sjálfa þjóðarhagsmuni
Íslendinga haustið 2008.
ALVEG MEÐ HREINUM ÓLÍKINDUM!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Íhugi að slíta stjórnmálasambandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.