Nýtt sterkt þjóðhollt hægriafl verður að koma til !


   Aðeins 16%  kjósenda eru ánægð með stjórnarandstöðuna
á Alþingi í dag skv. nýjustu skoðanakönnun Gallups. Þrátt
fyrir alverstu ríkisstjórn Íslandssögunar. Sjálfstæðisflokkurinn
dalar frá síðustu könnun, og Framsókn stendur í stað.  

  Þetta er auðvitað fráleit niðurstaða, en þó skiljanleg. Efna-
hagslegt  hrun  varð  á  Íslandi undir forystuvakt Sjálfstæðis-
flokksins. Kjósendur munu seint gleyma því og allra síst fyrir-
gefa Sjálfstæðisflokknum fyrir slíkt stjórnleysi og yfirgengilegan
aulahátt. Enda hann  oftar en ekki tilbúinn að vinna til vinstri,
einkum með sósíaldemókrötum,  en furðumargir sósíaldemó-
kratar hafa gegnum tíðina leynst í flokknum, og jafnvel í  hans
forystusveit  sbr. síðasti vara-formaður. Sem skýrir að stórum 
hluta  hvernig komið er fyrir flokknum. Og þjóðinni! Flokknum
með hina   stórlöskuðu ímynd!

  Staðan er því sú að algjört tómarúm hefur skapast til  hægri
í íslezkum stjórnmálum. Og meðan svo er mun glundroði, upp-
lausn og stjórnleysi ríkja á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn brást
gjörsamlega að vera hið sterka leiðandi borgaralega afl á þjóð-
legum grunni í íslenzkum stjórnmálum.  Afl sem  heldi hinum 
sundurtættu andþjóðlegu  niðurrífsöflum til vinstri í skefjum.
Sem  hefði STERKA STJÓRN á hlutunum!

  NÝTT sterkt þjóðhollt hægriafl verður því að koma til, ef endur-
reisn Íslands á að takast, með hagsmunum almennings fyrst
og fremst í huga. Flokkur íslenzkra hagsmuna, þjóðfrelsis og
fullveldis.  Hvort sem það afl verður HÆGRI GRÆNIR eða ein-
hverjir  aðrir  á eftir  að  koma í ljós.

   En eitt er ljóst. Tíminn  er naumur, og tómarúmið til hægri
verður að uppfylla!  Og það hið snarasta! 

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Jónas, hér er ekkert Þýskaland. Hér er enginn Spánn. Hér er engin Ítalía.

Þjóðernissinnaðir fasistar í landinu okkar fagra munu aldrei fá meira en 1% í kosningum. Ertu sammála því?

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 00:47

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björn minn. Ertu að tala við karlinn á Tunglinu? Ég er ekki hann!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.12.2010 kl. 00:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, Guðmundur Jónas, hver ertu þá? Ertu ekki maðurinn sem hatast út í alla, sem ekki eru þér sammála? Ertu ekki maðurinn sem telur alla þína pólitísku andstæðinga þjóðníðinga, svikara, landráðamenn og annars flokks Íslendinga?

Vissulega ertu ekki í tunglinu, en hvort sem þú viðurkennir það eða ekki, þá ber allur þinn málflutningur með sér þann keim sem Evrópubúar kenna við þjóðernissinnaðan fasisma. Allt þetta hatur og svikabrigsl á annað fólk er ekki einleikið.

Þessar heimskulegu skoðanir sóttu valdamenn fasismans og nasismans til illa menntaðra og auðmeðfærilegra kjána úr sveitinni. Tóku þá úr kúaskítnum og samfestingunum, settu í einkennisbúning með húfu og réttu þeim byssu. Þá varð valdið þeirra.

Þú hefur lagt til að Jóhanna verði tekin úr umferð.

Ertu með uppskrift að því?

Sjáðu til, ég er ekki einn um að lesa og meta skrifin þín, þótt fáir nenni að tjá sig um þau. Ég geri það og fæ vafalítið bágt fyrir.

Svona lítur þetta út fyrir mér.

En eigðu sem flestar góðar stundir!

Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 01:38

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll. GJK. Það er mikið til í þessu. Ég held það vanti reyndar þjóðholla flokka á öllu stjórnmálasviðinu, bæði hægri og vinstri og þar á milli. Ástæðan fyrir víðtækri óánægju með stjórn og stjórnarandstöðu er að flokkakerfið hefur brugðist þjóðinni, almenningi, 100%! Einhvern veginn er það svo að stjórnmálaelítan hefur öll fatað sig upp hjá "Nýju fötum keisarans & Co ehf." Þetta sjá flestir landsmenn vel og eru ekki mjög ánægðir. Fyrir vikið dugir stjórnmálamönnum ekki lengur eins og löngum áður að ljúga fallega að fólki. Nú verða menn að fara að standa sig ef þeir vilja vinna sér traust og efla traust á stjórnmálunum. Það verður að fara að vinna fyrir þjóðina!!

Jón Pétur Líndal, 3.12.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef það er fasismi Björn að vilja ekki leggjast undir hælinn á ESB eru margir fasistar á Íslandi. Það er ljóst að ég þarf þá að endurskoða hugtakið fasismi, eins og ég hef skilið það á það ekki við um skoðanir Guðmundar, mínar né stæðstan meirihluta þjóðarinnar.

Vandræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einkum það kjarkleysi að þora ekki að taka eindreigna afstöðu til ESB. Ef þeir gerðu það hefðu kjósendur val. Það er erfitt að velja flokk sem er bæði með og á móti því að afsala allri stjórn landsins til Brussel! Þegar um svo stórt og afdrifaríkt mál er að ræða verða flokkar að hafa skýra stefnu með eða á móti. Annars er ekki hægt að telja þá ábyrga stjórnmálaflokka!

Gunnar Heiðarsson, 3.12.2010 kl. 06:32

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björn. Þú fyrirgefur. Finnst málflutningur þinn hér þér ekki til sóma.
Byrja á því að skora á þig að skanna allt blogg mitt hér frá upphafi og
koma þaðan  með eina setningu sem hægt er að heimfæra sem kynþáttafordóma, eins og þú sakar mig hér um. Þvert á móti hef ég
jafnframt því að vera talsmaður íslenzks þjóðfrelsis og fullveldis talað
fyrir þjóðfrelsi og fullveldi ALLRA ÞJÓÐA HEIMS. Enda lít á ALLAR ÞJÓÐIR
og kynþætti á jafnréttisgrundvelli. Þannig að málflutningur þinn hér er
GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT!  En þið, þessir öfga-alþjóðasinnuðu vinstrimenn
skiljið ekki slíkt. En  mestu glæpir mannkynssögunar hafa verið framdir
í nafni vinstrimennskunnar, sbr. kommúnisminn. Bæði gagnvart þjóðríkjum
og alþýðu þeirra. En það er nákvæmlega það sama sem er að gerast á Íslandi í dag undir stjórn tærrar vinstristjórnar með þátttöku kommúnista.
Pældu aðeins í því ef Svavars-samningurinn svokallaði um Icesave hefði
náð fram að ganga. Þá hefði allt að fimmhundruð milljarðar lagst á alþýðu
þessa lands, sem hefði þýtt eymd og fáttækt Íslendinga a.m.k út þessa
öld. Þetta ætluðu sem sagt vinstristjórnin hin eina og sanna að hella yfir
þjóðina, án neinna lagastoða þar um. Í mínum huga er þetta ein mesta
aðför að íslenzkri þjóðartilveru til þessa. Þjóðfjandsamlegt með eindæmum. 
Sem sýnir vinstrimennskuna í hnotskurn, auk þess að hefja nú vítaverða
aðför að fullveldi og sjálfstæði Íslands með ESB-aðildarferlinu.

Jú Björn. Ég hatast út í svona þjóðfjandsamlega pólitík, og er bara stoltur
af. Tel sósíaldemókrataismann hafa stórskaðað okkar samfélag, hefur
reynt að brjóta niður allt sjálfstraust þjóðarinnar og heilbrigðan þjóðarmetnað. Undirrót þess stjórnleysis og agaleysis sem leitt hefur
heilt efnahagshrun yfir þjóðina í dag. Þess vegna er ég talsmaður þess
að nýtt pólitískt framfarasinnað afl til hægri komi nú til. En veit að til þess
vilja hin vinstrisinnuðu andþjóðlegu niðurrífsöfl ekki til þess hugsa.

Þakka ykkur Jón Pétur og Gunnar fyrir ykkar innlegg hér. 

 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.12.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband