Grafarþögn Framsóknar um Evrópumálin


   Mesta athygli vakti á miðstjórnarfundi Framsóknar s.l. helgi
algjör grafarþögn um Evrópumál. Einu umdeildasta pólitíska
máli lýðveldisins. Og það svo, að einn þingmanna Framsóknar
læddist út af fundinum og kvartaði við  fjölmiðla að flokkurinn
hefði enga stefnu í Evrópumálum.

  Ekki að furða að Framsókn mælist lítið í skoðanakönnunum.
Flokkur sem  hefur  enga  stefnu  og  því síður þjóðlega sýn í
einu stærsta sjálfstæðismáli Íslendinga, fyrr og síðar, á ekkert
lengur erindi við þjóðina. Öll þjóðhyggju-ímynd Framsóknar er
horfin, og fylgið með.

  Á sömu helgi heldu kommúnistarnir í Vinstri grænum líka fund.
Á þeirra flokksráðsfundi var þó Evrópumálin rædd, og komist
að þeirri endanlegri niðurstöðu, að Vinstri grænir væru  ESB-
flokkur. Aðildarumsókninni og ferðinni til Brussel skyldi haldið
áfram.

   Spurning hvenær Vinstri grænir sækja um aðild að Samfylk-
ingunni?  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Framsókn má alveg missa sig. Helmingurinn má ganga í Sjálfstæðisflokkinn, hinn helmingurinn hallar sér til vinstri. Flokkurinn sem slíkur er tímaskekkja. Áður var hann þokkalegur miðjuflokkur, en nú er miðjan þéttsetin og ekkert pláss fyrir Framsókn.

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Loks erum við sammála Björn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.11.2010 kl. 22:06

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það gengur nú ekki til lengdar!

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg sammála því

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.11.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband