Pólitískur skandall Sjálfstæðisflokksins heldur áfram


   Pólitískur skandall Sjálfstæðisflokksins heldur áfram. Gerist nú
þátttakandi í sirkus Jóns Gnarr í höfuðborginni ásamt Samfylking-
unni. Hanna Birna oddviti sjálfstæðismanna gerist nú  nokkurs
konar Soffía frænka í Kardimommubæ Jóns Gnarr og félaga. Þetta
vekur enn upp spurninguna um á hvaða vegferð Sjálfstæðisflokkur-
inn er. Alla vega ekki á þeirri vegferð sem ábyrgir borgarasinnaðir
kjósendur vilja sjá hann vera á í dag.

   Þetta hlýtur enn og aftur að veikja upp spurninguna á algjöru
uppgjöri á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Sjálfstæðisflokk-
urinn sem löngum átti að vera brjóstvörn þjóðlegra borgaralegra
viðhorfa og gilda er alls ekki það lengur. Orðinn að einskonar leik-
soppi vinstriaflanna, og nú bætast stjórnleysingjar úr svokallaða
,,Besta flokki" við.   Það var meiriháttar  pólitískur  skandall þegar
Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Samfylkingunni. Al-
gjörlega afdönkuð vinstristjórn með ESB-aðild á stefnuskrá er  af-
kvæmið. Og nú á að endurtaka sama skandalinn með því að gerast
þátttakandi í meiriháttar pólitískum sirkus sósíaldemókrata og
anarkista í sjálfri  höfuðborg Íslands. -  Vegir Sjálfstæðisflokksins
virðast því liggja í allar áttir. ALGJÖRT tómarúm og upplausn  er
því á hægri kantinum í dag, enda stjórnleysið á Íslandi og aga-
leysið eftir því.

    Stofnun borgaralegs stjórnmálaflokks á þjóðlegum grunni, sem
ÓHIKAÐ tekst á við hin óþjóðhollu vinstriöfl og aðra stjórnleysingja
er því krafan frá hægri í dag. Já ÁTAKASTJÓRNMÁL við þennan óþjóða-
líð sem lætur ekki einu sinni 17 júní þjóðfrelsisdag Íslendinga í friði.

   Dagar Sjálfstæðisflokksins sem brjóstvörn borgaralegra þjóðlegra
afla á Íslandi eru liðnir.  Uppákoman og skandallinn í Reykjavík í
dag undirstrikaði það.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
 

 


mbl.is Jón Gnarr með lyklavöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Voðalega liggur illa á þér. Hanna Birna er vinsælasti sjálfstæðismaðurinn á Íslandi í dag! Ekki innan eigin flokks þó! Þú ert alltaf að tala um nýjan flokk. Hvenær ætlar þú að stofna hann?

Björn Birgisson, 15.6.2010 kl. 20:04

2 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas  -sem og, Björn Ísfirðingur og aðrir !

Þakka mætti fyrir; yrði þetta skemmdarverka greni, og dauðýfla bæli;; ''Sjálfstæðisflokkurinn'', upprættur, VARANLEGA.

Á eftir; kæmu svo, til sömu meðferðar, B - S og V lista hörmungarnar, fornvinur góður.

Við hefðum þá; einhverju að fagna, þjóðfrelsissinnar ! 

Mðe beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Óskar. Björn, já Hanna Birna er voðalega vinsæl hjá ykkur vinstrisinnum. Ekki að furða. Enda kannski sósíaldemókrati eins og fyrrverandi vara-formaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.6.2010 kl. 20:43

4 identicon

Sammála Birni. Ég held að menn séu að gera allt of mikið úr þessu. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er enn sú sama og megnið af ábyrgðinni hvílir enn á herðum stjórnarmeirihlutans.

SjonniG (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 20:52

5 identicon

Kjarni málsins er að TRÚÐAR hafa tekið við völdum í höfuðborginni.

 Hryggilegt að sjá borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins leiða trúðana til hásætis.

 Kardimommubærinn orðinn að veruleika !

 Guð blessi Reykjavík !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Stofnaður verður harðkjarna þjóðernisflokkur innan tíðar. Engin spurning.

Davíð Þ. Löve, 15.6.2010 kl. 21:03

7 identicon

Hvaða kellingavæll er í gangi? Er ekki lágmark að leyfa "trúðunum" að sanna sig (eða afsanna eftir atvikum) áður en rekið er upp ramakvein??? Svo fannst mér bara gott hjá Hönnu huggulegu fyrir kosningar, að lýsa sig tilbúna til að vinna með öllu góðu fólki...

Sveinn (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 21:47

8 identicon

Þú hefur rétt fyrir þér ef ekkert uppgjör verður á landsþingi Sjáfstæðisflokksins þá verður hann aðeins flokkur ósavífinna auðmanna, ef Guðlaufur Þór kemst upp með 25millj. kr kaupin á framboði sínu. Fleiri má nefna,Tryggvi Þór þarf sð svara fyrir Mynski skýrsluna þar sem hann fegraði efnahagsástandið fyrir hrun sem prófessor og hlutlaus fræðimaður við Háskólann ásamt Mynsky prófessor. (sjá rannsóknarskýrlsuna) Þá er ´sjálfst

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:10

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjálfstæðisflokkurinn er mafía. Nú keppast glæpamenn landsins að bera upp á eina mannin með viti á Íslandi, Jón Gnarr, sakir sem þeir sjálfir eru sekir um. Það verður gaman að heyra vælið í þessu hyski sem ekki vill neina breytingar þegar Jón Gnarr mun gefa kost á sér sem forsætisráðherra. Hann mun vinna þær kosningar. Hann er bara tregur að gefa kost á sér enn það stendur vonandi til bóta.

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband