Svíkur Sjálfstæðisflokkurinn í Icesave ? Ekki Hægri Grænir!


   Er það virkilega svo að forysta Sjálfstæðisflokksins liggi
nú undir feldi og íhugi kúvendingu í afstöðu sinni í Icesave?
Í algjörri andstöðu við síðasta Landsfund  Sjálfstæðisflokk-
sins? En þar hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn Icesave með af-
gerandi hætti. Á þeirri meginforsendu að hann væru ólög-
legur, ólögvarin krafa Breta og Hollendinga. Það sama á
við Icesave-samningsdrögin nú. Afstaða Landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins, æðsta valds hans, liggur  því skýrt fyrir
varðandi núverandi stöðu.

   En hvers vegna liggur þá forysta Sjálfstæðisflokksins nú
undir feldi, og getur engu svarað um afstöðu sína? Búin að
fylgjast með samningalotunni allan tíman. Getur það verið
að hinn sósíaldemókrataíski armur flokksins, undir forystu
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, hafi nú aftur náð tangar-
haldi á forystu og flokki? Nákvæmlega eins og þegar flokk-
urinn ákvað að vinna til vinstri, og mynda ríkisstjórn með
sósíaldemókrataísku vinum Þorgerðar í Samfylkingunni ?
Eru það álíkir hlutir sem nú eru að gerast í afstöðu flokks-
forystunnar í Icesave! Að hinn sósíaldemókrataíski armur
hans illu heilli ráði för?- Og það í algjörri andstöðu  við
Landsfund  flokksins?

  Það er alveg ljóst að afstaða Sjálfstæðisflokksins nú til
Icesave-svikanna gætu ráðið úrslitum um afdrif þeirra á
Alþingi. En ef Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína í Icesave
núna ofan í  öll hin hrikalegu mistök hans á umliðnum miss-
erum og árum, getur hann endanlega gleymt tilveru sinni
í íslezkum stjórnmálum. Sterkt nýtt og öflugt þjóðhollt hægri-
sinnað afl mun fram koma, eins og t.d HÆGRI GRÆNIR, sem
segja ÞVERT NEI VIÐ ICESAVE,  og yfirtaka stjórnmálin til
hægri, landi og þjóð til heilla.  - Því svo mikil reiði hefur
skapast á hægri kanti íslenzkra stjórnmála, vega yfirgengi-
legs klúðurs og stjórnleysis Sjálfstæðisflokksins þar á bæ,
að til algjörs uppgjörs hlýtur þar að  koma. Og alveg klár-
lega gangi flokkurinn nú til liðs við Icesave-stjórnina, og
samþykkir fyrliggjandi þriðju Icesave-þjóðsvikin........ 

   ÁFRAM ÍSLAND!  ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég óttast það sama og þú, Guðmundur, með núverandi 50/50 forystu Sjálfstæðisflokksins.  Þeir hafa ekki beint komið fram eins og 100% gegn kúguninni, þrátt fyrir afstöðu landsfundar.  

Elle_, 13.12.2010 kl. 00:38

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Elle. En er þá ekki gott að vita af HÆGRI GRÆNUM í framhaldinu?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2010 kl. 00:44

3 Smámynd: Elle_

Jú, að vísu, Guðmundur.  Það er það.

Elle_, 13.12.2010 kl. 00:51

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gut"!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2010 kl. 00:59

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Verður þetta ekki skipting líkt og í atkvæðagreiðslu í Esb málinu við atkvæðagreiðslu án afstöðu flokksins í heild.

Gæti trúað því.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2010 kl. 01:29

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég veit ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ða nokkur sem er í forsvari þar hafi ljáð máls á greiðslum v. Icesav. Landsfundur greiddi atkvæði varðandi umsóknina að esb og einhver tæp 10% vildu halda áfram og sjá hvað "væri í spilunum".

Hvað varðar hægri græna þá veit ég ekki til þess að sá hópur eigi sérstaka fulltrúa á þingi.

Ég vil sjá Icesave fyrir dómi - ég vil sjá aðild að esb fellda - ég vil sjá steingrím og jóhönnu fara frá - ég vil sjá þau fyrir Landsdómi - ég vil sjá kæru á breta vegna hryðjuverasmánarinnar - ég vil sjá kosningar í mars. 

Hvernig sem afstaða hægri grænna er vaxin.

En hvorki ég né hægri grænir erum á þingi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2010 kl. 02:09

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ólafur. Nei Hægri Grænir eru ekki á þingi í dag, en eru komnir fram sem
nýtt hægrisinnað afl sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum.  Og
allir geta haft áhrif á stjórnmálin þótt þeir sitja ekki á þingi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2010 kl. 10:11

8 Smámynd: Elle_

Ég vil það sama og Ólafur skrifaði að ofan: Ég vil sjá Icesave fyrir dómi - ég vil sjá aðild að esb fellda - ég vil sjá steingrím og jóhönnu fara frá - ég vil sjá þau fyrir Landsdómi - ég vil sjá kæru á breta vegna hryðjuverasmánarinnar - ég vil sjá kosningar í mars.

Hinsvegar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið of viljugur að semja um ICESAVE og kóar þannig með ICESAVE-STJÓRNINNI.  Væri forystan sterkari, kæmist hrollvekjan líkl. ekki í gegn.  Þeir hefðu getað lýst yfir vantrausti á stjórnina, kært þau fyrir EU og ICESAVE líka og það fyrir langa löngu.  

Elle_, 13.12.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband