Hægrisveifla að hefjast
2.7.2010 | 00:35
Skv. nýjustu skoðanakönnun virðist hægrisveifla vera að
hefjast í íslenzkum stjórnmálum. - Og er tími til kominn, enda
við völd ömurlegasta ríkisstjórn vinstrimanna sem sögur fara
af. Hins vegar er það alls ekki æskileg þróun að Sjálfstæðis-
flokkurinn hagnist á slíkri sveiflu. Flokkur sem ber höfuðábyrgð
á hruninu. Flokkur sem leiddi sósíaldemókrataismann til valda,
með þeim hrikalegum afleiðingum að þjóðin situr nú uppi með
HREINRÆKTAÐA afdankaða vinstristjórn. Og enn heldur Sjálf-
stæðisflokkurinn að svíkja hin borgaralegu öfl með því að sitja í
hásæti borgarstjórnar hjá vinum sínum í Samfylkingunni og
óábyrgum grínistum og stjórnleysingjum. Slíkum flokki er
erfitt að treysta með slíka sögu að baki!
Því er vonandi að ALVÖRU borgarasinnað afl á þjóðlegum
grunni komi nú ákveðið fram og gerist afgerandi val á hægri
kanti íslenzkra stjórnmála. Flokkur sem ALMENNINGUR á Ís-
landi getur 100% treyst. Og ekki síður í þjóðfrelsis- og full-
veldismálum, og gegn erlendri kúgun svr. Icesave!
Vísir að slíku er nú í gerjun. Spurning hver verður sem fyrst
AFGERANDI á hægri kanti íslenzkra stjórnmála nú þegar hægri-
sveiflan er í uppsiglingu. Kannski HÆGRI GRÆNIR?
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Sjálfstæðisflokkur í sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hægri þjóðernisflokkur, Ísland gegn heiminum? Stutt í pópúlíska millistríðapólítík þaðan.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:49
Rugl og bull Carlos. Já meiriháttar rug eins og í öllum öfgasinnuðum alþjóðahyggjumönnum. Að vilja standa utan 28 ,,ríkja" miðstyrðs bákns
í Brussel, en vera í hópi 156 fullvaldra og frjálsra ríka í heiminum, er EKKI
,,Ísland gegn heiminum" heldur ÞVERT Á MÓTI. Ísland með heiminum! Svo
ætla ég að benda þér á að þótt þú farið í gegnum einasta pistil minn hér
munt þú HVERGI finna kynþáttar og þjóðernishyggju skrif. Maður getur nefnilega orðið RASISTI gegn sinni eigin þjóð eins og fjölmargir alþjóðasinnar. Ber virðingu fyrir ÖLLUM kynþáttum og þjóðum, enda
ÞJÓÐFRELSISSINNI, ekki bara fyrir mína eigin þjóð, heldur ALLAR aðrar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.