HÆGRI GRÆNIR komnir á blað !
5.11.2010 | 00:19
Í annað skiptið á rúmum mánuði mælast HÆGRI GRÆNIR
með mesta fylgið í skoðanakönnun á Útvarpi Sögu. Þótt
skoðanakönnun Útvarps Sögu sé ekki hávísindaleg og
aðferðafræðin ekki sú sama og hjá viðurkenndum aðilum
er framkvæma skoðanakannanir í dag, hlýtur hún að segja
eitthvað. Alla vega það að HÆGRI GRÆNIR eru komnir á blað.
Fyrir okkur sem aðhyllumst borgaraleg viðhorf á þjóðlegum
grunni, og höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum hvernig mál
hafa þróast á hægri væng íslenzkra stjórnmála, hlýtur nýtt
hægrisinnað afl að vera okkur fagnaðarefni. Afl sem skírskotar
einmitt til hinna borgaralegu gilda og viðhorfa, með frelsi
einstaklingsins og þjóðarinnar að leiðarljósi. Flokk ALMENNRA
hagsmuna fólksins í landinu. Flokk íslenzkra þjóðarhagsmuna,
er hefur óbilandi trú á ÍSLENZKA framtíð í FRJÁLSU Íslandi.
17 júní 2010 var stofndagur HÆGRI GRÆNNA. Sem segir meir
um flokkinn og hlutverk hans en margt annað. Enda á annað
þúsund manns gerst félagar og fjölgar stöðugt. Heimasíða á
facebokk með skýr stefnumið og flokksskrifstofa í Reykjavík
er til merkis um að flokkurinn ætli sér stórt hlutverk í íslenzkum
stjórnmálum. Því meðan ekki er til staðar trúverðugt og traust
og sterkt pólitískt afl til hægri ríkir upplausn og stjórnleysi eins
og nú. Því er mikilvægt að fram komi sterkt og stjórnlynt afl
á hægri væng íslenzkra stjórnmála, sem ALMENNINGUR geti
100% treyst. Flokkur sem segir hvers kyns spillingu stríð á
hendur, og á agaleysi og stjórnleysi vinstriaflanna. - Flokkur
sem talar KJARK og ÞOR í þjóð sína, og sem er reiðubúinn
til að leiða hana til framfara og hagsældar með ómælda trú á
land og þjóð.
Sem óbreyttur flokksmaður óska ég HÆGRI GRÆNUM til
hamingju að vera komnir til leiks!
ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur, Guðmundur. Ótrúleg útkoma í ÚSögu:
Hvaða flokk myndir þú kjósa til Alþingis ef kosið yrði í dag?
http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_pollxt&task=init&pollid=73
Elle_, 5.11.2010 kl. 00:50
Takk Elle. ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! ÁFRAM ÍSLAND!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 00:53
Ha! Ha!
Ekki efnilegt að vitna í skoðanakannir útvarps Sögu. Frjálslyndi flokkurinn fékk þar 20 til 40% fylgi fyrir síðustu kosningar minnir mig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2010 kl. 21:13
Ekki man ég eftir því Magnús minn! Undirrstrika líka þessa könnun með
miklum fyrirvara. En, engu að síður eru HÆGRI GRÆNIR alla vega komnir á
blað!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 22:03
Gott hjá þeim. Kominn tími til að siðvæða pólitíkina. Þeir stjórnmálamenn, sem verja sig endalaust með því að þeir hafi ekki brotið lögin, þótt þeir hafi þegið milljónatugi í mútu- eða þögggunarfé, jafnvel á örstuttum tíma (en fyrri tímabil órannsökuð), hafa ekkert á Alþingi að gera. – Áfram, Guðmundar báðir tveir!
Jón Valur Jensson, 6.11.2010 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.