Berjumst af hörku gegn nýjum Icesave- þjóðsvikum!


  Í hvers umboði er verið að semja  við nýlenduveldi ESB
um þriðju Icesave-þjóðarsvikin? Þjóðin hefur talað! Gerði
það skýrt og klárt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6 mars s.l.
BORGUM EKKI KRÓNU!  Enda engin lagasatoð eða kvaðir
um slíkt. Ekki einu sinni í regluverki ESB!

   Það að þröngva um eða yfir hundrað  milljörðum á okkur
Íslendinga, meðan botnlaust er nú skorið niður í íslenzku
velferðarkerfi, bara til að ESB-landssöluliðið fái gott veður
inn í fundarsalina í Brussel, verður einfaldlega EKKI LIÐIÐ!
Þjóðin og allir sannir þjóðfrelsissinnar munu rísa upp, og
BERJAST AF HÖRKU gegn slíkum þjóðarsvikum.  

  ÁFRAM ÍSLAND!  EKKI KRÓNA Í ICESAVE!
mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðmundur; Aðhyllist þjóðlegum borgarsinnuðum viðhorfum . . . . .

Þjóðernissinni Já vissulega ertu það en ekki blekkja sjálfan þig mér þeirri hugmynd að þú sért með borgaraleg viðhorf!!!

1) Er ESB nýlenduveldi? Hvernig útskýrir þú það? Þetta er þá fyrsta nýlenduveldið þar sem frjálsar þjóðar hafa keppst við hver á eftir annarri að komast undir þetta nýlenduveldi . . .

2) Víst eru svo sannarlega lagastoðir fyrir þessum Icesave reikning sem og sú staðreynd að við tókum þá ákvörðun árið 1999 með samþykkt rammalaga ESB (94/19) að ef sett yrði á laggirnar íslenskt útibú í ESB ríki þá bæri íslenski tryggingarstjóðurinn ábýrgð á að greiða lágmarks upphæð fyrir hvern reikning. Norðmenn samþykkti þessi lög á sama tíma en með þeim fyrirvara að þeir skyldu aðeins greiða þessa tryggingu í Nkr.

"Ef Alþingi hefði lögleitt rammalög ESB (94/19/EB) um lágmarkstryggingu sparifjár árið 1999 með sama fyrirvara og t.d. Norðmenn (og fleiri EES-ríki), nefnilega að trygging tæki aðeins til innistæðureikninga í innlendum gjaldmiðli, þá hefðu íslensku bankarnir orðið að reka sína starfsemi erlendis í formi dótturfyrirtækja. Þar með hefði eftirlit og innistæðutrygging verið á ábyrgð gistiríkjanna".

3) Að tala um "landsölulið" fyrir þá sem vilja fara í viðræður við ESB er kjánalegt en á sér samt hliðstæði í Þýskalandi á fjórða áratug tuttugustu aldar. Þar var keyrt grimmt á þessari rökfærslu af flokki Þjóðernissinna í garð þeirra sem höfðu aðrar skoðarnir til þess að ná yfirráðum yfir ríkinu . . . . með ömurlegum afleiðingum.

4) Umburðalyndi einkennir borgarsinnuð viðhorf . . . Þú átt langt í land með þessum skrifum.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: corvus corax

Hörður, það er ekki ríkisábyrgð á isstæðutryggingasjóði, enda óheimilt skv. reglum ESB. Almenningur ber ekki ábyrgð á glæpum einstakra manna!

corvus corax, 7.12.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú þarna landssölusinni sem kallar þig Hörð Árnason ert  kannski kominn
á  spenann hjá sendiherra ESB í Reykjavík og skrifar hér sem leigupenni
sem slíkur?  Eru Bretar og Hollendingar ekki ,,fyrrverandi" nýlenduveldi?
Sem hér eru að handrukka ólögvarðar kröfur ábyggilega yfir hundrað milljarð? Og hvað á að kalla það lið en þjóðsvikara  sem leggjast hundflatir
fyrir slíku nýlenduhyski, bara til að fá gott veður inn í þetta ömurlega ESB á
brauðfótum í dag? Á sama tíma þegar þetta lið stendur blóðugt upp fyrir haus að skera niður velferðina á Íslandi. Já og hefði gulltryggt hér allsherjar
EYMD og VOLÆÐI a.m.k út öldina hefði það komist upp með Svavars-
landráðasamninginn.  Ættir að skammast þín þú þarna sem kallar þig
Hörð. Svona þjóðsvikaskrif eru EKKI velkominn hér. Getur farið með þau
eitthvað allt annað

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

corvus corax, Í tilskipun 94/19 segir minnir mig að ríki séu ábyrg fyrir því að koma upp kerfi sem tryggi innistæður að 20.880 evrur. Það er talað um að það getir verið eitt eða fleiri kerfi. Það er nú auma kerfið sem tryggir ekki einu sinni um 10% innistæðueigenda. Því má álykta að ríkisstjórn bar að sjá til þess að kerfið dyggði fyrir því sem því var ætlað. Norðmenn voru klókir og skilyrtu í sínum lögum að bætur kæmu bara fyrir innistæður í norskum bönkum í norskum krónum. En það gerðum vð ekki.

Ofan á þetta tilkynntum við að ríkið ábyrgðist allar innistæður í Íslenskum bönkum og það var Icesave. Þ.e. það var með höfuðstöðvar sínar í Austurstræti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2010 kl. 18:54

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hvergi er getið um ríkisábyrgðatryggingu á innistæðum bnaka skv. ESB-reglum, og beinlínis sagt blátt bann við slíku. Og ALLRA SÍST  hefði
EKKERT ESB ríki formað slíkt í allsherjar bankahruni eins og varð á Íslandi.
Því EIGUM VIÐ EKKI AÐ BORGA KRÓNU TIL BRETA OG HOLLENDINGA. Þeir
geta hirt gamla Landsbankann og ekki snitti umfram það!  ALLT ANNAÐ ERU
VÍTAVERÐ ÞJÓÐASVIK gagnvart íslenzkri þjóð, þjóðsvikarar sem á að taka
úr umferð og leiða fram fyrir Landsdóm eins og Jóhönnu og Steingrím.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.12.2010 kl. 19:25

6 Smámynd: Elle_

Magnús Helgi!!  ÞAÐ ER ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á ICESAVE OG HEFUR ALDREI VERIÐ.  Skiptir ekki máli máli hvað þið ljúgið þessu oft og lengi.  Við gátum ekki stoppað ICESAVE vegna EES samningsins og gátum ekki skrifað Evrópulögin heldur.  Og engu skiptir hvað Norðmenn gerðu.  Við höfum of oft rökstutt það út í ystu æsar.   Og Hörður.  Núverandi ríkisstjórn er ekkert nema landsölulið.  Nákvæmlega eins og Guðmundur lýsir þeim.

Elle_, 8.12.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband