Kosningar í haust! - Eru Hægri grænir nú valkostur til hægri ?


   Hvað á maður að halda þegar báðir Hrunflokkarnir  eru í
þann veginn að ná samkomulagi að hruna yfir þingmanna-
nefndina, og gera hana ómarktækja hvað ráðherraábyrgð
varðar? Liggur ekki endurlifguð Hrunstjórn í loftinu?  Til að
koma í veg  fyrir  slíkt  pólitískt  slys VERÐA þingkosningar
að fara fram í haust. - Núverandi  Alþingi  og því síður ríkis-
stjórnin undir forystu eins af hrunráðherrunum veldur engan
veginn starfi sínu, og ber því að víkja.

  Í komandi þingkosningum þarf að fara fram allsherjar póli-
tísk hreinsun og uppstokkun. Nýtt fólk og nýir flokkar þurfa
að koma fram og láta til sín taka. Á hægri kanti íslenzkra
stjórnmála þarf að fara fram uppgjör. Sjálfstæðisflokkurinn,
sem ber mesta ábyrgð á hruninu, hefur misst allan trúverð-
ugleika, ekki síst með ömurlegri afstöðu sinni á Alþingi  nú
síðustu daga í kjölfar niðurstöðu þingmannanefndarinnar.
Mikill fjöldi þjóðhollra og heiðarlegra borgarasinnaðra kjós-
enda getur því með engu móti  kosið  eða  stutt flokk eins 
og Sjálfstæðisflokkinn, sem er rúinn öllu trausti og með stór-
laskaða ímynd eftir eitt mesta efnahagshrun í sögu þjóðar-
innar. Nýr flokkur á grundvelli hinna borgaralegu gilda með
þjóðleg viðhorf að leiðarljósi þarf því að koma til og  taka
forystu á mið/HÆGRI kanti íslenzkra stjórnmála.  

  HÆGRI GRÆNIR eru nýr flokkur stofnaður 17 júní s.l nú með
á annað þúsund félagsmenn. Því á sú spurning fullkomlega
rétt á sér hvort þessi nýji flokkur sé nú  raunverulegur val-
kostur til hægri í dag?  Ítarleg stefnuskrá liggur fyrir,  og er
flokksuppbygging í fullum gangi. Því er hér með skorað á alla
þjóðholla borgarasinna að kynna sér hið nýja  hægri afl, og
taka þátt í uppbyggingu þess. Því stjórnleysið og upplausnin
á Íslandi verður að linna. Þar hefur m.a Sjálfstæðisflokkurinn
brugðist gjörsamlega!  Hrekja verður hin andþjóðlegu vinstri-
öfl frá völdum sem allra fyrst, svo að tiltrúin á hina ÍSLENZKU
FRAMTÍÐ geti vaxið á ný. Því án hennar verður ekkert Ísland!

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

    Tilvís HÆGRI GRÆNIR á facebook.

  
mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta!

anna (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 00:56

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott að fá fleiri valkosti á væng skynseminnar í Íslenskum stjórnmálum. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki unnið nógu vel úr sínum málum eftir hrunið. Enn eru of margir af hinum svokölluðu "spilltu" stjórnmálamönnum þar í ábyrgðarstöðum, þó vissulega hafi orðið nokkur endurnýjun.

Framsókn tók að hluta á sínum málum fyrir síðustu kosningar, en ekki nándar nærri nóg. Síðan hefur lítið gerst þar. Verst er þó að nokkrir gamlir áhrifamenn þar eru enn að dufla við ESB. Meðan svo er, er sá flokkur utan míns áhuga.

Hægri grænir er því spennandi kostur. Nú er kominn tími til að þið farið að verða sýnilegri, við kjósendur þurfum að fá að vita hverjir eru í forsvari og fyrir hvað flokkurinn stendur. Til að geta gert sér grein fyrir kostunum þurfum við að fá að fylgjast betur með. Það er hætt við að hugsandi fólk sé ekki tilbúið að kjósa flokk sem kemur fram í sviðsljósið rétt fyrir kosningar, það hafa sennilega margir brennt sig á slíku í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Hvorki kjósendum né ykkur nægir að vera fyrst og fremst á bloggsíðum og fésbókinni.

Gunnar Heiðarsson, 22.9.2010 kl. 07:56

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Gunnar. Sammála. Veit að öllu þessu er hugað hjá Hægri grænum í dag. En nýtt hægriafl á mikla möguleika í dag ef vel yrði staðið að því.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2010 kl. 21:05

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vonandi verður þessi kostur í boði í öllum kjördæmum.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Veit að það er stefnan að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband