Verður ESB umsóknin dregin til baka fyrir 17 júní ?


    Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf í skyn
á Útvarpi Sögu í morgun að von væri á tillögu á Alþingi um að
umsókn að  ESB  yrði  dregin  til baka.  -  Og það fyrir 17 júní.
En einmitt 17 júní hyggst ESB hefja aðildarviðræður við Ísland,
eins smekklegt og það nú er.  Vonandi  að  Óli  Björn  reynist
sannspár í þessum efnum og SJÁI ÞÁ TIL ÞESS AРSVO VERÐI! 
Því  það  er  ekki  bara vegna þess að  yfirgnæfandi  meirihluti 
þjóðarinnar  er  andvígur ESB-aðild að ástæða er til að draga
umsóknina til baka, og  að  kostnaðurinn  við  þetta  bjölluat í
Brussel er óbærilegur fyrir tóman ríkiskassann. Heldur og ekki
síður vegna þess að Alþingi var beitt  stórkostlegum  BLEKK-
INGUM þegar umsóknin var samþykkt.  Því eins og  Óli Björn
benti á er hér um AÐLÖGUNARFERLI að ESB að ræða en EKKI
venjulega umsókn. Allt stjórnkerfi Íslands  skal  breytt  til sam-
ræmis  við kröfur ESB  ÁÐUR en nokkur niðurstaða er fengin úr
viðræðunum.  Hvað þá úr niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.
ÞVERT  Á ÞAÐ sem  Alþingi  samþykkti.  Blekking Samfylkingar-
innar var og er því ALGJÖR í þessu máli, bæði gagnvart þjóð 
og þingi. Því verður á ekki annað trúað en að ALLIR ESB-and-
stæðingar á  Alþingi  sameinist í  næstu viku um að þessi maka-
lausa ESB-umsókn verði  dregin  til  baka.  Og sendi þar með
skýr skilaboð til Brussel um  að umsóknin  hafi verið frá upphafi
marklaust bjölluat byggt á stórkostlegum blekkingum gagnvart
þjóð og þingi.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband