ESB er að rústa tilgangi stjórnlagaþings!


  Kosningar til  stjórnlagaþings  eru  nú  að  breytast úr því að
endurskoða stjórnarskrá  Íslands, í  það að  vera kosning  um
fullveldi og sjálfstæði Íslands.  Því  nú  er  komið á daginn  að
Samfylkingin  og  aðrir ESB-sinnar ætla að yfirtaka stjórnlaga-
þingið til að tryggja að öll fullveldisákvæði sem koma í veg fyrir
ESB-aðild verði þurrkuð út úr stjórnarskrá. Alvarlegast er þó það
að ESB hyggst bera fé á þá frambjóðendur sem styðja ESB-aðild
með  beinum  fjárstuðningi.  Þar með er ESB að rústa tilgangi
stjórnlagaþings! -  Og þar með er um að  ræða eina   grófustu
íhlutun erlends aðila í innanríkismál Íslands á lýðveldistímanum.

   Var  frá upphafi  andvígur  þessu  stjórnlagaþingsbrölti. Bæði 
er undirbúningur þess í skötulíki  og  tímasetningin  kolröng. En
fyrst  lönguvitleysa  Jóhönnu  Sig  og ESB-trúboðs hennar náði
fram að ganga, geta fullveldissinnar og þjóðfrelsissinnar  EKKI 
setið hjá. Því þarna er fyrsta orrustan um Ísland að hefjast, þar
sem kjósendur á Íslandi taka þátt í henni  með beinum hætti.

  Vonandi er þess vegna að sem flestir þjóðfrelsissinnar gefi kost
á sér, svo hinn almenni þjóðfrelsissinni á Íslandi geti kosið þá. Til
að tryggja að ráðabrugg hinnar andþjóðlegu Samfylkingar og allt
hennar ESB-sinnaða landssölulið nái ekki fram að ganga. Heldur
að fullveldisákvæði hinnar íslenzku stjórnarskrár verði þvert á móti
enn HERT og STYRKT til mikilla muna frá því sem nú er.

   Stríðshanska  ESB-sinna  hefur  verið kastað. -  Þeim verður nú
SVARAÐ Á VIÐEIGANDI HÁTT! Framtíð Íslands er í veði!

  FRAM FRAM FYLKING ÞJÓÐFRELSSINNAR!!!!!!!

  ÁFRAM ÍSLAND. EKKERT ESB, SCHENGEN, ICESAVE nÉ AGS!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú til í að þýða þennann texta þinn á íslensku  því ég skil ekki þetta sem þú skrifaðir.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 02:05

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Guðmundur.

Er þér hjartanlega sammála. 

Sundrungarstjórnmálin halda áfram af fullu afli.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 07:03

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá tekur þetta stjórnlagaþing ekki ákvörðun um breytingu stjórnarskrárinnar heldur gerir Alþingi það og þarf að halda kosningar á milli. Það eitt geir þessa grein þína svo kikið kjaftæði að það hálfa væri nóg.

Í öðru lagi er tekin ákvörðun um inngöngu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki á stjórnlagaþingi. Verði innganga samþykkt verða í kjölfarið gerðar þær breytingar á stjórnarskránni, sem til þarf. Það hvort þau ákvæði, sem hindra aðild séu felld út núna eða hert breytir því engu í því sambandi.

Í þriðja lagi þá væri ágætt að þú kæmir fram með eitthvað til að bakka upp þá fullyrðingu þína að ESB sé að styrkja tiltekna frambjóðendur til þessa stjórnlagaþings. Hvað hefur þú fyrir þér í því?

Í fjórða lagi þá tapar Ísland hvorki sjálfstæði sínu né fullveldi við inngöngu í ESB. ESB eru einfaldlega samtök 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja. Það tengist því á engan hátt vörn á sjálfstæði eða fullveldi Íslands að berjast gegn ESB aðild. Með slíkum fullyrðingum eruð þið ESB andsæðingar að skreyta ykkur með stolnum fjörðum.

Sigurður M Grétarsson, 17.10.2010 kl. 10:12

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er nú ekki rétt hjá þér Sigurður Grétar

Þegar lönd ganga í ESB tapa þau:

  • Tapa öllu fullveldi í peninga, vaxta og myntmálum og er skylt að leggja iður sína eigin mynt og meiga ekki gefa út eigin mynt
  • Tapa öllu fullveldi yfir fiskveiðum og landbúnaði
  • Tapa öllu fullveldi yfir viðskiptum
  • Tapa öllu fullveldi yfir yfirráðarétti yfir æðstu löggjöf
  • Tapa öllu fullveldi yfir lagasmíðum
  • Tapa stórum hluta fullveldis yfir refsilöggjöf
  • Tapa næstum öllu fullveldi yfir löggjöf atvinnumarkaðar
  • Tapa næstum öllu fullveldi yfir viðskiptaeftirliti 
  • Tapa hluta af fullveldi í skattmálum
  • Tapa öllu fullveldi yfir utanríkisstefnu
  • Tapa stórum hluta fullveldis yfir varnarmálum
  • Tapa stærstum öllum hluta fullveldis í innflytjenda og flóttamannamálum

Það er ekki mikið eftir af fullveldi landa sem gangast undir þetta. Enda er það tilgangurinn. Að innlima lönd í þetta nýja komandi stórríki Evrópusambandsins. Þau lönd sem ganga þarna inn komast aldrei lifandi þaðan út aftur. Þetta gæti þýtt endalokin fyrir íslensku þjóðina. Ég er ekki tilbúinn að fórna landi mínu fyrir eina rauða papriku og bláan tittlingaskít á gulu priki.

Það getur vel verðið að þú sért tilbúinn í þetta Sigurður Grétar. En ég fylgi þér ekki í þetta þjóðarsjálfsmorð. 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gunnar þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér:

Það eru aðeins þau lönd sem vilja taka upp Evru eða tengjast henni sem ákveða að afsala sér stjórn á gengismálum sínum. Og ekki einu sinni þau. Sjáðu t.d. Grikkland sem hagaði sér eins og við þrátt fyrir að vera með evru.

Ekkert land í Evrópu hefur misst yfirráð yfir viðskiptum sínum. Þau hinsvegar gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB sameiginlega.

Öll lönd í ESB hafa sína eiginlöggjöf. Þau sameinast aðeins um lög á ákveðnum sviðum.

Þar sem við höfum ekki grannríki varðandi fiskimið og veiðar þá afsölum við okkur engu í raun. þar sem við komum til með að ganga eftir því að við höfum full yfirráð yfir okkar fiskveiðiauðlindum.

Og varðandi refsilöggjöf og æðstu löggjöf þá er þetta bara ekki rétt hjá þér. Það eru ekki sömu lög í öllum ESB ríkjum.

Og svona gætum við haldið áfram í allan dag.

Finnst algjörlega óþarfi fyrir þig sem hefur búið í Danmörku um áratuga skeið að vera að halda slíku fram. Veist eflaust betur og t.d. ef þetta væri svona hræðilegt þá væri nú ekki búandi í Danmörku. Og þá væri líka eins að búa í Danmörku og t.d. Slóvakíu eða Portúgal en svo er ekki. það eru þarna mismunandi þjóðfélög með mismunandi hefðir og lög.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2010 kl. 15:02

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílíkt bull hjá þér Gunnar. Svo ég taki nokkur atriði, sem Helgi hefur ekki nefnt.

Eina ákvörðunin varðandi fiskveiðar, sem fer til Brussel er ákvörðun um hámarksafla. Við munum ráða öllu öðru þar með talið hvaða útgerðir fá að veiða úr þeim kvóta. Við ráðum sjálf hvernig við skipuleggjum okkar landbúnað en göngums þó undir ESB reglur varðandi bann við beinum fjárstuðningi við atvinnugreinar, sem eru í samkeppni við sömu atvinnugreinar í ESB löndum. Reyndar munum við hvort eð er þurfa að gangast undir slíka reglu varðandi landbúnað vegna veru okkar í alþjóða viðskiptastofnuninni, sem við erum nú þegar aðilar að.

ESB lönd hafa sína eigin utanríkisstefnu og tala sínu eigin máli við önnur ríki. Einnig hafa ESB lönd sína eigin fulltrúa í alþjóðastofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum og greiða þar atkvæði eins og þeim þóknast.

ESB lönd sinna sínu eigin fjármálaeftirliti og ráða því sjálf hvernig það er framkvæmt.

ESB lönd stjórna sínum skattamálum  sjálf. Það eina, sem talað er um að sameina eru skilgreiningar og uppgjörsaðferðir í virðisaukaskatti. Skattprósentuna ákveða ríkin sjálf hvert um sig.

Við töpum ekki meira fullveldi í varnarmálum með aðild að ESB heldur en við höfum þegar gert með aðild að NATO. Smáþjóð, sem ekki hefur burði til að sinna eigin  landvörnum getur reyndar hvort eð er verið algerlega fullvalda í því efni. Einhvers konar samvinna við önnur ríki er forsenda þess að við yfir höfuð búum við fullnægjandi landvarnir.

ESB ríki ráða sjálf sinni löggjöf varðandi flóttamenn og innflytjendur frá ríkjum utan EES svæðisins. Reyndar breytist ekkert í þessum málum við inngöngu í ESB miðað við stöðuna eins og hún er nú þegar með aðild að EES samningnum. Við erum nú þegar aðilar að innri markaði EES svæðisins, sem gengur meðal annars út á frjálsa för fólks innan þess svæðis. Þess frelsis hafa tugþúsundir Íslendinga nýtt sér og er einn af helstu kostum þess að vera í EES samstarfinu.

Fullyrðingin um að við töpum fullveldi okkar og sjálfstæði við inngöngu í ESB er svo mikið bull að það hálfa væri nóg.

Sigurður M Grétarsson, 17.10.2010 kl. 15:53

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tak fyrir Gunnr innlegg þitt. Erfitt að rökræða við slíka blinda ESB-ofstækismenn eins og Magnús og Sigurð. Fara dag versandi í ESB-trúboði
sínu gegn augljósum þjóðarhagsmunum Íslands, að halda mætti að
þeir fengu borgað fyrir það. En það ætlar ESB einmitt að gera þegar
áróðursmaskina þess fer hér í gang, þótt það sé klárlegt brot á Íslenzkum.
lögum. Þótt þú Gunnar telur á annað tug atriða um meiriháttar fullveldisframsal göngum við í ESB er bara bundið fyrir augu að sagt allt slíkt kjaftaði. Og bara sú blákalda staðreynd að ESB-flotinn getið keytp sig inn í íslenzkar útgerðir og komist þannig yfir kvóta þeirra skiptir þá engu máli.
Nei það er ekki hægt að rökræða við svona menn. Virðist tilgangslaust
að margendurtaka staðreyndirnar fyrir þeim. Eru gjörsamlega bókstafstrúar á Brussel eins og Talibanar og fleiri slíkir á Allah.   

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.10.2010 kl. 17:55

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það eru aðeins þau lönd sem vilja taka upp Evru eða tengjast henni sem ákveða að afsala sér stjórn á gengismálum sínum

Nei Magnús minn. Öll lönd sem ganga í Evrópusambandið mínus Bretland og Danmörk eru skyldug til að taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin. En það er ekki nema skiljanlegt að þú vitir þetta ekki því 60% af öllu fólki í ESB veit þetta ekki heldur. Það heldur eins og þú að það geti valið. En það er ekkert val Magnús. Þetta er ekki hugguklúbbur. Þetta er nýtt stórríki í smíðum. Það fræsar niður fullveldi ríkjanna hraðar en þú nærð festa auga á og sannfærast um þetta á Google.

Aumingja Svíar. Þeir vita ekki hvað bíður þeirra.   

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 21:08

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ekkert land í Evrópu hefur misst yfirráð yfir viðskiptum sínum. Þau hinsvegar gera viðskiptasamninga við lönd utan ESB sameiginlega.

Hvernig veistu það?

Danmörk getur ekki gert gagnkvæma viðskiptasamninga við önnur ríki. Danmörk hefur ekki fullveldi í viðskiptum við aðrar þjóðir. Þú skilur þetta bara alls ekki Mannús. Þú vilt ekki skilja þetta.  

Við munum 100% missa allt fullveldi yfir landhelgi okkar og landbúnaði.

Þú er jafn illa að þér um þessi mál og forsætisráðherra okkar er um Icesave. Þú hefur ekki unnið heimavinnu þína.  

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 21:13

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Gunnar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.10.2010 kl. 00:26

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Þú ert svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi þegar þú talar um "blinda ofstækismenn" þegar umræðan um ESB er annars vegar. Ég hef leisið mikið eftir þig um ESB en man ekki til þess að hafa nokkurn tíman séð þig fara rétt með staðreyndir. Skrif þín eru að miklu leyti tilvísanir í mýtur og hræðsluáróður frá Heimssýn og hægri öfgasíðunni Evrópuvaktinni. Þar fer fram grímulaus áróður en ekki fræðsla enda sjaldnast farið með rétt mál á þeim síðum.

Það er til dæmis einfaldlega bull, sem þú heldur fram og talar um, sem blákalda staðreynd að aðilar frá öðrum ESB ríkjum geti keypt íslenskar útgerðir og hirt þannig kvótann frá okkur. Þeir geta vissulega keypt útgerð hér en ef þeir fara að landa aflanum erlendis eða fylla áhöfnina af mönnum frá sér þá höfum við fullan rétt á samkvæmt fiskveiðireglum ESB að hætta að úthluta þeim kvóta.

Staðreyndin er einfaldlega sú að við missum hvorki fiskveiðiheimildir né nokkrar aðrar auðlindir við það að ganga í ESB.

Það er því út í hött að halda því fram eins og Gunnar Rögnvaldsson gerir að við missum 100% vald yfir landhelgi okkar við að ganga í ESB. Sú fullyrðing er svo mikið kjaftæði að það hálfa væri nóg. Það sama á við fullyrðinguna um að við missum eihver völd yfir landbúnaði okkar.

Sigurður M Grétarsson, 20.10.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband