Stjórnarmaður Heimssýnar á villigötum !


   Bjarni Harðarson stjórnarmaður í Heimssýn  spyr á bloggi
sínu  í  dag  hvers vegna  eigi að  draga  umsóknina að ESB til
baka? Hvers vegna umsóknarferlið eigi ekki að hafa sinn gang?
Og svo eigi þjóðin síðasta orðið.

   Furðuleg  afstaða  Bjarna, en  þar  sem hann er í hinum ESB-
sinnaða  flokki  Vinstri grænum og styður  þar  með  hina  ESB-
sinnuðu ríkisstjórn vinstrimanna, eru þessar furðulegu spurn-
ingar hans skiljanlegar.

    Bjarni, sjálfur stjórnarmaður í Heimssýn, virðist enn ekki
hafa fattað, að Alþingi Íslendinga var stórkostlega blekkt  í
fyrra þegar það var látið samþykkja svokallaða aðildarumsókn
að ESB. Því komið er á daginn að um AÐLÖGUNARFERLI er að
ræða, en ekki umsókn. AÐLÖGUNARFERLI, með aðlögun allra
stjórnarhátta íslenzks stjórnkerfis að stjórnkerfi ESB verður
nú sett í gang. Um eiginlegar samningarviðræður eða samning
verður því alls ekki að ræða. Þannig að eftir nokkra mánuði og
misseri standur íslenzk þjóð frammi fyrir orðnum hlut. AÐILD
AÐ ESB!  Án þess að hafa um það nokkuð að segja!

   Já furðulegt að hinn ágæti Bjarni skuli ekki skilja þetta, þar
sem samflokksmaður hans og formaður Heimssýnar segist
vilja draga umsóknina til baka. Á þeim forsendum sem hér
hafa verið nefndar.

   Já á hvaða villigötum er Bjarni Vinstri grænn?  Vegir Vinstri
grænna í Evrópumálum eru svo sannarlega órannsakanlegar!

   En hvað með stjórn Heimssýnar?  Samþykkir hún og leggur
blessum sína yfir svona ESB-sinnaðar skoðanir?

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er þó gott til þess að vita að það er einn með heila hugsun í þessu stórundarlega félagi ykkar.

Hægri grænir ? hehe maður fær óstöðvandi hláturkviðu við að sjá þetta orð.

Svona eins og ....Dumb-Dumber..

hilmar jónsson, 24.7.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil vel Hilmar minn að þið Vinstri grænir séuð óglatt, búinir að gleypa allt
niður í ykkur sem þið þóttust standa fyrir.  Gjörólíkt við okkur í Hægri grænum.  ÞAR SKULU ORÐ STANDA og framkvæmt eftir því!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 13:18

3 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas - og aðrie gestir hans, hér á síðu !

Guðmundur Jónas !

Eins; og ég gat um, á síðu minni, fyrir stundu, væri ekki lakara, að Hægri grænir gæfu út; afdráttarlaust, fyrir hvað þeir vilji standa - og; hvaða breytingum þeir hyggist beita sér fyrir, hérlendis, á komandi misserum.

Hilmar minn !

Við báðir; ég og þú, mættum þakka fyrir, að búa yfir þeim andans krafti, sem umvefur fornvin minn; Guðmund Jónas - og er þér lítt til sæmdar, að sproksetja hann, eða hæðast að honum, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:28

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessa fáránlegu uppákomu í þinginu þegar svipulið Jóhönnu og Steingríms neyddu þingmen sína til að breyta gegn sannfæringu sinni, átti náttúrulega að kæra til lögreglu, en það er kennt að svo skuli gera ef nauðung er höfð við eða lög eru brotin. 

Eins og stefnan er núna þá er nákvæmlega sama svipu keyrið að verki og þar stöndum við dag einn að eiga engan annan kost en þann sem upp er stillt án vals.  Ef við samþykkjum það ekki þá smellur svipan hennar ESB Jóhönnu og skástífu hennar. 

Stjórnar andstaðan rær ánægð í sínum potti og svarar sæmilega gáfulega sé hún spurð, en forystan þar hefur ljóslega aldrei haldið á skóflu, hvað þá páli.  

En óttalega er þetta frumstætt og leiðinlegt lið sem aldrei getur rolað úr sér orði öðruvísi en að kvaka með hehe.


Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2010 kl. 14:47

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sé Óskar að formmaður Hægri grænna hefur upplýst þig um flokkinn, á
bloggsíðu þinni. Og hvet þig til að koma til liðs við okkur.

Hrólfur, held reyndar að enginn se neyddur til eins eða neins í svona
stórmáli. Staðreyndin er að VG er af sama sauðarhúsi og sósíaldemókratarnir, mjög andþjóðlegir eins og sönnum vinstrimönnum
sæmir, og því kokgleyptu þeir ESB-umsóknina, eins og Bjarni, sem
vill óður nú líka  halda AÐLÖGUNARFERLINU að ESB áfram.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband