Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að svíkja í Icesave?
6.12.2010 | 00:11
Það væri þá eftir öðru, ef Sjálfstæðisflokkurinn færi að
svíkja í Icesave núna. Flokkurinn sem bar ábyrgð á
Icesave-klúðrinu í upphafi. En fréttir herma að vissir
hópar meðal atvinnurekanda innan flokksins þrýsti nú
mjög á þingflokkinn að samþykkja þau samningsdrög,
sem Icesavestjórnin hefur enn á ný gert við Breta og
Hollendinga. Þrátt fyrir að þjóðin hafi sagt ÞVERT NEI
við Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.
Ljóst er að þjóðsvikararnir í Icesavestjórninni munu
ekki koma öðrum icesave-þjóðsvikum gegnum Alþingi
nema með hjálp Sjálfstæðisflokksins eða hluta hans.
Það verður ekki aldeilis til að bæta ímynd Sjálfstæðis-
flokksins leggist hann svo lágt núna að koma hinni
andþjóðlegu vinstristjórn til hjálpar, í því að troða upp
á þjóðina ólögvörðum skuldadrápsklyfjum erlendra
nýlenduvelda Evrópusambandsins. Þannig að eymd
og fáttækt verði hlutskipti Íslendinga a.m.k út þessa
öld. Allt vegna aula-og undirlægjuháttar hérlendra
stjórnvalda gegn erlendri kúgun í boði ESB!
Hvet allt þjóðhollt fólk til hægri að fylgjast vel með
Sjálfstæðisflokknum í þessu máli. En HÆGRI GRÆNIR
hafna ALFARIÐ hverskins Icesave-svikum og standa
fast á íslenzkum málstað í þessu mikilvæga máli!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook..
Samkomulag að nást um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.