Nú fær utanrkisráðherra loks málið !
8.1.2011 | 21:06
Nú fær utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson
loks málið þegar bandarísk stjórnvöld eiga í hlut. Og
bara gott með það! En þessi pólitíski vindhani heldur
kjafti þegar bresk og hollenskt stjórnvöld fara með
offorsi í anda nýlendumennsku gagnvart íslenzkri þjóð
í Icesave. - Og einnig með setningu hryðjuverkalaga
Breta. Þá þegir utanríkisráðherra! Og bætur um betur
þegar hann skuli þar að auki voga sér að vera tilbúinn
að ljá samþykki sitt á því að leyfa erlendum yfirvöldum í
Brussel eina grófustu íhlutun í íslenzk innanríkismál með
dælingu á mörgum milljörðum í þeim tilgangi að MÚTA
Íslendinga til fylgilags við ESB. Með tilheyrandi afsali
fullveldis og auðlinda. Þá snúa gleraugu utanríkisráð-
herra á haus!
Já maður kemst virkilega í vont skap þegar horft er
upp á svona yfirgengilega HRÆSNI utanríkisráðherra.
Og auðvitað klappar kommúnistinn og kanahatarinn
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra með. Þó það nú
væri!
Að sjálfsögðu eiga íslenzk stjórnvöld að gæta hagsmuna
Íslands og þegna þess HVAR OG HVENÆR sem er, og beita
til þess fullri hörku ef með þarf. - En framferði Bandaríkja-
manna í öllu þessu Wikileaks máli er með hreinum ólíkindum.
Að bandarískur AULAHÁTTUR skuli vera kominn á það hátt
stig í hinni bandarísku stjórnsýslu, að leyndustu skjöl ríkisins
skuli nánast liggja frammi fyrir hunda og mannafótum út um
allar trissur, er hreint klikk! - En fyrir það skuli svo bakari
hengdur fyrir smiðinn, og það í þingmannsstarfi uppi á Íslandi,
er svo absúrd-leikhús, sem hlýtur að teljast toppurinn á allri
aulamennskunni. - Vitleysunni!
Sendiherrann kallaður á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við erum nú höfundar að stærsta hruni heims og mér virðist Birgitta einhvað hafa komið of nálægt Asagne sem er eftirlýstur krimmi sama hvað við segjum. Það að stuðla að gögnum sé stolið frá þjóð er ekkert grín. Brussel leaks þorðu ekki að gera alvöru úr sínum stefnu/hótunum.
Valdimar Samúelsson, 8.1.2011 kl. 21:42
Góður pistill Guðmundur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2011 kl. 00:37
Já, merkilegt, hann heldur sko kj - - - yfir nýlendukúgunum gegn eigin þjóð og ekki neinu öðru.
Elle_, 9.1.2011 kl. 01:16
Össur er og verður vanhæfur til að gegna ráðherramennsku, það er málið sem við þurfum að leysa hið snarasta því að þetta er löngu orðið pínlegt fyrir okkur að þura horfa upp á þennan gamla -&æ-eepuullxxx gegna starfi utanríkisráðherra.
Sigurður Haraldsson, 10.1.2011 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.