Sjálfstæðisflokkur og Framsókn taka þátt í ESB-ferlinu


   Með því að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn taki fullan þátt
í sameiginlegri þingmannanefnd ESB og Alþingis undirstrika
þeir stuðning sinn við ESB-aðlögunarferlið. Sem þýðir að ESB-
andstæðingar geta alls ekki treyst þessum flokkum í Evrópu-
málum.   Ekki kemur á óvart að hinir ESB-sinnuðu Vinstri græn
og Hreyfingin skipi þingmenn í nefndina. Flokkar sem opinber-
lega styðja ESB-aðlögunarferlið.

   Það kemur á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn skuli taka þátt
í ESB-þingmannanefndinni, hafandi flokkssamþykkt fyrir því
að ESB-aðlögunarferlið verði tekið aftur. Þarna á algjörlega
að hunsa flokkssamþykktir flokksins. Þarna hefur enn og
aftur aðal sósíaldemókratinn í flokknum, Þorgerður Katrín
haft sitt fram. Formaðurinn lúffar algjörlega og skipar hana,
yfirlýstan ESB-sinna, í nefndina.

   Enn og aftur kemur í ljóst fyrir þörfina á öflugum og sterkum
hægriflokki á þjóðlegum grunni til að takast á við hin hættu-
legu andþjóðlegu öfl. Sjálfstæðisflokkurinn er GJÖRSAMLEGA
handónýtur í þeim efnum, eins og í svo mörgum öðrum. Enda
sá flokkur sem mesta ábyrgð ber á einu mesta efnahagshruni
Íslandssögunar.

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!


  Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook........
mbl.is Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju enginn yfirlýstur ESB andstæðingur í þingmanna nefndinni? Hefði vilja sjá Ásmund Daða, Jón Bjarna , Sigurð Kára þarna!

Palli (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Góð spurning Palli!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.10.2010 kl. 15:42

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Veljast ekki þeir í þessa nefnd sem vilja komast á spenann hjá ESB, sumir til að fá þægilegan stól að sitja í og þiggja laun fyrir hellst enga vinnu, en aðrir til að komast á brott frá landinu til að forðast að taka á hneykslismálum sem því fylgir hér heima.

Gunnar Heiðarsson, 5.10.2010 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband