Kosningar, hreinsun og uppstokkun stjórnkerfis !


   Krafan um kosningar, hreinsun og uppstokkun í íslenzkum
stjórnmálum, stjórnkerfi, fjármálastofnunum og eftirliti hlýtur
að vera  aðal niðurstaðan af starfi þingmannanefndar Alþingis
í gær. Ríki og þjóð getur ekki afborið deginum  lengur stjórn-
mála- og embættismannastétt sem rúnir eru öllu trausti. Enda
fóru fram alþingiskosningar þegar allt of skammur tími var liðinn
frá einu mesta efnahagslegu hruni Íslandssögunar, og þótt
víðar væri leitað. Þær þurfa því að fara fram nú í haust.

   Stjórnarfarið á Íslandi hefur líka frá hruni einkennst af meiri-
háttar stjórn-og agaleysi, fyrirhyggjuleysi, og umfram allt aula-
hætti, og andþjóðlegum viðhorfum. -  Þjóðin er því bálreið og
krefst  þess að spilin verði stokkuð upp á ný. HENNAR VEGNA!!!!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND!

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.........
    
mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitthvað stöðvar mig við að taka undir ávarp þitt í lok þessarar færslu þinnar Guðmundur- það er önnur saga og á ekki að skipta máli.

En ég auglýsi eftir röksemdum sem hrekja mig frá því að taka undir hvert orð í þessum stutta pistli þínum fram að því.

Sá tími verður að vera að baki að kjósendur sætti sig við að láta heimsku, vanhæfni og lýðræðisofbeldi meirihluta Alþingis yfir sig ganga hægt og hljótt.

Vond reynsla um áratugi á beinlínis að skila sér í virkum aðgerðum í lýðræðislegri stjórnskipan uppýstra samfélaga.

Árni Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband