Vinstri grænir sáttir við ESB-aðild !


   Það er hinn mesti misskilningur að á þingflokksfundi Vinstri
grænna í dag verði einhver alvöruátök um Evrópumál. Í besta
falli syndarmennsku eitthvað, til að róa þá ótrúlegu mörgu
sem álpuðust til að kjósa Vinstri græna vegna ímyndaðar ESB-
andstöðu þeirra. Enda kom allt annað á daginn loks er Vinstri
grænir komust í ríkisstjórn. 

  Það vantaði sem sagt nákvæmlega flokk eins og Vinstri græna
í ríkisstjórn til að sótt yrði um aðild Íslands að ESB. Og ekki bara
umsókn að aðild, heldur aðlögunarferli að ESB löngu áður en ein-
hver samningur liggur fyrir. Og jafvel löngu áður en einhver þjóðar-
atkvæðagreiðsla fer fram um einhvern samning. Allt hefur þetta
gerst á ríkisstjórnarvakt Vinstri grænna. Enda samþykkir enginn
það sem viðkomandi er alfarið á móti!  Aldrei!

   Og til að undirstrika einlægni og einbeitni Vinstri grænna til
að Íslandi yrði nú örugglega troðið inn í ESB, voru og eru þeir
í Vinstri grænum tilbúnir til að kosta ÖLLU til að af ESB-aðildinni
verði.    Þannig var ekkert tiltökumál og er ekki enn hjá Vinstri
grænum að samþykkja hvaða inngöngumiða sem er, sbr. Icesave,
svo að áforn þeirra og ástkæru  sósíaldemókrataiskra samstarfs-
aðila í hinni fyrstu tæru vinstristjórn Íslands komist í höfn.

  Í raun er afar litill munur á sósíalisma VG og sósíaldemókrata-
isma Samfylkingarinnar, þegar kemur að hinni öfgafullu alþjóða-
hyggju þeirra. Enda enn veifað rauðum fánum og internasjónalinn 
sunginn á þeirra tyllidögum. 

   Aðalsmerki kommúnískra forvera Vinstri grænna í denn var
HRÆSNI, andþjóðleg viðhorf og gildi. Þau aðalsmerki viðrast enn
í fullu gildi, sbr. ESB-umsóknar-ferlið nú og Icesave-þjóðarsvikin.
mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Einhvern veginn finnst mér þetta fundafargan VinstriGrænna vera farið að bera keim af einhverfu í aðra röndina og athyglissýki í hina röndina. Þetta er ódýr auglýsing fyrir flokksbroddana, sem reyna að koma því inn hjá fólki, hversu mikið þeir leggja á sig við að líma stjórnarsamstarfið saman ?

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.1.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband