Mun Sjálfstæðisflokkurinn svíkja í Icesave ?


   Drög að þriðja þjóðsvikasamningunum um Icesave liggja nú
fyrir. Óljós og  hriplek  eins  og vænta  mátti. -  

   ÓSVIFNASTI ÞÁTTUR þessara samningsdraga eins og í hinum
fyrri Icasave- þjóðsvikum,  er að íslenzkum almenningi er ætlað
að greiða vexti af skuld sem ENGIN lagastoð er fyrir. Skuld sem
íslenzka ríkinu  er  beinlínis  bannað  að  veita ríkisábyrgð á skv.
sjálfu  regluverki  ESB. -  Þess utan er hér um einkabanka stór-
glæpamanna að ræða, eins og nú er komið á daginn. Stórglæpa-
manna sem ENN GANGA LAUSIR eins og ekkert hafi gerst. Samt
skal þjóðin borga brúsann og glæp þeirra.

   Hér er því enn á ferðinni Icesave-draugurinn íklæddur öðrum
jólakattarbúningi en í fyrra.  Sömu erlendu nýlendukúgararnir
á ferð, Bretar og Hollendingar, með stuðningi frá Brussel.

   Vitað er að hin andþjóðlega vinstristjórn kommúnista og krata
mun ganga erinda nýlenduherranna og samþykkja þessi Icesave-
þjóðarsvik eins og hin fyrri. Stóra spurningin er mun Sjálfstæðis-
flokkurinn svíkja líka? Ofan á allt annað sem sá flokkur hefur  á
samviskunni gagnvart íslenzkri þjóð. Munu sósíaldemókratarnir
enn á ný ná tökum á Sjálfstæðisflokknum á ögurstundu?

    Á slíkri ögurstundu er gott að vera í flokki sem 100% er hægt
að treysta þegar íslenzkir þjóðarhagsmunir eru í veði!

    Sá flokkur er HÆGRI GRÆNIR sem segja ÞVERT NEI VIÐ ICESAVE!

  
mbl.is Erfitt að semja um óljósa upphæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðisflokkurinn mun styðja þennan nýja samning að mínu mati. Verður þá ekki leiðin greið fyrir Hægri Græna að hjarta þjóðarinnar?

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 22:01

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sjálfstæðisflokknum, sem setti Ísland á hausinn, er jú alveg trúandi til
að samþykkja Icesave-þjóðsvíkin Björn, enda meiriháttar sósíaldemókratískur að upplagi frá upphafi!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.12.2010 kl. 01:00

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sósíaldemókratískur? Sjálfstæðisflokkurinn? Ertu að drekka, eða ertu bara svona dags daglega?

Björn Birgisson, 10.12.2010 kl. 01:06

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Björn. Réttast væri að henda þér hér út vegna persónulegs rógs og níðs!
Að fullyrða að maður þurfi að vera drukkinn að vera óssamála þér í pólitík
er gjörsamlega út í hött og ekki málflutningi þínum til sóma.

Jú, tel Sjálfstæðisflokkinn sósíaldemókrataískan a.m.k að þó nokkrum hluta,
enda  margir aðrir  talað um hann á síðustu öld sem stærsta sósíaldemókrataflokk á Norðurlöndum. Bendi á að t.d fyrrv. varaformaður
flokksins kemur úr hinum sósíaldemókrata armi hans enda mjög ESB-sinnuð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.12.2010 kl. 09:17

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Björn. Réttast væri að henda þér hér út vegna persónulegs rógs og níðs!
Að fullyrða að maður þurfi að vera drukkinn að vera óssamála þér í pólitík
er gjörsamlega út í hött og ekki málflutningi þínum til sóma." (Orðrétt tilvitnun í GJK)

Guðmundur Jónas, ég biðst afsökunar á þessum ömurlega brandara mínum, sem þú vitnar til, hann var ekki við hæfi.

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband