Umboðslaus Steingrímur fagnar viðræðuum um Icesave!


   Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra segist fagna viðræðum
um Icesave. Um hvað? Veit ekki þessi sami Steingrímur að þjóðin
hafnaði Icesave 6 mars s.l ? Í hvers umboði fara þá þessar viðræð-
ur fram? EKKI Í UMBOÐI ÞJÓÐARINNAR svo mikið er víst. Og ætlar
svo stjórnarandstaðan að vera þátttakandi í slíkum umboðslausum
viðræðum við  nýlenduþjóðirnar í ESB, Breta og Hollendinga? Við-
ræðum  um ólögvarðar  kröfur  sem  útrásarmafíuósar  stofnuðu til
SEM ER ÞJÓÐINNI ALGJÖRLEGA ÓVIÐKOMANDI!

   Þessi vinstristjórn er alveg ótrúlega ÓSVIFIN!  Fyrst Icesave stór-
svikin þar sem hún ætlaði að hneppa íslenzku þjóðina í stórkostlegt
skuldafangelsi í heila öld, með tilheyrandi fátækt og eymd. Bara vegna
aumingjaskapar  gagnvart  erlendu  valdi og til að fá gott veður inn í
ESB Samfylkingar og Vinstri grænna. Og svo núna takandi stöðu með
bankamafíunni á Íslandi sem búin er að stunda ÓLÖGMÆT bankavið-
skipti gagnvart þúsundum skuldara í heilan áratug. Þetta er ótrúlegt!
Með ólíkindum! Og allt undir formerkjum vinstrimennskunnar á Íslandi!

   Er ekki kominn tími til að þjóðin rísi nú upp og segi HINGAÐ EN EKKI
LENGRA!

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
mbl.is Fagnar viðræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu hvenær hafnað þjóðin að semja um Icesave? Hef ég misst af einhverju? Man bara að Ólafur forseti neitaði að skrifa undir ákveðinn samning en sagði um leið að við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar m.a. vísaði hann í að fyrri afgreiðslu Alþingis frá því í ágúst 2009 sem tæki þá gildi. (sem reyndar ekki reyndist rétt) Það hefur enginn sagt að ekki yrði samið!  Menn vilja bara hagstæðari kjör.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þjóðin hafnaði Icesave 6 mars s.l í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn
fáránleikans á Íslandi hefði þátt átt að hundskat til að segja af sér Magnús.
Höfum staðið við okkar ALLAR SKULDBINDINGAR Magnús! Því er um EKKERT
að semja. Nema einhvern inngöngumiða í ESB  sem tengjast kúgunarkröfum Breta og Hollendinga. Nei Magnús. Það verður ALLSHERJAR
UPPREISN vogar þessi andþjóðlega ÖMURLEGA vinstristjórn að skrifa upp á
annan Icesave þjóðsvikarsaming!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.7.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband