Ríkisstjórnin fallin. Sóknarfæri þjóðhollra hægriafla!
2.11.2010 | 00:19
Fylgið við hina handónýtu vinstristjórn hrynur. Rúin ÖLLU TRAUSTI.
Ræður alls ekki við verkefni sitt. Ríkisstjórn sem ekki skynjar sín
endalok með slíkum skýrum skilaboðum, er annað tveggja veruleika-
firrt, eða heilabiluð. Sem þýðir, að þráist hún enn við að sitja, mun
hún senn verða rekin úr stjórnarráðinu, og þá með illu, gerist þess
þörf.
Athygli vekur hvað lausafylgið er mikið. Sóknarfæri þjóðhollra hægri-
afla utan hins STÓRLASKAÐA Sjálfstæðisflokks, er því mikil sé rétt á
málum haldið. Uppræta þarf hið mikla agaleysi og stjórnleysi á Ís-
landi, sem allt of lengi hefur fengið að grassera. - Stjórnlynd öfl á
þjóðlegum grunni verða að taka við, svo bjarga veðri íslenzkri þjóð-
artilveru. Byggja upp gagnkvæmt traust stjórnvalda og almennings
á Íslandi. Að stjórnað verði í þágu almennings og íslenzkra þjóðar-
hagsmuna. Að hinum andþjóðlegu upplausnar-og niðurrifsöflum á
vinstri-kantinum verði sagt stríð á hendur, og úthýst úr íslenzkum
stjórnmálum. Að trúin á land og þjóð verði í fyrirrúmi, þannig að full-
veldið og þjóðfrelsið verði tryggt, og að íslenzk þjóðmenning haldi
áfram að blómstra og dafna, heimsmenningunni til góða.
ÁFRAM ÍSLAND!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða áttui við með:
Hvaða sérð þú sérstaklega varðandi Íslenska þjóðmenningu sem sem er örðuvísi en nágranaríkja okkar og kæmi til með að verða heimsmenningu til góða?
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2010 kl. 10:27
Tel okkar þjóðmenningu BETUR komið sem frjálst og fullvalda ríki en innan
ERLENDS RÍKIS. Bara nýjasta dæmið nú er að til vandræða horfir með
túlka og þýðendur göngum við þarna inn. Þjóð sem tapar þjóðfrelsi sínu,
sérstaklega örþjóð eins og við, á í mikilli vörn með sína þjóðmenningu.
Mannkynssagagn sýnir það.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.11.2010 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.