Þingmaður Vinstri grænna líkir flokknum við kommúnistaflokk


   Sjálfur hefur sá er þetta skrifar margoft líkt Vinstri grænum
við kommúnistaflokk. Enda forverar þeirrar alræmdir kommún-
istar! En nú hefur einn af þingmönnum VG stígið fram og seg-
ist upplífa Vinstri græna sem kommúnistaflokk. eftir flokksráðs-
fund VG um helgina.

   Vert er að óska Lilju Mósesdóttir þingmanni VG til hamingju
með að hafa uppgötvað kommúnistanna í Vinstri grænum. Sem
hugsa fyrst og síðast um ráðherrastóla sína og völd  fremur en
hag  okkar almennings, og því síður þjóðfrelsi og þjóðarhagsmuni, 
sbr. Icesave-þjóðsvikin, og fullveldis- og þjóðfrelsissvikin með ESB-
umsókninni.

  Vonandi að Lilja haldi áfram á sömu braut og yfirgefi vinstri-
mennskuna fyrir fullt og allt. Enda algjör tímaskekkja í dag í
upphafi 21 aldar, enda virkileg þjóðfjandsamleg hverri þjóð,
eins og ótal dæmi sanna á Íslandi í dag!


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýndist það aðallega vera vegna þess að flokksmenn klöppuðu og stóðu upp þegar að Steingrímur hafði flutt ræðu. Þá held ég að allir Íslendingar séu þá Kómúnistar í hjarta sínu. Því flestir hafa nú einhverntíma staðið upp og klappað

„Stjórnarflokkar líkjast meir og meir gömlu kommunistaflokkunum eftir því sem gagnrýnin á forystuna eykst bæði innan og utan þeirra. Fundir verða að hátíðarsamkomum til að hylla leiðtogana og hjörðin er rekin á bás til að klappa og greiða atkvæði í samræmi við vilja leiðtoganna

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kommar? Ekki er það nú gott. Svo leynast víst víða fasistar í þjóðfélaginu. Ekki er það nú betra. Þá er nú millivegurinn, jafnaðarmennskan betri. Öfgaöfl eru aldrei til góðs. Alltaf til ills. Sagan kennir okkur það.

Fólk klappar alltaf fyrir góðum ræðum. Eru allir sem klappa kommar? Var ekki klappað fyrir Bjarna Benediktssyni á landsfundinum síðasta.

Varla voru það kommar!

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Klappa eða ekki klappa Magnús. Þingmaður VG upplifir sig í kommúnistaflokki. Vonandi skýr vísbending um að daga kommúnistastjórnarinnar séu senn taldir! Þá mun ég og þjóðin klappa!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.11.2010 kl. 17:11

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyndið Björn að Lilja upplifir líka sósíaldemókrataflokk Jóhönnu sem kommúnistaflokk. Trúlega vegna kommúniskra valdníðslu og hroka Jóhönnu, sem ætlar að valtra yfir þjóðina á skítugu ESB-Icesave-skónum.
Hún verður líka aftengd mjög bráðlega Björn. Þá mun ég og þjóðin klappa!
Svo sannarlega! Því með ÖLLUM RÁÐUM VERÐUR að koma þessu kommaliði
frá völdum strax! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.11.2010 kl. 17:18

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Hún verður líka aftengd mjög bráðlega Björn. Þá mun ég og þjóðin klappa! Svo sannarlega! Því með ÖLLUM RÁÐUM VERÐUR að koma þessu kommaliði frá völdum strax!"

Hvernig fer sú aftenging fram? Skot í hnakkann? Og þú klappar?

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 17:35

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

"Svona gerir maður ekki", ekki satt, Björn Birgisson ?!

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.11.2010 kl. 22:10

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kristján P. Guðmundsson, hvað á maður að halda?

Síðuhaldari ritar: "Því með ÖLLUM RÁÐUM VERÐUR að koma þessu kommaliði frá völdum strax!"

Af hverju ertu að skamma mig? Hvernig væri að þú skammaðir þjóðernis fasistann sem heldur þessari síðu úti?

Björn Birgisson, 21.11.2010 kl. 22:41

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Þvílíkur rugludallur sem þessi Zumann er.... zzzzz

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 23:04

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skil taugaveiklun ykkar ESB-sinna.  Enda vondan málstað að verja!

Björn: ,, Skot í hnakkann? Og þú klappar?"

Björn: ,,Hvernig væri að þú skammaðir þjóðernis fasistann sem heldur þessari síðu úti?"

Hilmar: ,,Þvílkur rugludallur sem þessi Zumann er.....zzzzz"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.11.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband